Kaupir kælibúnað og flutningakerfi í þrjú ný skip Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2015 12:20 Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans / 3X Technology, Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda og Albert Högnason, þróunarstjóri Skagans / 3X Technology við undirskrift samninga. Samningar hafa verið undirritaðir á milli HB Granda og Skagans á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði um nýjan og byltingarkenndan vinnslu- og lestarbúnað í Engey RE, Akurey AK og Viðey RE, nýja ísfisktogara félagsins sem verða smíðaðir á næstu misserum. Samningarnir byggja á þróunarsamstarfi HB Granda við félögin á undanförnum árum. Samningarnir eru tveir, annars vegar um búnað á vinnsludekki og hins vegar um sjálfvirkt flutningakerfi á körum. Verðmæti samningana er um 1.190 milljónir króna að því er segir í tilkynningu frá HB Granda. Þar kemur fram að samningarnir byggi á ítarlegum rannsóknum, hönnun og þróun búnaðar á vinnsludekki og í lest með það að markmiði að auka verulega nýtingu og gæði fisks, ásamt því að lágmarka kostnað og bæta vinnuaðstöðu sjómanna. Búnaður á vinnsludekki sé jafnframt hannaður þannig að sérstök áhersla er lögð á aðstöðu til nýtingar slógs, lifrar og hrogna.Búnaður á vinnsludekki Búnaður á vinnsludekki er byggður á nýsköpun og þróun Skagans á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði í góðu samstarfi við iðnaðinn og rannsóknaraðila s.s. Matís og Iceprotein á Sauðárkróki. Helstu eiginleikar búnaðar á vinnsludekki eru: • Afkastamikil blóðgunar- og slægingarlína sem tryggir bætta meðhöndlun fisks. • Myndgreiningartækni sem tegundagreinir og stærðarflokkar fisk með sjálfvirkum hætti • Tveggja þrepa Rotex blæðingarferli sem tryggir rétta blæðingu og eykur gæði. • Tveggja þrepa Rotex kæliferli sem hægir á dauðastirðnun mun tryggja betri og lengri ferskleika. • Sjálfvirk stærðarflokkun og Rotex kæliferli fyrir karfa. • Meðhöndlun og kæling á hrognum, lifur og slógi verður framkvæmd í Rotex kæliferlinu. • Röðun og frágangur fisksins í kör mun fara fram á vinnsludekki. „Búnaður á vinnsludekkinu byggir á áframhaldandi þróun á Rotex blæðingu og Rotex kælingu sem nú þegar er í flestum skipum flotans. Rotex tæknin tryggir einsleita og rétta meðhöndlun.“ segir Albert Högnason vöruþróunarstjóri hjá 3X Technologies.Sjálfvirkt flutningakerfi kara Nýtt og byltingarkennt sjálfvirkt flutningakerfi kara mun gjörbreyta meðhöndlun afla og bæta aðbúnað og vinnulag sjómanna. Lausnin er samstarfs- og þróunarverkefni fyrirtækjanna og er útfærð með tæknimönnum HB Granda og Nautic, hönnuðar skipanna. Helstu kostir flutningakerfisins eru: • Mannlaust lestarkerfi • Sjálfvirkur flutningur tómra kara upp úr lest skipsins. • Röðun og frágangur fisks mun fara fram á vinnsludekki. • Karastöflun og flutningur frá vinnsludekki niður í lest verður sjálfvirkur. • Lagerkerfi í lest verður sjálfvirkt. • Lestun og losun skipsins verður sjálfvirk. Í kjölfar samningsins mun þegar hefjast smíði á frumgerð flutningakerfisins og mun tíminn fram að afhendingu fyrsta togarans nýttur í að reyna kerfið í aðstöðu Skagans á Akranesi. Fyrsti ísfisktogarinn, Engey RE, er væntanlegur til landsins síðla sumars 2016. „Að HB Grandi velji okkar metnaðarfullu og um margt byltingarkenndu lausnir í ný skip sín er mikil viðurkenning á nýsköpun og þróunarstarfi okkar á síðustu misserum. Við höfum í gegnum tíðina átt farsæl samskipti við starfsfólk HB Granda, m.a. í okkar þróunarvinnu. Það farsæla samstarf er staðfest með þessum samningi. Við erum að gera eitthvað rétt,“ segir Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans / 3X Technology. „Undirbúningur þessa verkefnis var unninn af stýrihópi HB Granda á mjög faglegan og farsælan hátt. Árangurinn skilar sér í þessum samningum og er í takt við metnaðarfulla endurnýjun flota okkar. Aukin gæði, lægri rekstrarkostnaður og umfram allt bætt vinnuaðstaða og aðbúnaður sjómanna eru okkar leiðarljós við smíði nýju skipanna,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Samningar hafa verið undirritaðir á milli HB Granda og Skagans á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði um nýjan og byltingarkenndan vinnslu- og lestarbúnað í Engey RE, Akurey AK og Viðey RE, nýja ísfisktogara félagsins sem verða smíðaðir á næstu misserum. Samningarnir byggja á þróunarsamstarfi HB Granda við félögin á undanförnum árum. Samningarnir eru tveir, annars vegar um búnað á vinnsludekki og hins vegar um sjálfvirkt flutningakerfi á körum. Verðmæti samningana er um 1.190 milljónir króna að því er segir í tilkynningu frá HB Granda. Þar kemur fram að samningarnir byggi á ítarlegum rannsóknum, hönnun og þróun búnaðar á vinnsludekki og í lest með það að markmiði að auka verulega nýtingu og gæði fisks, ásamt því að lágmarka kostnað og bæta vinnuaðstöðu sjómanna. Búnaður á vinnsludekki sé jafnframt hannaður þannig að sérstök áhersla er lögð á aðstöðu til nýtingar slógs, lifrar og hrogna.Búnaður á vinnsludekki Búnaður á vinnsludekki er byggður á nýsköpun og þróun Skagans á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði í góðu samstarfi við iðnaðinn og rannsóknaraðila s.s. Matís og Iceprotein á Sauðárkróki. Helstu eiginleikar búnaðar á vinnsludekki eru: • Afkastamikil blóðgunar- og slægingarlína sem tryggir bætta meðhöndlun fisks. • Myndgreiningartækni sem tegundagreinir og stærðarflokkar fisk með sjálfvirkum hætti • Tveggja þrepa Rotex blæðingarferli sem tryggir rétta blæðingu og eykur gæði. • Tveggja þrepa Rotex kæliferli sem hægir á dauðastirðnun mun tryggja betri og lengri ferskleika. • Sjálfvirk stærðarflokkun og Rotex kæliferli fyrir karfa. • Meðhöndlun og kæling á hrognum, lifur og slógi verður framkvæmd í Rotex kæliferlinu. • Röðun og frágangur fisksins í kör mun fara fram á vinnsludekki. „Búnaður á vinnsludekkinu byggir á áframhaldandi þróun á Rotex blæðingu og Rotex kælingu sem nú þegar er í flestum skipum flotans. Rotex tæknin tryggir einsleita og rétta meðhöndlun.“ segir Albert Högnason vöruþróunarstjóri hjá 3X Technologies.Sjálfvirkt flutningakerfi kara Nýtt og byltingarkennt sjálfvirkt flutningakerfi kara mun gjörbreyta meðhöndlun afla og bæta aðbúnað og vinnulag sjómanna. Lausnin er samstarfs- og þróunarverkefni fyrirtækjanna og er útfærð með tæknimönnum HB Granda og Nautic, hönnuðar skipanna. Helstu kostir flutningakerfisins eru: • Mannlaust lestarkerfi • Sjálfvirkur flutningur tómra kara upp úr lest skipsins. • Röðun og frágangur fisks mun fara fram á vinnsludekki. • Karastöflun og flutningur frá vinnsludekki niður í lest verður sjálfvirkur. • Lagerkerfi í lest verður sjálfvirkt. • Lestun og losun skipsins verður sjálfvirk. Í kjölfar samningsins mun þegar hefjast smíði á frumgerð flutningakerfisins og mun tíminn fram að afhendingu fyrsta togarans nýttur í að reyna kerfið í aðstöðu Skagans á Akranesi. Fyrsti ísfisktogarinn, Engey RE, er væntanlegur til landsins síðla sumars 2016. „Að HB Grandi velji okkar metnaðarfullu og um margt byltingarkenndu lausnir í ný skip sín er mikil viðurkenning á nýsköpun og þróunarstarfi okkar á síðustu misserum. Við höfum í gegnum tíðina átt farsæl samskipti við starfsfólk HB Granda, m.a. í okkar þróunarvinnu. Það farsæla samstarf er staðfest með þessum samningi. Við erum að gera eitthvað rétt,“ segir Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans / 3X Technology. „Undirbúningur þessa verkefnis var unninn af stýrihópi HB Granda á mjög faglegan og farsælan hátt. Árangurinn skilar sér í þessum samningum og er í takt við metnaðarfulla endurnýjun flota okkar. Aukin gæði, lægri rekstrarkostnaður og umfram allt bætt vinnuaðstaða og aðbúnaður sjómanna eru okkar leiðarljós við smíði nýju skipanna,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira