„Erum að borga Tyrkjum, Búlgörum og Bandaríkjamönnum fyrir að skríða í leðju“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. janúar 2015 12:39 Pawel Bartoszek bendir á að framlög Íslands til varnarmála árið 2013 hafi verið 450 milljónir króna og voru framlögin til NATO tveir þriðju af því. Vísir/Vilhelm/AFP „Vera okkar í NATO felur í sér að við erum að borga Tyrkjum, Búlgörum og Bandaríkjamönnum fyrir að skríða í leðju svo við sjálf þurfum ekki að gera það," segir Pawel Bartoszek í pistli sínum um NATO-aðild Íslendinga. Í pistlinum fer Pawel yfir kosti þess að vera í NATO. Hann segir að það sé ekki óhugsandi að tekist verði á um veru Íslendinga í bandalaginu á þingi og telur að það sé meiri ástríða í hópi þeirra sem vilji ganga úr NATO en hinna sem vilja að Ísland verði áfram aðildarríki.Mun lægri útgjöld til hernaðarmála Pawel bendir á að framlög Íslands til varnarmála árið 2013 hafi verið 450 milljónir króna og voru framlögin til NATO tveir þriðju af því. „Þetta gerir um 1.500 kr. á mann á ári. Þetta eru hlægilega lágar tölur samanborið við varnarmálaútgjöld flestra nágrannaríkja okkar sem gjarnan þurfa að eyða 10-20 sinnum meira á haus í sínar varnir. Og þau ríki sleppa ekki við að þurfa að senda fólk sitt í herinn, að minnsta kosti endrum og eins.“ Hann heldur áfram: „Vera okkar í NATO felur í sér að við erum að borga Tyrkjum, Búlgörum og Bandaríkjamönnum fyrir að skríða í leðju svo við sjálf þurfum ekki að gera það. Í dæmisögunni að ofan fáum við sem sagt að sleppa við að fara í herinn fyrir 1.500 kr. á ári. Hvort okkur sé yfirhöfuð siðferðislega stætt á því að borga öðrum fyrir að leggja líf sitt í hættu til að tryggja okkar öryggi er vissulega áleitin siðferðisleg spurning. En eitt er víst: Dýrt er þetta nú ekki.“Íslenskur veruleiki annar en úti í heimi Í pistli sínum kemur Pawel einnig inn á íslenskan veruleika og bendir á að víðast hvar annarsstaðar í heiminum ríki herskylda. „Ímyndum okkur eftirfarandi senu: Bjallan hringir. Fyrir utan standa tveir einkennisklæddir menn. Þeir spyrja hvort við séum við. Við erum við. Þeir segja: „Þú hefur verið kvaddur í herinn. Þú hefur viku til að ganga frá þínum málum. Svo ætlum við að biðja þig um að mæta upp á Ásbrú. Þjálfunin mun fara fram þar.“ Hann heldur áfram með dæmið: „Við segjum: „Bíddu, bíddu, bíddu. Nei, nei. Það gengur ekki. Ég er með plön og svoleiðis. Ég var á leiðinni til útlanda. Má þetta?” Þeir segja: „Já, þú veist hvernig ástandið er í heiminum. Við þurfum að vera í viðbragðsstöðu. Það var haldinn dráttur og nafn þitt kom upp. Engar áhyggjur, þú færð borgað og allt. Og getur farið heim eftir hvern dag. Nema að þú viljir gista uppi á velli. Þá er það líka í boði.“ Pawel segir mikilvægt að huga að varnarmálum, þó svo að mikill friður ríki í heiminum. En segir að það megi ekki sofna á verðinum. „Það breytir því samt ekki að heimurinn er ekki skemmtigarður og stundum er ráðist á ríki. Sem betur fer er ástandið þannig nú að flestar innrásarsviðsmyndir þar sem Ísland kemur við sögu fá þann sem setur þær fram til að líta út eins og ofsóknarbrjálæðing. En hlutir geta breyst hratt. Það er ekki góð hugmynd að bíða með að fá sér brunatryggingu þangað til kviknað er í húsinu við hliðina.“ Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
„Vera okkar í NATO felur í sér að við erum að borga Tyrkjum, Búlgörum og Bandaríkjamönnum fyrir að skríða í leðju svo við sjálf þurfum ekki að gera það," segir Pawel Bartoszek í pistli sínum um NATO-aðild Íslendinga. Í pistlinum fer Pawel yfir kosti þess að vera í NATO. Hann segir að það sé ekki óhugsandi að tekist verði á um veru Íslendinga í bandalaginu á þingi og telur að það sé meiri ástríða í hópi þeirra sem vilji ganga úr NATO en hinna sem vilja að Ísland verði áfram aðildarríki.Mun lægri útgjöld til hernaðarmála Pawel bendir á að framlög Íslands til varnarmála árið 2013 hafi verið 450 milljónir króna og voru framlögin til NATO tveir þriðju af því. „Þetta gerir um 1.500 kr. á mann á ári. Þetta eru hlægilega lágar tölur samanborið við varnarmálaútgjöld flestra nágrannaríkja okkar sem gjarnan þurfa að eyða 10-20 sinnum meira á haus í sínar varnir. Og þau ríki sleppa ekki við að þurfa að senda fólk sitt í herinn, að minnsta kosti endrum og eins.“ Hann heldur áfram: „Vera okkar í NATO felur í sér að við erum að borga Tyrkjum, Búlgörum og Bandaríkjamönnum fyrir að skríða í leðju svo við sjálf þurfum ekki að gera það. Í dæmisögunni að ofan fáum við sem sagt að sleppa við að fara í herinn fyrir 1.500 kr. á ári. Hvort okkur sé yfirhöfuð siðferðislega stætt á því að borga öðrum fyrir að leggja líf sitt í hættu til að tryggja okkar öryggi er vissulega áleitin siðferðisleg spurning. En eitt er víst: Dýrt er þetta nú ekki.“Íslenskur veruleiki annar en úti í heimi Í pistli sínum kemur Pawel einnig inn á íslenskan veruleika og bendir á að víðast hvar annarsstaðar í heiminum ríki herskylda. „Ímyndum okkur eftirfarandi senu: Bjallan hringir. Fyrir utan standa tveir einkennisklæddir menn. Þeir spyrja hvort við séum við. Við erum við. Þeir segja: „Þú hefur verið kvaddur í herinn. Þú hefur viku til að ganga frá þínum málum. Svo ætlum við að biðja þig um að mæta upp á Ásbrú. Þjálfunin mun fara fram þar.“ Hann heldur áfram með dæmið: „Við segjum: „Bíddu, bíddu, bíddu. Nei, nei. Það gengur ekki. Ég er með plön og svoleiðis. Ég var á leiðinni til útlanda. Má þetta?” Þeir segja: „Já, þú veist hvernig ástandið er í heiminum. Við þurfum að vera í viðbragðsstöðu. Það var haldinn dráttur og nafn þitt kom upp. Engar áhyggjur, þú færð borgað og allt. Og getur farið heim eftir hvern dag. Nema að þú viljir gista uppi á velli. Þá er það líka í boði.“ Pawel segir mikilvægt að huga að varnarmálum, þó svo að mikill friður ríki í heiminum. En segir að það megi ekki sofna á verðinum. „Það breytir því samt ekki að heimurinn er ekki skemmtigarður og stundum er ráðist á ríki. Sem betur fer er ástandið þannig nú að flestar innrásarsviðsmyndir þar sem Ísland kemur við sögu fá þann sem setur þær fram til að líta út eins og ofsóknarbrjálæðing. En hlutir geta breyst hratt. Það er ekki góð hugmynd að bíða með að fá sér brunatryggingu þangað til kviknað er í húsinu við hliðina.“
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira