Golf

Íslandsmótið í golfi fer fram á Garðavelli á Akranesi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs unnu Íslandsmótið í fyrra.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs unnu Íslandsmótið í fyrra. Mynd/GSÍmyndir.net

Golfsamband Íslands hefur nú birt mótaskrá sína fyrir sumarið 2015 en Íslandsmótið í höggleik fer fram á Akranesi í fyrsta sinn í ellefu ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá GSÍ.

Eimskipsmótaröðin hefst 23. maí á Hólmsvelli í Leiru. Næst er ferðinni svo heitið til Vestmannaeyja en þar verður leikið dagana 29. til 31. maí. Hlíðavöllur kemur nýr inn á mótaröð þeirra bestu en þriðja mót sumarsins verður í umsjá Golfklúbbs Mosfellsbæjar dagana 12. til 14. júní.

Íslandsmótið í holukeppni fer fram 19.til 21. júní en að þessu sinni er leikið á Jaðarsvelli og í umsjá Golfklúbbs Akureyrar.

Sjálft Íslandsmótið í golfi hefst svo 23. júlí á Garðavelli Akranesi en síðast var mótið leikið þar árið 2004. Golfklúbburinn Leynir fagnar í ár 50 ára afmæli sínu en klúbburinn var stofnaður 15. mars 1965.

Lokamót Eimskipsmótaraðarinnar verður svo leikið á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi dagana 22.til 23. ágúst.
 
Á Íslandsbankamótaröðinni eru sex mót líkt og í fyrra en það fyrsta hefst 23. maí á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni.

Líkt og í fyrra leikur flokkur 17 til 18 ára 54 holur en nú verða öll mótin leikin með því fyrirkomulagi að undanskildu Íslandsmótinu í holukeppni, en þetta er gert vegna reglna um heimslista áhugamanna.

Keppendur í þessum flokki munu því hefja leik degi fyrr en aðrir keppendur.

Áskorendamótaröð Íslandsbanka hefst 23. maí á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar,Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.