Krabbameinsleit í afmælisgjöf Helga María Guðmundsdóttir skrifar 26. janúar 2015 08:50 Jafnvel þótt við viljum stundum halda að við séum ódauðleg og finnst óþægilegt fá áminningu um að við séum það ekki, þá er staðreyndin sú að lífið er hverfult og það getur alltaf eitthvað komið upp á, jafnvel fyrir mann sjálfan. Krabbamein er samheiti yfir marga sjúkdóma sem eiga það sameiginlegt að galli verður í þróunarferli frumna vegna stökkbreytingar eða galla. Þetta veldur því að frumurnar fjölga sér stjórnlaust og starfsemi frumnanna verður ekki eins og hún á að vera. Þetta getur gerst í öllum vefjum og líffærum líkamans en eru birtingarmyndir þess mismunandi. Krabbameinin eru kennd við upphafslíffæri en þau geta dreift sér um líkamann (meinvörp).Ristilkrabbamein var þriðja algengasta krabbameinið hjá konum á Íslandi og fjórða algengasta hjá körlum á árunum 2008-2012 samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Krabbamein var næst stærsti flokkur dánarmeina á Íslandi árið 2009, á því sama ári létust 50 manns úr ristilkrabbameini (Hagstofan). Það er alltaf stefna heilbrigðisstarfsmanna að finna leiðir til að minnka líkur á krabbameinum og eru forvarnir mikilvægur hluti þar. Kosturinn við ristilkrabbamein er sá að það er yfirleitt læknanlegur sjúkdómur EF hann greinist nógu snemma. En það getur liðið langur tími frá því að fólk finnur fyrir breytingum í hægðamynstri þar til það leitar til læknis. Í dag er í boði að fara í skimun fyrir ristilkrabbameini og forstigi þess. Blóð í hægðum getur verið eitt einkenni um ristilkrabbamein. Hægt er að athuga með einföldu prófi hvort að blóð finnist í hægðum, en það getur einnig stafað af öðrum orsökum og því er möguleiki á ristilspeglun til frekari greiningar. Þar er farið með speglunartæki inn um endaþarminn og þrætt upp ristilinn og slímhúðin skoðuð þannig. Stundum eru tekin vefjasýni og gerðar vefjarannsóknir ef vísbendingar eru um breytingar á slímhúð. Með þessu er hægt að sjá og greina ristilkrabbamein á öllum stigum þess. Á fyrsta stigi ristilkrabbameins koma ekki alltaf fram einkenni sem gefa til kynna hversu mikilvæg skimunin er. En önnur almenn einkenni geta verið þreyta, magnleysi og þyngdartap. Mælt er með því að allir einstaklingar fimmtugir eða eldri eigi að fara reglulega í skimun fyrir ristilkrabbameini þrátt fyrir því að vera einkennalausir. Með því að fara reglulega í skimun er möguleiki á því að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins en það fer algerlega eftir okkur sjálfum. Ég tel því mjög sniðugt að gefa sjálfum sér ristilspeglun í fimmtugsafmælisgjöf þar sem það er ein besta gjöf sem þú getur gefið þér. Tökum ábyrgð á okkar eigin heilsu og förum í skimun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Jafnvel þótt við viljum stundum halda að við séum ódauðleg og finnst óþægilegt fá áminningu um að við séum það ekki, þá er staðreyndin sú að lífið er hverfult og það getur alltaf eitthvað komið upp á, jafnvel fyrir mann sjálfan. Krabbamein er samheiti yfir marga sjúkdóma sem eiga það sameiginlegt að galli verður í þróunarferli frumna vegna stökkbreytingar eða galla. Þetta veldur því að frumurnar fjölga sér stjórnlaust og starfsemi frumnanna verður ekki eins og hún á að vera. Þetta getur gerst í öllum vefjum og líffærum líkamans en eru birtingarmyndir þess mismunandi. Krabbameinin eru kennd við upphafslíffæri en þau geta dreift sér um líkamann (meinvörp).Ristilkrabbamein var þriðja algengasta krabbameinið hjá konum á Íslandi og fjórða algengasta hjá körlum á árunum 2008-2012 samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Krabbamein var næst stærsti flokkur dánarmeina á Íslandi árið 2009, á því sama ári létust 50 manns úr ristilkrabbameini (Hagstofan). Það er alltaf stefna heilbrigðisstarfsmanna að finna leiðir til að minnka líkur á krabbameinum og eru forvarnir mikilvægur hluti þar. Kosturinn við ristilkrabbamein er sá að það er yfirleitt læknanlegur sjúkdómur EF hann greinist nógu snemma. En það getur liðið langur tími frá því að fólk finnur fyrir breytingum í hægðamynstri þar til það leitar til læknis. Í dag er í boði að fara í skimun fyrir ristilkrabbameini og forstigi þess. Blóð í hægðum getur verið eitt einkenni um ristilkrabbamein. Hægt er að athuga með einföldu prófi hvort að blóð finnist í hægðum, en það getur einnig stafað af öðrum orsökum og því er möguleiki á ristilspeglun til frekari greiningar. Þar er farið með speglunartæki inn um endaþarminn og þrætt upp ristilinn og slímhúðin skoðuð þannig. Stundum eru tekin vefjasýni og gerðar vefjarannsóknir ef vísbendingar eru um breytingar á slímhúð. Með þessu er hægt að sjá og greina ristilkrabbamein á öllum stigum þess. Á fyrsta stigi ristilkrabbameins koma ekki alltaf fram einkenni sem gefa til kynna hversu mikilvæg skimunin er. En önnur almenn einkenni geta verið þreyta, magnleysi og þyngdartap. Mælt er með því að allir einstaklingar fimmtugir eða eldri eigi að fara reglulega í skimun fyrir ristilkrabbameini þrátt fyrir því að vera einkennalausir. Með því að fara reglulega í skimun er möguleiki á því að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins en það fer algerlega eftir okkur sjálfum. Ég tel því mjög sniðugt að gefa sjálfum sér ristilspeglun í fimmtugsafmælisgjöf þar sem það er ein besta gjöf sem þú getur gefið þér. Tökum ábyrgð á okkar eigin heilsu og förum í skimun.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun