Viðskipti innlent

Eimskip heiðrar starfsmenn fyrir hollustu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Starfsmenn tóku á móti viðurkenningu á laugardaginn.
Starfsmenn tóku á móti viðurkenningu á laugardaginn.
Á 101 árs afmæli Eimskipafélags Íslands, á laugardaginn voru gullmerki félagsins veitt því starfsfólki sem hefur starfað þar í 25 ár. Ellefu starfsmenn voru að þessu sinni heiðraðir fyrir hollustu í garð félagsins og var það Gylfi Sigfússon forstjóri sem afhenti gullmerkin.

Á myndinni eru í aftari röð talið frá vinstri:

• Ásgeir Sverrisson bryti á ms Lagarfossi

• Jóhann Þorkelsson fulltrúi í framleiðslustýringu

• Ólafur Guðmundsson rekstrarstjóri í Hafnarfirði og yfir frysti og kæligeymslum

• Ólafur Guðnason kranastjóri í skipaafgreiðslu

• Ómar Jónsson háseti á ms Brúarfossi

• Sigurður Valur Rafnsson yfirvélstjóri á ms Dettifossi

• Tyrfingur Þór Magnússon verkstjóri hjá Eimskip Austurlandi

Gylfi Sigfússon, forstjóri

Í fremri línu eru frá vinstri:

Dóra Steinsdóttir fulltrúi í viðskiptaþjónustu innanlandsflutninga

• Hrafnhildur Kristjánsdóttir fulltrúi í upplýsingatækni

• Hulda Guðmundsdóttir launafulltrúi í mannauðsdeild

Kolbrún Sjöfn Matthíasdóttir bryti á ms Dettifossi gat ekki verið viðstödd þar sem hún var á sjó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×