Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2015 20:38 Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. Hann vonast þó til að framkvæmdir komist á fullt í sumar. Þýska fyrirtækið PCC er búið að tryggja fjármögnun kísilversins og stefndi að því að hefja framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka í kringum næstu mánaðamót. Skömmu fyrir jól kom hins vegar óvænt babb í bátinn þegar ESA ákvað að hefja rannsókn á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð fælist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets við PCC. 80 milljarða króna framkvæmdir eru í húfi, einn af lykilþáttum þess hagvaxtar sem spáð er í landinu, og því er óþægilegt að hafa þetta mál í óvissu.Fyrirhugað kísilver PCC á Bakka.Grafík/PCC.Fulltrúar Landsvirkjunar, sem og Landsnets, funduðu með ESA í síðustu viku. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir um fund þeirra að farið hafi verið yfir málið og að Landsvirkjun myndi í framhaldinu skila inn skriflegum athugasemdum. Ennþá væri ekki ljóst hvaða áhrif þetta hefði á verkefnið. Það er þó ólíklegt að allt fari á fullt á Húsavík á næstu vikum. Tafir á verkefninu eru óhjákvæmilegar, að sögn Harðar. „Hversu langar er erfitt að segja. En við vonum að það verði ekki nema nokkrir mánuðir.“ Undirbúningsframkvæmdir vegna jarðvarmavirkjunar á Þeistareykjum voru umtalsverðar á nýliðnu ári og Landsvirkjun er núna með stærstu verkþætti í útboði, vélasamstæðu og stöðvarhús. „Við munum halda því ferli áfram og svo munum við vonandi komast af stað næsta sumar,“ svarar forstjórinn spurningu um hvenær hann búist við að framkvæmdir fari á fullt.Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun.Grafík/Landsvirkjun. Tengdar fréttir Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15 Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00 Tugmilljarða uppbygging á Bakka á að hefjast í vetur Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. 5. desember 2014 20:30 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. Hann vonast þó til að framkvæmdir komist á fullt í sumar. Þýska fyrirtækið PCC er búið að tryggja fjármögnun kísilversins og stefndi að því að hefja framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka í kringum næstu mánaðamót. Skömmu fyrir jól kom hins vegar óvænt babb í bátinn þegar ESA ákvað að hefja rannsókn á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð fælist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets við PCC. 80 milljarða króna framkvæmdir eru í húfi, einn af lykilþáttum þess hagvaxtar sem spáð er í landinu, og því er óþægilegt að hafa þetta mál í óvissu.Fyrirhugað kísilver PCC á Bakka.Grafík/PCC.Fulltrúar Landsvirkjunar, sem og Landsnets, funduðu með ESA í síðustu viku. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir um fund þeirra að farið hafi verið yfir málið og að Landsvirkjun myndi í framhaldinu skila inn skriflegum athugasemdum. Ennþá væri ekki ljóst hvaða áhrif þetta hefði á verkefnið. Það er þó ólíklegt að allt fari á fullt á Húsavík á næstu vikum. Tafir á verkefninu eru óhjákvæmilegar, að sögn Harðar. „Hversu langar er erfitt að segja. En við vonum að það verði ekki nema nokkrir mánuðir.“ Undirbúningsframkvæmdir vegna jarðvarmavirkjunar á Þeistareykjum voru umtalsverðar á nýliðnu ári og Landsvirkjun er núna með stærstu verkþætti í útboði, vélasamstæðu og stöðvarhús. „Við munum halda því ferli áfram og svo munum við vonandi komast af stað næsta sumar,“ svarar forstjórinn spurningu um hvenær hann búist við að framkvæmdir fari á fullt.Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun.Grafík/Landsvirkjun.
Tengdar fréttir Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15 Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00 Tugmilljarða uppbygging á Bakka á að hefjast í vetur Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. 5. desember 2014 20:30 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15
Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00
Tugmilljarða uppbygging á Bakka á að hefjast í vetur Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. 5. desember 2014 20:30