Segir rekstrarstöðu bakaría hafa versnað síðustu ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2015 14:09 Sigurður Már Guðjónsson er bakarameistari í Bernhöftsbakaríi. Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi, segir að hann hafi fengið fullt af nýjum viðskiptavinum um helgina þrátt fyrir að rúnnstykkin hafi hækkað um 30 krónur um áramótin. Fólk átti sig einfaldlega á því að það sé sanngjarnt verð.Vísir greindi frá því í gær að rúnnstykkin í bakaríinu hefðu hækkað í verði um áramótin. Undanfarin tíu ár hafa þau kostað 50 krónur en kosta nú 80 krónur. Sigurður bendir á í þessu samhengi að rekstrarstaða bakaría hafi versnað mjög á síðustu árum og hefur bakaríum á landinu fækkað um meira en þrjátíu frá árinu 1984.Tilkynning til viðskiptavina Bernhöftsbakarís.„Þetta er auðvitað áhyggjuefni og er í rauninni verst fyrir fólkið úti á landi. Það lokuðu til að mynda tvö bakarí nú um áramótin, annað í Vestmannaeyjum og hitt í Hveragerði. Brauðneysla hefur samt ekkert minnkað og sést best á því að á hverju ári eru flutt inn 1800 tonn af frosnu brauði og deigi,“ segir Sigurður. Hann segir að sala á brauðmeti hafi í auknum mæli færst inn í stórmarkaði og á bensínstöðvar auk þess sem að veitingahús kaupi mikið af frosnu brauði og deigi. „Fækkun bakaría er verst fyrir neytandann. Það eru til dæmis bæir úti á landi þar sem er ekkert bakarí og fólk þarf að panta kökur fyrir veislur og fá sendar um langan veg. Þá er mikil ásókn í að læra bakarann en því miður veldur fækkun bakaría því að nemar komast ekki á samning.“ Rekstrarkostnaður bakaría hefur svo aukist mjög eftir hrun og segir Sigurður að hann borgi tvöfalt meira fyrir hveiti í dag en áður. Aðspurður hvort að lægri álagning á sykraðar vörur muni hafa áhrif á verðlag svarar Sigurður að eitthvað af bakkelsi muni líklegast lækka í verði í Bernhöftsbakaríi. Tengdar fréttir Rúnnstykkin hækka um 30 krónur Rúnnstykkin í Bernhöftsbakaríi í Bergstaðastræti hafa síðastliðin 10 ár kostað 50 krónur en á því varð breyting nú um áramótin. 3. janúar 2015 17:30 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi, segir að hann hafi fengið fullt af nýjum viðskiptavinum um helgina þrátt fyrir að rúnnstykkin hafi hækkað um 30 krónur um áramótin. Fólk átti sig einfaldlega á því að það sé sanngjarnt verð.Vísir greindi frá því í gær að rúnnstykkin í bakaríinu hefðu hækkað í verði um áramótin. Undanfarin tíu ár hafa þau kostað 50 krónur en kosta nú 80 krónur. Sigurður bendir á í þessu samhengi að rekstrarstaða bakaría hafi versnað mjög á síðustu árum og hefur bakaríum á landinu fækkað um meira en þrjátíu frá árinu 1984.Tilkynning til viðskiptavina Bernhöftsbakarís.„Þetta er auðvitað áhyggjuefni og er í rauninni verst fyrir fólkið úti á landi. Það lokuðu til að mynda tvö bakarí nú um áramótin, annað í Vestmannaeyjum og hitt í Hveragerði. Brauðneysla hefur samt ekkert minnkað og sést best á því að á hverju ári eru flutt inn 1800 tonn af frosnu brauði og deigi,“ segir Sigurður. Hann segir að sala á brauðmeti hafi í auknum mæli færst inn í stórmarkaði og á bensínstöðvar auk þess sem að veitingahús kaupi mikið af frosnu brauði og deigi. „Fækkun bakaría er verst fyrir neytandann. Það eru til dæmis bæir úti á landi þar sem er ekkert bakarí og fólk þarf að panta kökur fyrir veislur og fá sendar um langan veg. Þá er mikil ásókn í að læra bakarann en því miður veldur fækkun bakaría því að nemar komast ekki á samning.“ Rekstrarkostnaður bakaría hefur svo aukist mjög eftir hrun og segir Sigurður að hann borgi tvöfalt meira fyrir hveiti í dag en áður. Aðspurður hvort að lægri álagning á sykraðar vörur muni hafa áhrif á verðlag svarar Sigurður að eitthvað af bakkelsi muni líklegast lækka í verði í Bernhöftsbakaríi.
Tengdar fréttir Rúnnstykkin hækka um 30 krónur Rúnnstykkin í Bernhöftsbakaríi í Bergstaðastræti hafa síðastliðin 10 ár kostað 50 krónur en á því varð breyting nú um áramótin. 3. janúar 2015 17:30 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Rúnnstykkin hækka um 30 krónur Rúnnstykkin í Bernhöftsbakaríi í Bergstaðastræti hafa síðastliðin 10 ár kostað 50 krónur en á því varð breyting nú um áramótin. 3. janúar 2015 17:30