Handbolti

Guðjón Valur: Þægilegt að segja að við vildum þetta ekki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar
Vísir/Eva Björk
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var ánægður með framlag samherja sinna í íslenska landsliðinu á HM í handbolta eins og fram kom í Fréttablaðinu í morgun.

Sjá einnig: Guðjón Valur: Ég ætla ekki að vera með neina niðurrifsstarfsemi

„Við vorum einfaldlega að spila við betra lið að þessu sinni. Það er þægilegt að segja að við vildum þetta ekki en það er bara svo langur vegur þar frá,“ sagði Guðjón Valur enn fremur við ofanritaðan eftir tapleikinn gegn Danmörku í gær.

„Ég vil að það komi fram að ég er ánægður með strákana og er stoltur af þeim. En auðvitað vildum við meira.“

Hann segist ekki geta gert á einstök mistök sem hafi verið gerð á mótinu af hálfu íslenska liðsins.

Sjá einnig: Áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum

„Við vorum að elta í dag [í gær] og komumst aldrei inn í leikinn eins og við vildum. Það eru nokkrir leikir sem við byrjum seint og illa. En mér fannst vörnin standa heilt yfir vel í þessu móti og ég er 70-80 prósent ánægður með hana. Bjöggi var svo flottur í markinu.“

„Yfirleitt hefur þetta verið öfugt. Ef við horfum blákalt á málin þá erum við ekki á meðal fimm eða átta bestu liða heimsins í dag. En mikið rosalega vona ég að við komumst þangað aftur.“

„Ég hef trú á að við getum það. Það þarf rosalega mikið að gang upp til að það gerist en ég tel að við getum það.“


Tengdar fréttir

Kristján Ara: Íslensku leikmennirnir voru hræddir

Kristján Arason og Guðjón Guðmundsson fóru yfir leik Íslands og Danmerkur í HM-kvöldinu hjá Herði Magnússyni í gær en danska landsliðið sendi þá það íslenska heim af heimsmeistaramótinu í Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×