Krabbameinsleit í afmælisgjöf Helga María Guðmundsdóttir skrifar 26. janúar 2015 08:50 Jafnvel þótt við viljum stundum halda að við séum ódauðleg og finnst óþægilegt fá áminningu um að við séum það ekki, þá er staðreyndin sú að lífið er hverfult og það getur alltaf eitthvað komið upp á, jafnvel fyrir mann sjálfan. Krabbamein er samheiti yfir marga sjúkdóma sem eiga það sameiginlegt að galli verður í þróunarferli frumna vegna stökkbreytingar eða galla. Þetta veldur því að frumurnar fjölga sér stjórnlaust og starfsemi frumnanna verður ekki eins og hún á að vera. Þetta getur gerst í öllum vefjum og líffærum líkamans en eru birtingarmyndir þess mismunandi. Krabbameinin eru kennd við upphafslíffæri en þau geta dreift sér um líkamann (meinvörp).Ristilkrabbamein var þriðja algengasta krabbameinið hjá konum á Íslandi og fjórða algengasta hjá körlum á árunum 2008-2012 samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Krabbamein var næst stærsti flokkur dánarmeina á Íslandi árið 2009, á því sama ári létust 50 manns úr ristilkrabbameini (Hagstofan). Það er alltaf stefna heilbrigðisstarfsmanna að finna leiðir til að minnka líkur á krabbameinum og eru forvarnir mikilvægur hluti þar. Kosturinn við ristilkrabbamein er sá að það er yfirleitt læknanlegur sjúkdómur EF hann greinist nógu snemma. En það getur liðið langur tími frá því að fólk finnur fyrir breytingum í hægðamynstri þar til það leitar til læknis. Í dag er í boði að fara í skimun fyrir ristilkrabbameini og forstigi þess. Blóð í hægðum getur verið eitt einkenni um ristilkrabbamein. Hægt er að athuga með einföldu prófi hvort að blóð finnist í hægðum, en það getur einnig stafað af öðrum orsökum og því er möguleiki á ristilspeglun til frekari greiningar. Þar er farið með speglunartæki inn um endaþarminn og þrætt upp ristilinn og slímhúðin skoðuð þannig. Stundum eru tekin vefjasýni og gerðar vefjarannsóknir ef vísbendingar eru um breytingar á slímhúð. Með þessu er hægt að sjá og greina ristilkrabbamein á öllum stigum þess. Á fyrsta stigi ristilkrabbameins koma ekki alltaf fram einkenni sem gefa til kynna hversu mikilvæg skimunin er. En önnur almenn einkenni geta verið þreyta, magnleysi og þyngdartap. Mælt er með því að allir einstaklingar fimmtugir eða eldri eigi að fara reglulega í skimun fyrir ristilkrabbameini þrátt fyrir því að vera einkennalausir. Með því að fara reglulega í skimun er möguleiki á því að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins en það fer algerlega eftir okkur sjálfum. Ég tel því mjög sniðugt að gefa sjálfum sér ristilspeglun í fimmtugsafmælisgjöf þar sem það er ein besta gjöf sem þú getur gefið þér. Tökum ábyrgð á okkar eigin heilsu og förum í skimun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Jafnvel þótt við viljum stundum halda að við séum ódauðleg og finnst óþægilegt fá áminningu um að við séum það ekki, þá er staðreyndin sú að lífið er hverfult og það getur alltaf eitthvað komið upp á, jafnvel fyrir mann sjálfan. Krabbamein er samheiti yfir marga sjúkdóma sem eiga það sameiginlegt að galli verður í þróunarferli frumna vegna stökkbreytingar eða galla. Þetta veldur því að frumurnar fjölga sér stjórnlaust og starfsemi frumnanna verður ekki eins og hún á að vera. Þetta getur gerst í öllum vefjum og líffærum líkamans en eru birtingarmyndir þess mismunandi. Krabbameinin eru kennd við upphafslíffæri en þau geta dreift sér um líkamann (meinvörp).Ristilkrabbamein var þriðja algengasta krabbameinið hjá konum á Íslandi og fjórða algengasta hjá körlum á árunum 2008-2012 samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Krabbamein var næst stærsti flokkur dánarmeina á Íslandi árið 2009, á því sama ári létust 50 manns úr ristilkrabbameini (Hagstofan). Það er alltaf stefna heilbrigðisstarfsmanna að finna leiðir til að minnka líkur á krabbameinum og eru forvarnir mikilvægur hluti þar. Kosturinn við ristilkrabbamein er sá að það er yfirleitt læknanlegur sjúkdómur EF hann greinist nógu snemma. En það getur liðið langur tími frá því að fólk finnur fyrir breytingum í hægðamynstri þar til það leitar til læknis. Í dag er í boði að fara í skimun fyrir ristilkrabbameini og forstigi þess. Blóð í hægðum getur verið eitt einkenni um ristilkrabbamein. Hægt er að athuga með einföldu prófi hvort að blóð finnist í hægðum, en það getur einnig stafað af öðrum orsökum og því er möguleiki á ristilspeglun til frekari greiningar. Þar er farið með speglunartæki inn um endaþarminn og þrætt upp ristilinn og slímhúðin skoðuð þannig. Stundum eru tekin vefjasýni og gerðar vefjarannsóknir ef vísbendingar eru um breytingar á slímhúð. Með þessu er hægt að sjá og greina ristilkrabbamein á öllum stigum þess. Á fyrsta stigi ristilkrabbameins koma ekki alltaf fram einkenni sem gefa til kynna hversu mikilvæg skimunin er. En önnur almenn einkenni geta verið þreyta, magnleysi og þyngdartap. Mælt er með því að allir einstaklingar fimmtugir eða eldri eigi að fara reglulega í skimun fyrir ristilkrabbameini þrátt fyrir því að vera einkennalausir. Með því að fara reglulega í skimun er möguleiki á því að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins en það fer algerlega eftir okkur sjálfum. Ég tel því mjög sniðugt að gefa sjálfum sér ristilspeglun í fimmtugsafmælisgjöf þar sem það er ein besta gjöf sem þú getur gefið þér. Tökum ábyrgð á okkar eigin heilsu og förum í skimun.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun