Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2015 08:14 Guðmundur á blaðamannafundi á Hilton-hótelinu í Doha. Vísir/Eva Björk Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, hóf blaðamannafund sinn á Hilton-hótelinu í Doha á morgun á alvarlegum nótum. Danskir fjölmiðlar fjölluðu í gær um meint ósætti danska landsliðsmannsins Kasper Söndergaard við hlutverk sitt í liðinu eftir uppákomu á æfingu liðsins fyrr í vikunni. Söndergaard var sagður hafa sakað Guðmund um að hafa sýnt sér virðingarleysi en sjálfur sagði leikmaðurinn á Twitter-síðu sinni í gær að það væri alrangt og að hann væri sáttur við hvaða hlutverk sem honum væri úthlutað. „Kasper er einn af tryggustu leikmönnum liðsins. Hann er liðsmaður og ég er leiður vegna þess fréttaflutnings sem átti sér stað í kringum hann,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi sínum í morgun. „Ég skil ekki af hverju það voru sagðar fréttir af ósætti sem ekki er til staðar. Það er erfitt að ætla að svara fyrir það. Hann, ég og liðið allt vorum einbeittir að leiknum í gær,“ bætti hann við en Danir unnu Rússa á HM í Katar í gær. „Ég hef alltaf átt gott samstarf við fjölmiðla en svona lagað hef ég ekki upplifað áður á mínum 25 ára þjálfaraferli. Það er það sem ég hef að segja um þetta mál,“ sagði Guðmundur. Þjálfarinn sagðist ánægður með margt sem hann sá í leik sinna manna gegn Rússum í gær, sér í lagi sóknarleikinn. „Ég hef ekki upplifað áður á stórmótum að mæta svo mörkum varnarafbrigðum á einu og sama mótinu. Við höfum spilað gegn 6-0, 5-1, 3-2-1 og 4-2 vörnum en mér fannst að sóknin hafi leyst sitt vel á stórum köflum í leiknum í gær.“ „Varnarleikurinn var líka góður í fyrri hálfleik og það kom kafli þá sem við unnum 8-0. Síðari hálfleikurinn var ekki í sama gæðaflokki en ég er auðvitað fyrist og fremst ánægður með að hafa unnið Rússa.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur og Dagur litríkir á hliðarlínunni í gær | Myndband Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, fengu eitt stig á mann þegar lið þeirra mættust á heimsmeistaramótinu í Katar í gærkvöldi. 21. janúar 2015 15:30 Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Danir hafa gert tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum á HM. Guðmundur Guðmundsson segir að Danir stefni nú á annað sæti C-riðils. 21. janúar 2015 13:30 Danir slökuðu á í seinni en unnu samt Rússa örugglega Danska landsliðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar vann þriggja marka sigur á Rússlandi, 31-28, í fjórða leik sínum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2015 19:41 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, hóf blaðamannafund sinn á Hilton-hótelinu í Doha á morgun á alvarlegum nótum. Danskir fjölmiðlar fjölluðu í gær um meint ósætti danska landsliðsmannsins Kasper Söndergaard við hlutverk sitt í liðinu eftir uppákomu á æfingu liðsins fyrr í vikunni. Söndergaard var sagður hafa sakað Guðmund um að hafa sýnt sér virðingarleysi en sjálfur sagði leikmaðurinn á Twitter-síðu sinni í gær að það væri alrangt og að hann væri sáttur við hvaða hlutverk sem honum væri úthlutað. „Kasper er einn af tryggustu leikmönnum liðsins. Hann er liðsmaður og ég er leiður vegna þess fréttaflutnings sem átti sér stað í kringum hann,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi sínum í morgun. „Ég skil ekki af hverju það voru sagðar fréttir af ósætti sem ekki er til staðar. Það er erfitt að ætla að svara fyrir það. Hann, ég og liðið allt vorum einbeittir að leiknum í gær,“ bætti hann við en Danir unnu Rússa á HM í Katar í gær. „Ég hef alltaf átt gott samstarf við fjölmiðla en svona lagað hef ég ekki upplifað áður á mínum 25 ára þjálfaraferli. Það er það sem ég hef að segja um þetta mál,“ sagði Guðmundur. Þjálfarinn sagðist ánægður með margt sem hann sá í leik sinna manna gegn Rússum í gær, sér í lagi sóknarleikinn. „Ég hef ekki upplifað áður á stórmótum að mæta svo mörkum varnarafbrigðum á einu og sama mótinu. Við höfum spilað gegn 6-0, 5-1, 3-2-1 og 4-2 vörnum en mér fannst að sóknin hafi leyst sitt vel á stórum köflum í leiknum í gær.“ „Varnarleikurinn var líka góður í fyrri hálfleik og það kom kafli þá sem við unnum 8-0. Síðari hálfleikurinn var ekki í sama gæðaflokki en ég er auðvitað fyrist og fremst ánægður með að hafa unnið Rússa.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur og Dagur litríkir á hliðarlínunni í gær | Myndband Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, fengu eitt stig á mann þegar lið þeirra mættust á heimsmeistaramótinu í Katar í gærkvöldi. 21. janúar 2015 15:30 Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Danir hafa gert tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum á HM. Guðmundur Guðmundsson segir að Danir stefni nú á annað sæti C-riðils. 21. janúar 2015 13:30 Danir slökuðu á í seinni en unnu samt Rússa örugglega Danska landsliðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar vann þriggja marka sigur á Rússlandi, 31-28, í fjórða leik sínum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2015 19:41 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Guðmundur og Dagur litríkir á hliðarlínunni í gær | Myndband Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, fengu eitt stig á mann þegar lið þeirra mættust á heimsmeistaramótinu í Katar í gærkvöldi. 21. janúar 2015 15:30
Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Danir hafa gert tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum á HM. Guðmundur Guðmundsson segir að Danir stefni nú á annað sæti C-riðils. 21. janúar 2015 13:30
Danir slökuðu á í seinni en unnu samt Rússa örugglega Danska landsliðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar vann þriggja marka sigur á Rússlandi, 31-28, í fjórða leik sínum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2015 19:41