Handbolti

Tíu marka maður úr leik hjá Egyptum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar
Mohamed Ramadan í leik með Egyptum á HM.
Mohamed Ramadan í leik með Egyptum á HM. Vísir/AFP
Egyptaland hefur þurft að gera eina breytingu á leikmannahópi sínum, rétt eins og Ísland, fyrir leik liðanna á HM í Katar í dag.

Línumaðurinn Mohamed Ramadan er meiddur á ökkla og getur því ekki spilað meira með liðinu á mótinu. Hann skoraði tíu mörk í leikjunum fjórum til þessa á mótinu.

Ahmed Abdelrahmam hefur deilt línumannsstöðunni með Ramadan til þessa og skorað sex mörk. Það má búast við því að hann verði í byrjunarliði Egypta í dag.

Wisam Nawar hefur verið kallaður inn í hópinn í staðinn fyrir Ramadan og en sá er 1,88 m á hæð og 113 kg.

Leikurinn hefst klukkan 16.00 í dag og verður lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×