Handbolti

Markvörður Svía fékk í magann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sjöstrand mun leika með Melsungen í þýsku Bundesligunni á næsta tímabili.
Sjöstrand mun leika með Melsungen í þýsku Bundesligunni á næsta tímabili. vísir/afp
Óvíst er með þátttöku markvarðarins Johans Sjöstrand í leik Svíþjóðar og Tékklands á HM í handbolta í kvöld.

Sjöstrand fékk magakveisu í nótt og er haldið í hálfgerðri einangrun á hóteli sænska liðsins. Herbergisfélagi hans, Niclas Barud, var t.a.m. látinn skipta um herbergi vegna smithættu.

„Sjöstrand er nú einn í herbergi og fær herbergisþjónustu,“ segir Daniel Vandor, fjölmiðlafulltrúi sænska liðsins.

Þó er búist við því að Sjöstrand verði á bekknum í kvöld, en Svíar eru aðeins með tvo markverði í leikmannahópi sínum.

Hinn er Mattias Andersson sem átti frábæran leik gegn Íslandi á föstudaginn. Líklegt þykir að hann standi allan tímann í markinu gegn Tékklandi í kvöld.

Samherji Sjöstrands, Filip Jicha, hefur einnig þjáðst af magakveisu síðan hann kom til Katar og missti af þeim sökum af leik Tékklands og Frakklands á föstudaginn. Óvíst er hvort hann verður klár í slaginn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×