Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2015 20:24 Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, var vitanlega ánægður með sigur sinna manna á Bosníu í B-riðli HM í Katar í kvöld. Liðið er því komið með sín fyrstu stig í riðlinum eftir naumt tap gegn sterku liði Króatíu í gær. „Þetta var frábær leikur hjá mínum mönnum. Við byrjuðum betur en gegn Króötum og sköpuðum okkur fullt af færum en því miður var markvörðurinn þeirra í stuði,“ sagði hann við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Við vorum svo mjög þéttir í síðari hálfleik og komumst fimm mörkum yfir. Þá varð ég aðeins rólegari,“ sagði hann. Bosníumenn skoruðu aðeins fjögur mörk á fyrstu 25 mínútum síðari hálfleiks en staðan að loknum þess fyrri var 12-12. „Við vorum búnir að kortleggja þá og það var ekki mikið sem kom á óvart. Vinnslan var mjög góð hjá okkur og náði ég að dreifa álaginu hjá okkur enda vissi ég að leikurinn gegn Króötum kostaði sitt. Ég er sáttur.“ Dómararnir í kvöld voru þeir sömu og dæmdu leik Íslands og Svíþjóðar í gær og var margt furðulegt við dómgæsluna í kvöld. „Já, voru þeir frá Brasilíu? Ég vissi það ekki. En svona var þetta líka gegn Króatíu og margt sérstakt þar. Það hallaði á okkur í seinni hálfleik í dómgæslunni og það gerir sigurinn enn sætari.“ „Þessi sigur gefur okkur tvö stig og ekkert meira. Leikmenn verða ánægðir inni í klefa en næst hefst undirbúningur fyrir erfiðan leik gegn Túnis.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, var vitanlega ánægður með sigur sinna manna á Bosníu í B-riðli HM í Katar í kvöld. Liðið er því komið með sín fyrstu stig í riðlinum eftir naumt tap gegn sterku liði Króatíu í gær. „Þetta var frábær leikur hjá mínum mönnum. Við byrjuðum betur en gegn Króötum og sköpuðum okkur fullt af færum en því miður var markvörðurinn þeirra í stuði,“ sagði hann við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Við vorum svo mjög þéttir í síðari hálfleik og komumst fimm mörkum yfir. Þá varð ég aðeins rólegari,“ sagði hann. Bosníumenn skoruðu aðeins fjögur mörk á fyrstu 25 mínútum síðari hálfleiks en staðan að loknum þess fyrri var 12-12. „Við vorum búnir að kortleggja þá og það var ekki mikið sem kom á óvart. Vinnslan var mjög góð hjá okkur og náði ég að dreifa álaginu hjá okkur enda vissi ég að leikurinn gegn Króötum kostaði sitt. Ég er sáttur.“ Dómararnir í kvöld voru þeir sömu og dæmdu leik Íslands og Svíþjóðar í gær og var margt furðulegt við dómgæsluna í kvöld. „Já, voru þeir frá Brasilíu? Ég vissi það ekki. En svona var þetta líka gegn Króatíu og margt sérstakt þar. Það hallaði á okkur í seinni hálfleik í dómgæslunni og það gerir sigurinn enn sætari.“ „Þessi sigur gefur okkur tvö stig og ekkert meira. Leikmenn verða ánægðir inni í klefa en næst hefst undirbúningur fyrir erfiðan leik gegn Túnis.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50