Viðskipti innlent

Markaðurinn í dag: Of flókið kerfi

Flækjustigið í skattkerfinu er enn of hátt, segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Hann segir ekki einfalt að gera grundvallarbreytingar á þriggja þrepa skattkerfi en það er einmitt það sem hann vill gera. Hann vill líka gera breytingar á tollkerfinu í þágu íslenskrar verslunar og halda áfram breytingum á virðisaukaskattskerfinu. Þetta sagði Bjarni á skattadegi Deloitte sem haldinn var í gær. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Deloitte, gagnrýnir aftur á móti stjórnvöld fyrir skort á aðhaldi í ríkisfjármálum.

Í Markaðnum er líka fjallað um uppbyggingu á Glerártorgi á Akureyri. Kostnaður við verkið verður um 100 milljónir króna. Þá er fjallað um kaup Valitors á dönsku félagi sem markar ákveðin tímamót í þrjátíu ára sögu félagsins.

Stjórnarmaðurinn og Skjóðan eru á sínum stað. Solla á Gló segir frá ömmuhlutverkinu, sem hún tekur mjög alvarlega. Einar Sveinn Ólafsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins, skrifar um þörfina á uppbyggingu raforku á Vestfjörðum og Björg Ágústsdóttir segir fá því hvernig á að græða með verkefnastjórnun. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×