Handbolti

Vignir: Þetta var fínt ekki frábært

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar
Vignir Svavarsson
Vignir Svavarsson vísir/eva
„Já bíddu fyrir þér. Manni líður töluvert betur í dag heldur en fyrir tveimur dögum,“ sagði glaðbeittur Vignir Svavarsson eftir sigurinn á Egyptalandi í dag.

„Þetta var fínt, þetta var ekki frábært. Við getum gert betur en það er ágætt að við getum sýnt að við kunnum að spila handbolta.

„Mér leið vel. Við vorum búnir að liggja vel yfir þeim bæði saman og hver og einn. Maður fann að það var virkilega góð stemning í mannskapnum,“ sagði Vignir.

Aron Pálmarsson lék ekki með íslenska liðinu og var Vignir ánægður með innkomu Gunnars Steins Jónssonar sem kom inn fyrir hann í dag.

„Aron er ágætur í handbolta strákurinn en það kemur maður í manns stað. Gunni átti ágætis spretti í dag. Það var kannski pínu óöryggi sem er eðlilegt eftir að hafa ekki spilað í þennan tíma. Ég hef ekki áhyggjur af þessu,“ sagði Vignir sem sagið Egypta ekki hafa komið á óvart með leik sínum.

„Við vissum að þeir yrðu ákveðnir í vörninni og eru með snögga leikmenn sem geta líka skotið fyrir utan. Þetta var eins og við bjuggumst við eiginlega.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×