Tugmilljarða uppbygging á Bakka á að hefjast í vetur Kristján Már Unnarsson skrifar 5. desember 2014 20:30 Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. Ráðamenn á Húsavík segja enn stefnt að því að 80 milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vetur. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvernig kísilverksmiðjan á Bakka muni líta út fullbyggð, samkvæmt grafískum myndum frá PCC, en byggingarnar eiga að rísa tvo kílómetra frá útjaðri byggðarinnar á Húsavík. Ráðamenn PCC höfðu stefnt á lokaákvörðun um verkefnið nú í desember en þeir hafa nú tilkynnt um seinkun sökum þess að fjármögnun verkefnisins hafi tafist.Sendinefnd þýska fyrirtækisins hélt af landi brott í dag eftir að hafa fundað með ráðamönnum á Húsavík fyrr í vikunni. Fyrir hópnum fór Sabine König, framkvæmdastjóri Bakka Silicon, en með í för voru einnig fulltrúar tveggja þýskra verktakafyrirtækja og verkfræðistofunnar Eflu, að því er þingeyski fréttamiðillinn 640.is greindi frá. Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings, segir í samtali við Stöð 2 að PCC stefni nú að lokaákvörðun í janúar eða byrjun febrúar. Framkvæmdir færu þá þegar af stað. Sameiginlegt markmið hópsins sé að klára þetta sem fyrst svo hægt sé að hefjast handa strax í febrúar.Undirbúningsframkvæmdir á vegum Landsvirkjunar hófust raunar á Þeistareykjum í sumar við 90 megavatta jarðvarmavirkjun en áætlað er að stóriðjuframkvæmdirnar kalli á 80 milljarða króna fjárfestingar í Þingeyjarsýslum; í verksmiðju, orkumannvirkjum og innviðum, og allt að 700 manns vinni við uppbygginguna, þegar mest verður á næstu þremur árum. Um 150 framtíðarstörf verða síðan í kísilverinu. Tengdar fréttir Þýskur banki samþykkir lán til kísilvers á Bakka Þýska félagið PCC hefur tilkynnt ráðamönnum Norðurþings að meginfjármögnun kísilvers við Húsavík sé tryggð. 1. október 2014 18:45 Húsavík efst á óskalista PCC fyrir kísilver Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. 13. desember 2011 18:55 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. Ráðamenn á Húsavík segja enn stefnt að því að 80 milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vetur. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvernig kísilverksmiðjan á Bakka muni líta út fullbyggð, samkvæmt grafískum myndum frá PCC, en byggingarnar eiga að rísa tvo kílómetra frá útjaðri byggðarinnar á Húsavík. Ráðamenn PCC höfðu stefnt á lokaákvörðun um verkefnið nú í desember en þeir hafa nú tilkynnt um seinkun sökum þess að fjármögnun verkefnisins hafi tafist.Sendinefnd þýska fyrirtækisins hélt af landi brott í dag eftir að hafa fundað með ráðamönnum á Húsavík fyrr í vikunni. Fyrir hópnum fór Sabine König, framkvæmdastjóri Bakka Silicon, en með í för voru einnig fulltrúar tveggja þýskra verktakafyrirtækja og verkfræðistofunnar Eflu, að því er þingeyski fréttamiðillinn 640.is greindi frá. Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings, segir í samtali við Stöð 2 að PCC stefni nú að lokaákvörðun í janúar eða byrjun febrúar. Framkvæmdir færu þá þegar af stað. Sameiginlegt markmið hópsins sé að klára þetta sem fyrst svo hægt sé að hefjast handa strax í febrúar.Undirbúningsframkvæmdir á vegum Landsvirkjunar hófust raunar á Þeistareykjum í sumar við 90 megavatta jarðvarmavirkjun en áætlað er að stóriðjuframkvæmdirnar kalli á 80 milljarða króna fjárfestingar í Þingeyjarsýslum; í verksmiðju, orkumannvirkjum og innviðum, og allt að 700 manns vinni við uppbygginguna, þegar mest verður á næstu þremur árum. Um 150 framtíðarstörf verða síðan í kísilverinu.
Tengdar fréttir Þýskur banki samþykkir lán til kísilvers á Bakka Þýska félagið PCC hefur tilkynnt ráðamönnum Norðurþings að meginfjármögnun kísilvers við Húsavík sé tryggð. 1. október 2014 18:45 Húsavík efst á óskalista PCC fyrir kísilver Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. 13. desember 2011 18:55 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Þýskur banki samþykkir lán til kísilvers á Bakka Þýska félagið PCC hefur tilkynnt ráðamönnum Norðurþings að meginfjármögnun kísilvers við Húsavík sé tryggð. 1. október 2014 18:45
Húsavík efst á óskalista PCC fyrir kísilver Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. 13. desember 2011 18:55
Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26