Kretzschmar: Ísland kemst ekki í undanúrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2015 14:00 Stefan Kretzschmar við hlið Heiner Brand. Vísir/Getty Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands í handbolta, er einn fremsti sérfræðingur landsins um íþróttina og áberandi í umfjöllun þýskra fjölmiðla um handbolta. Hann er nú staddur hér í Katar á HM í handbolta og tók Vísir hann tali, bæði um aðkomu Dags Sigurðssonar að þýska landsliðinu og möguleika íslenska landsliðsins í keppninni sem er fram undan. Kretzschmar segir að það séu hófstilltar væntingar gagnvart þýska liðinu sem hefur gengið í gegnum lægð undanfarin ár. „Við erum í fyrsta lagi bara ánægð með að vera komin hingað. Við komumst ekki á mótið með hefðbundnum leiðum,“ sagði Kretzchmar í samtali við Vísi. Hann sagði að Dagur hafi haft góð áhrif á þýska landsliðið. „Þegar undirbúningsleikirnir fjórir eru skoðaðir, og líka leikir liðsins í undankeppni EM í haust sér maður að þetta er lið sem er komið með nýtt andlit.“ „Liðið er farið að spila betri vörn - betri en nokkru sinni fyrr. Boltinn gengur svo hratt í sókninni og liðið er að spila álitlegan handbolta. Æfingaleikirnir gegn Íslandi voru til að mynda góðir,“ segir hann og á þar við æfingaleikina í Laugardalshöll. „Þess vegna getur maður leyft sér að vera nokkuð ánægður eins og málin standa núna. En þú veist hvernig þetta er - núna byrjar mótið og þá verða spilin stokkuð upp á nýtt.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins.Vísir/ErnirÞýskaland og Pólland eigast við í fyrstu umferð riðlakeppninnar í dag en þessi lið mættust einnig í undankeppni HM 2015, þar sem Pólverjar höfðu betur. Þýskaland komst svo inn á mótið með krókaleiðum eins og frægt er. „Dagur hafði auðvitað ekkert að gera með þessa leiki við Pólverja á sínum tíma. En ég trúi því meira að segja að Pólland eigi möguleika á því að verða heimsmeistari - liðið tilheyrir að minnsta kosti í hópi fimm bestu liðanna.“ „Dagur var því rólegur á blaðamannafundi í dag en ég tel að Pólland sé sigurstranglegri aðilinn í leiknum. Það sem mestu skiptir er að Þýskaland verði í einu af þremur efstu sætum riðilsins til að sleppa við Frakkland í 16-liða úrslitunum,“ segir Kretzschmar en hann gerir ráð fyrir að Frakkland vinni C-riðil og að Ísland, Svíþjóð og Tékkland komist einnig áfram. Kretzchmar segir að íslenska liðið hafi greinilega saknað Arons Pálmarssonar í æfingaleikjunum gegn Þýskalandi og því styrki endurkoma hans liðið til muna. „Alexander Petersson er frábær hægri skytta og Guðjón Valur sömuleiðis í vinstra horninu. Snorri Steinn er afar klókur miðjumaður með mjög mikla handboltagreind og svo tvo baráttumenn á línunni.“ „Það kemur mér alltaf á óvart hversu marga framúrskarandi handboltamenn Ísland getur búið til. Ég held að það séu tvöfalt fleiri íbúar í Leipzig, þar sem ég bý, en á öllu Íslandi.“ „En það eru ákveðnar takmarkanir á liðinu. Það er afar háð Aroni Pálmarssyni sem er besti leikmaður liðsins sem annað hvort vinnur leikina eða tapar þeim. “ „Það er svo bara einn góður markvörður í liðinu. Hinn er ekki svo sterkur. Ísland er því með gott lið eins og svo oft áður en ég tel að það eigi ekki raunhæfa möguleika á sæti í undanúrslitum.“Vísir/VilhelmHonum er þó sama hvort að Þýskaland mætir Íslandi í 16-liða úrslitum keppninnar eða ekki. „Ég tel að það sé ekki mikill munur á því að spila við Svíþjóð, Ísland eða Tékkland - þó svo að liðin sjálf spili ólíkan handbolta. Úr þessum hópi geta allir unnið alla.“ „Það yrði örugglega ekki auðvelt að spila við Ísland, sérstaklega ef að Aron finnur sig vel á mótinu, en Svíþjóð verður heldur ekki auðveldur andstæðingur. Við unnum Tékka tvisvar í undirbúningnum og kannski yrði það léttasti mótherjinn en maður veit aldrei á HM - það gæti allt gerst.“ „Aðalmálið er að sleppa við Frakkland. Það væri skelfilegt að þurfa að spila við þá í 16-liða úrslitunum.“ Handbolti HM 2015 í Katar Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands í handbolta, er einn fremsti sérfræðingur landsins um íþróttina og áberandi í umfjöllun þýskra fjölmiðla um handbolta. Hann er nú staddur hér í Katar á HM í handbolta og tók Vísir hann tali, bæði um aðkomu Dags Sigurðssonar að þýska landsliðinu og möguleika íslenska landsliðsins í keppninni sem er fram undan. Kretzschmar segir að það séu hófstilltar væntingar gagnvart þýska liðinu sem hefur gengið í gegnum lægð undanfarin ár. „Við erum í fyrsta lagi bara ánægð með að vera komin hingað. Við komumst ekki á mótið með hefðbundnum leiðum,“ sagði Kretzchmar í samtali við Vísi. Hann sagði að Dagur hafi haft góð áhrif á þýska landsliðið. „Þegar undirbúningsleikirnir fjórir eru skoðaðir, og líka leikir liðsins í undankeppni EM í haust sér maður að þetta er lið sem er komið með nýtt andlit.“ „Liðið er farið að spila betri vörn - betri en nokkru sinni fyrr. Boltinn gengur svo hratt í sókninni og liðið er að spila álitlegan handbolta. Æfingaleikirnir gegn Íslandi voru til að mynda góðir,“ segir hann og á þar við æfingaleikina í Laugardalshöll. „Þess vegna getur maður leyft sér að vera nokkuð ánægður eins og málin standa núna. En þú veist hvernig þetta er - núna byrjar mótið og þá verða spilin stokkuð upp á nýtt.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins.Vísir/ErnirÞýskaland og Pólland eigast við í fyrstu umferð riðlakeppninnar í dag en þessi lið mættust einnig í undankeppni HM 2015, þar sem Pólverjar höfðu betur. Þýskaland komst svo inn á mótið með krókaleiðum eins og frægt er. „Dagur hafði auðvitað ekkert að gera með þessa leiki við Pólverja á sínum tíma. En ég trúi því meira að segja að Pólland eigi möguleika á því að verða heimsmeistari - liðið tilheyrir að minnsta kosti í hópi fimm bestu liðanna.“ „Dagur var því rólegur á blaðamannafundi í dag en ég tel að Pólland sé sigurstranglegri aðilinn í leiknum. Það sem mestu skiptir er að Þýskaland verði í einu af þremur efstu sætum riðilsins til að sleppa við Frakkland í 16-liða úrslitunum,“ segir Kretzschmar en hann gerir ráð fyrir að Frakkland vinni C-riðil og að Ísland, Svíþjóð og Tékkland komist einnig áfram. Kretzchmar segir að íslenska liðið hafi greinilega saknað Arons Pálmarssonar í æfingaleikjunum gegn Þýskalandi og því styrki endurkoma hans liðið til muna. „Alexander Petersson er frábær hægri skytta og Guðjón Valur sömuleiðis í vinstra horninu. Snorri Steinn er afar klókur miðjumaður með mjög mikla handboltagreind og svo tvo baráttumenn á línunni.“ „Það kemur mér alltaf á óvart hversu marga framúrskarandi handboltamenn Ísland getur búið til. Ég held að það séu tvöfalt fleiri íbúar í Leipzig, þar sem ég bý, en á öllu Íslandi.“ „En það eru ákveðnar takmarkanir á liðinu. Það er afar háð Aroni Pálmarssyni sem er besti leikmaður liðsins sem annað hvort vinnur leikina eða tapar þeim. “ „Það er svo bara einn góður markvörður í liðinu. Hinn er ekki svo sterkur. Ísland er því með gott lið eins og svo oft áður en ég tel að það eigi ekki raunhæfa möguleika á sæti í undanúrslitum.“Vísir/VilhelmHonum er þó sama hvort að Þýskaland mætir Íslandi í 16-liða úrslitum keppninnar eða ekki. „Ég tel að það sé ekki mikill munur á því að spila við Svíþjóð, Ísland eða Tékkland - þó svo að liðin sjálf spili ólíkan handbolta. Úr þessum hópi geta allir unnið alla.“ „Það yrði örugglega ekki auðvelt að spila við Ísland, sérstaklega ef að Aron finnur sig vel á mótinu, en Svíþjóð verður heldur ekki auðveldur andstæðingur. Við unnum Tékka tvisvar í undirbúningnum og kannski yrði það léttasti mótherjinn en maður veit aldrei á HM - það gæti allt gerst.“ „Aðalmálið er að sleppa við Frakkland. Það væri skelfilegt að þurfa að spila við þá í 16-liða úrslitunum.“
Handbolti HM 2015 í Katar Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira