Segir rekstrarstöðu bakaría hafa versnað síðustu ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2015 14:09 Sigurður Már Guðjónsson er bakarameistari í Bernhöftsbakaríi. Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi, segir að hann hafi fengið fullt af nýjum viðskiptavinum um helgina þrátt fyrir að rúnnstykkin hafi hækkað um 30 krónur um áramótin. Fólk átti sig einfaldlega á því að það sé sanngjarnt verð.Vísir greindi frá því í gær að rúnnstykkin í bakaríinu hefðu hækkað í verði um áramótin. Undanfarin tíu ár hafa þau kostað 50 krónur en kosta nú 80 krónur. Sigurður bendir á í þessu samhengi að rekstrarstaða bakaría hafi versnað mjög á síðustu árum og hefur bakaríum á landinu fækkað um meira en þrjátíu frá árinu 1984.Tilkynning til viðskiptavina Bernhöftsbakarís.„Þetta er auðvitað áhyggjuefni og er í rauninni verst fyrir fólkið úti á landi. Það lokuðu til að mynda tvö bakarí nú um áramótin, annað í Vestmannaeyjum og hitt í Hveragerði. Brauðneysla hefur samt ekkert minnkað og sést best á því að á hverju ári eru flutt inn 1800 tonn af frosnu brauði og deigi,“ segir Sigurður. Hann segir að sala á brauðmeti hafi í auknum mæli færst inn í stórmarkaði og á bensínstöðvar auk þess sem að veitingahús kaupi mikið af frosnu brauði og deigi. „Fækkun bakaría er verst fyrir neytandann. Það eru til dæmis bæir úti á landi þar sem er ekkert bakarí og fólk þarf að panta kökur fyrir veislur og fá sendar um langan veg. Þá er mikil ásókn í að læra bakarann en því miður veldur fækkun bakaría því að nemar komast ekki á samning.“ Rekstrarkostnaður bakaría hefur svo aukist mjög eftir hrun og segir Sigurður að hann borgi tvöfalt meira fyrir hveiti í dag en áður. Aðspurður hvort að lægri álagning á sykraðar vörur muni hafa áhrif á verðlag svarar Sigurður að eitthvað af bakkelsi muni líklegast lækka í verði í Bernhöftsbakaríi. Tengdar fréttir Rúnnstykkin hækka um 30 krónur Rúnnstykkin í Bernhöftsbakaríi í Bergstaðastræti hafa síðastliðin 10 ár kostað 50 krónur en á því varð breyting nú um áramótin. 3. janúar 2015 17:30 Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi, segir að hann hafi fengið fullt af nýjum viðskiptavinum um helgina þrátt fyrir að rúnnstykkin hafi hækkað um 30 krónur um áramótin. Fólk átti sig einfaldlega á því að það sé sanngjarnt verð.Vísir greindi frá því í gær að rúnnstykkin í bakaríinu hefðu hækkað í verði um áramótin. Undanfarin tíu ár hafa þau kostað 50 krónur en kosta nú 80 krónur. Sigurður bendir á í þessu samhengi að rekstrarstaða bakaría hafi versnað mjög á síðustu árum og hefur bakaríum á landinu fækkað um meira en þrjátíu frá árinu 1984.Tilkynning til viðskiptavina Bernhöftsbakarís.„Þetta er auðvitað áhyggjuefni og er í rauninni verst fyrir fólkið úti á landi. Það lokuðu til að mynda tvö bakarí nú um áramótin, annað í Vestmannaeyjum og hitt í Hveragerði. Brauðneysla hefur samt ekkert minnkað og sést best á því að á hverju ári eru flutt inn 1800 tonn af frosnu brauði og deigi,“ segir Sigurður. Hann segir að sala á brauðmeti hafi í auknum mæli færst inn í stórmarkaði og á bensínstöðvar auk þess sem að veitingahús kaupi mikið af frosnu brauði og deigi. „Fækkun bakaría er verst fyrir neytandann. Það eru til dæmis bæir úti á landi þar sem er ekkert bakarí og fólk þarf að panta kökur fyrir veislur og fá sendar um langan veg. Þá er mikil ásókn í að læra bakarann en því miður veldur fækkun bakaría því að nemar komast ekki á samning.“ Rekstrarkostnaður bakaría hefur svo aukist mjög eftir hrun og segir Sigurður að hann borgi tvöfalt meira fyrir hveiti í dag en áður. Aðspurður hvort að lægri álagning á sykraðar vörur muni hafa áhrif á verðlag svarar Sigurður að eitthvað af bakkelsi muni líklegast lækka í verði í Bernhöftsbakaríi.
Tengdar fréttir Rúnnstykkin hækka um 30 krónur Rúnnstykkin í Bernhöftsbakaríi í Bergstaðastræti hafa síðastliðin 10 ár kostað 50 krónur en á því varð breyting nú um áramótin. 3. janúar 2015 17:30 Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Rúnnstykkin hækka um 30 krónur Rúnnstykkin í Bernhöftsbakaríi í Bergstaðastræti hafa síðastliðin 10 ár kostað 50 krónur en á því varð breyting nú um áramótin. 3. janúar 2015 17:30
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent