Eimskip gerir breytingar á siglingakerfi félagsins Stefán Árni Pálsson skrifar 26. janúar 2015 18:22 Fréttablaðið/GVA Eimskip hefur ákveðið að sameina grænu og rauðu leiðirnar í siglingakerfi félagsins frá og með miðjum febrúar en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Græna leiðin hefur þjónað flutningum á milli Íslands og Norður-Ameríku með viðkomu í Sortland í Noregi og hafa gámar með uppruna í Evrópu og Skandinavíu náð tengingu við grænu leiðina með umskipun í Reykjavík. Rauða leiðin hefur hins vegar þjónað siglingum á milli Íslands og Evrópu ásamt því að sinna strandsiglingum á Íslandi. Með sameiningu þessara tveggja leiða skapast grundvöllur fyrir aukinn áreiðanleika þjónustunnar við flutninga á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Í tilkynningunni segir að sameinuð leið mun bera nafn grænu leiðarinnar og eftir sem áður munu þrjú gámaskip sinna þessari nýju leið. Munu þau sigla óslitið á milli Evrópu og Norður-Ameríku með viðkomu í að minnsta kosti þremur höfnum á Íslandi fyrir íslenska inn- og útflytjendur. Viðkomuhafnir á grænu leiðinni verða áfram þær sömu og á eldri leiðum, en með breytingunni næst samfelld þjónusta á milli Evrópu og Norður-Ameríku og ekki þarf að umhlaða gámum í Reykjavík eins og áður.Siglingarleiðir Eimskips.mynd/eimskipBreytingin á að styrkja einnig enn frekar sölu á flutningum á milli Norður-Ameríku og Evrópu og tryggir betur áreiðanleika þjónustunnar þar sem tengingar á milli mismunandi leiða félagsins hafa ekki alltaf náðst, ekki síst vegna slæms veðurfars. Með breytingunni eykst tíðni ferða á milli Evrópu og Norður-Ameríku um allt að fimm ferðir á ári. „Það er ánægjulegt að geta boðið upp á aukna tíðni ferða og samfellda þjónustu á milli Evrópu og Norður-Ameríku þar sem flutningsmagn hefur verið að aukast til og frá Bandaríkjunum og Nýfundnalandi. Með breytingunni komum við einnig betur til móts við þarfir viðskiptavina okkar um óslitna flutningakeðju,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjór. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Eimskip hefur ákveðið að sameina grænu og rauðu leiðirnar í siglingakerfi félagsins frá og með miðjum febrúar en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Græna leiðin hefur þjónað flutningum á milli Íslands og Norður-Ameríku með viðkomu í Sortland í Noregi og hafa gámar með uppruna í Evrópu og Skandinavíu náð tengingu við grænu leiðina með umskipun í Reykjavík. Rauða leiðin hefur hins vegar þjónað siglingum á milli Íslands og Evrópu ásamt því að sinna strandsiglingum á Íslandi. Með sameiningu þessara tveggja leiða skapast grundvöllur fyrir aukinn áreiðanleika þjónustunnar við flutninga á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Í tilkynningunni segir að sameinuð leið mun bera nafn grænu leiðarinnar og eftir sem áður munu þrjú gámaskip sinna þessari nýju leið. Munu þau sigla óslitið á milli Evrópu og Norður-Ameríku með viðkomu í að minnsta kosti þremur höfnum á Íslandi fyrir íslenska inn- og útflytjendur. Viðkomuhafnir á grænu leiðinni verða áfram þær sömu og á eldri leiðum, en með breytingunni næst samfelld þjónusta á milli Evrópu og Norður-Ameríku og ekki þarf að umhlaða gámum í Reykjavík eins og áður.Siglingarleiðir Eimskips.mynd/eimskipBreytingin á að styrkja einnig enn frekar sölu á flutningum á milli Norður-Ameríku og Evrópu og tryggir betur áreiðanleika þjónustunnar þar sem tengingar á milli mismunandi leiða félagsins hafa ekki alltaf náðst, ekki síst vegna slæms veðurfars. Með breytingunni eykst tíðni ferða á milli Evrópu og Norður-Ameríku um allt að fimm ferðir á ári. „Það er ánægjulegt að geta boðið upp á aukna tíðni ferða og samfellda þjónustu á milli Evrópu og Norður-Ameríku þar sem flutningsmagn hefur verið að aukast til og frá Bandaríkjunum og Nýfundnalandi. Með breytingunni komum við einnig betur til móts við þarfir viðskiptavina okkar um óslitna flutningakeðju,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjór.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira