Volkswagen seldi 4% minna í nóvember en Audi 11% meira Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 10:45 Volkswagen Passat af 8. kynslóð mun vafalaust aftur rífa upp söluna hjá Volkswagen. Sala Volkswagen bíla í nóvember var 4% minni í sama mánuði árið 2013, eða 508.400 bílar samanborið við 529.500. Dræm sala í austurhluta Evrópu og S-Ameríku dró söluna niður að þessu sinni. Sala Volkswagen minnkaði einnig í október, um 0,4% og stóð svo til í stað í ágúst og september. Volkswagen segir að tilkoma nýs Passat hafi dregið niður söluna í nóvember, en kaupendur bíða eftir nýrri áttundu kynslóð bílsins, sem ekki er enn komin til söluaðila og kaupi því ekki eldri kynslóðina á meðan. Salan í Rússlandi heldur áfram að minnka og er hún 20% minni en í fyrra ef allar bílgerðir eru taldar. Minnkun hjá Volkswagen í A-Evrópu nam 8% í nóvember. Þá minnkaði salan um 6% í N-Ameríku og um heil 18% í S-Ameríku. Salan í Kína jókst hinsvegar um 12% og er nú komin í 2,26 milljón bíla á árinu.Audi gengur allt í haginn Allt aðra sögu er að segja um systurfyrirtækið Audi, en sala þess jókst um 11% í nóvember og hefur sá mánuður aldrei verið betri í sögu fyrirtækisins. Heildarsala Audi á árinu er komin í 1,59 milljón bíla, sem einnig er met. Mercedes Benz sló þó Audi við með 13% vexti í nóvember og hefur nú náð 1,49 milljón bíla sölu á árinu. Sala Audi bíla í Kína jókst um 19% í nóvember, en salan jókst aðeins um 2% í Evrópu. Sala Audi bíla í Bretlandi jókst um 22%, en hún minnkaði um 4% í heimalandinu Þýskalandi. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent
Sala Volkswagen bíla í nóvember var 4% minni í sama mánuði árið 2013, eða 508.400 bílar samanborið við 529.500. Dræm sala í austurhluta Evrópu og S-Ameríku dró söluna niður að þessu sinni. Sala Volkswagen minnkaði einnig í október, um 0,4% og stóð svo til í stað í ágúst og september. Volkswagen segir að tilkoma nýs Passat hafi dregið niður söluna í nóvember, en kaupendur bíða eftir nýrri áttundu kynslóð bílsins, sem ekki er enn komin til söluaðila og kaupi því ekki eldri kynslóðina á meðan. Salan í Rússlandi heldur áfram að minnka og er hún 20% minni en í fyrra ef allar bílgerðir eru taldar. Minnkun hjá Volkswagen í A-Evrópu nam 8% í nóvember. Þá minnkaði salan um 6% í N-Ameríku og um heil 18% í S-Ameríku. Salan í Kína jókst hinsvegar um 12% og er nú komin í 2,26 milljón bíla á árinu.Audi gengur allt í haginn Allt aðra sögu er að segja um systurfyrirtækið Audi, en sala þess jókst um 11% í nóvember og hefur sá mánuður aldrei verið betri í sögu fyrirtækisins. Heildarsala Audi á árinu er komin í 1,59 milljón bíla, sem einnig er met. Mercedes Benz sló þó Audi við með 13% vexti í nóvember og hefur nú náð 1,49 milljón bíla sölu á árinu. Sala Audi bíla í Kína jókst um 19% í nóvember, en salan jókst aðeins um 2% í Evrópu. Sala Audi bíla í Bretlandi jókst um 22%, en hún minnkaði um 4% í heimalandinu Þýskalandi.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent