Geir: Strákarnir spiluðu bara illa í fyrri leiknum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. janúar 2015 19:30 Geir Sveinsson þjálfar Magdeburg í Þýskalandi. vísir/getty Geir Sveinsson, þjálfari Magdeburg í þýsku 1. deildinni í handbolta og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins, var eðlilega mun sáttari við frammistöðu Ísland í seinni vináttuleiknum gegn Þjóðverjum. Valtýr Björn Valtýsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, tók ítarlegt viðtal við Geir í dag sem sjá má í spilaranum hér neðst í fréttinni. Valtýr spurði fyrst um leikina tvo gegn Þýskalandi og hvað honum fannst um frammistöðuna í þeim. „Kalt mat á það er kannski fyrst og fremst að í seinni leiknum kemur meiri stemning inn í hópinn og menn leggja sig meira fram. Menn voru bara að spila betri handbolta [í seinni leiknum] og við fengum meira úr þeim leikmönnum sem við þurftum á að halda,“ segir Geir. „Við þurfum ekkert að fela það, að fyrri leikurinn var bara lélegur. Það voru alltof margir að spila illa og menn náðu sér ekkert almennilega á strik. Þetta eru æfingaleikir og þeir báru þess merki.“ „Maður hafði pínulitlar áhyggjur eftir fyrri leikinn, en seinni leikurinn var auðvitað mun betri og lofar í sjálfu sér góðu.“vísir/ernirGeir bendir á að Björgvin Páll Gústavsson hafi falið vissa vandræðaþætti í varnarleiknum í fyrri leiknum með góðri markvörslu. „Menn tala um að varnarleikurinn hafi verið góður í fyrri leiknum en málið er að Björgvin varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Hann var virkilega sterkur í fyrri hálfleik og hélt okkur inn í leiknum. Það voru ákveðin hættumerki varnarlega séð sem síðan var búið að laga fyrir seinni leikinn,“ segir hann. „Okkur vantar meiri ógnun utan frá. Arnór var ekki að finna sig í skyttustöðunni en kom betur út sem leikstjórnandi í seinni leiknum. Það voru samt batamerki allstaðar í seinni leiknum. Ég held að menn hafi ekki verið með nein töfrabrögð á milli leikja, menn bara vissu að það gekk ekki að tapa aftur heima með sjö mörkum og lögðu meira á sig.“ Geir lístvel á íslenska liðið þó hann hefði viljað sjá suma leikmenn fá meiri spiltíma gegn Þýskalandi. „Það er fullt af flottum strákum í liðinu; bæði með gríðarlega mikla reynslu og svo eru ungir strákar að koma inn. Ég vona að þeir fái örlítið meiri séns en þeir fengu í þessum tveimur leikjum. Ég hefði viljað sjá báða hornamennina; Stefán Rafn og Arnór Þór, spila meira í báðum leikjum. Sigurbergur kom mér ekkert á óvart, hann hefur verið að spila vel í Þýskalandi,“ segir Geir sem telur íslenska liðið eiga fína möguleiki á HM, en það veltur að stórum hluta á Aroni Pálmarssyni. „Í heildina eigum við ágætis möguleika á að gera fína hluti í þessu móti, en vandamálið er að við erum í erfiðum riðli og munum mæta sterkri þjóð í útsláttarkeppninni. Við verðum bara að vona það besta, en ég held við höfum sæmilega burði til að komast ágætlega langt.“ „Það getur allt smollið saman, en það veldur mér smá áhyggjum svokallaðir þristar í vörninni. Við höfum þrjá leikmenn þar og tveir þeirra eru komnir í eldri kantinn, en á móti geta þeir unnið það upp með reynslunni.“ „Svo er auðvitað spurningin með Aron Pálmarsson. Það vita það allir að hann skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Að hafa hann inni á vellinum gerir alla betri einfaldlega vegna þess að ógnin af honum er svo mikil að það býr til pláss fyrir aðra,“ segir Geir Sveinsson. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Þýskaland 24-31 | Dagur vann öruggan sigur Þýskaland lagði Ísland 31-24 í vináttulandsleik þjóðanna í Laugardalshöll í kvöld. Bæði lið undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 15. janúar. 4. janúar 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Geir Sveinsson, þjálfari Magdeburg í þýsku 1. deildinni í handbolta og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins, var eðlilega mun sáttari við frammistöðu Ísland í seinni vináttuleiknum gegn Þjóðverjum. Valtýr Björn Valtýsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, tók ítarlegt viðtal við Geir í dag sem sjá má í spilaranum hér neðst í fréttinni. Valtýr spurði fyrst um leikina tvo gegn Þýskalandi og hvað honum fannst um frammistöðuna í þeim. „Kalt mat á það er kannski fyrst og fremst að í seinni leiknum kemur meiri stemning inn í hópinn og menn leggja sig meira fram. Menn voru bara að spila betri handbolta [í seinni leiknum] og við fengum meira úr þeim leikmönnum sem við þurftum á að halda,“ segir Geir. „Við þurfum ekkert að fela það, að fyrri leikurinn var bara lélegur. Það voru alltof margir að spila illa og menn náðu sér ekkert almennilega á strik. Þetta eru æfingaleikir og þeir báru þess merki.“ „Maður hafði pínulitlar áhyggjur eftir fyrri leikinn, en seinni leikurinn var auðvitað mun betri og lofar í sjálfu sér góðu.“vísir/ernirGeir bendir á að Björgvin Páll Gústavsson hafi falið vissa vandræðaþætti í varnarleiknum í fyrri leiknum með góðri markvörslu. „Menn tala um að varnarleikurinn hafi verið góður í fyrri leiknum en málið er að Björgvin varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Hann var virkilega sterkur í fyrri hálfleik og hélt okkur inn í leiknum. Það voru ákveðin hættumerki varnarlega séð sem síðan var búið að laga fyrir seinni leikinn,“ segir hann. „Okkur vantar meiri ógnun utan frá. Arnór var ekki að finna sig í skyttustöðunni en kom betur út sem leikstjórnandi í seinni leiknum. Það voru samt batamerki allstaðar í seinni leiknum. Ég held að menn hafi ekki verið með nein töfrabrögð á milli leikja, menn bara vissu að það gekk ekki að tapa aftur heima með sjö mörkum og lögðu meira á sig.“ Geir lístvel á íslenska liðið þó hann hefði viljað sjá suma leikmenn fá meiri spiltíma gegn Þýskalandi. „Það er fullt af flottum strákum í liðinu; bæði með gríðarlega mikla reynslu og svo eru ungir strákar að koma inn. Ég vona að þeir fái örlítið meiri séns en þeir fengu í þessum tveimur leikjum. Ég hefði viljað sjá báða hornamennina; Stefán Rafn og Arnór Þór, spila meira í báðum leikjum. Sigurbergur kom mér ekkert á óvart, hann hefur verið að spila vel í Þýskalandi,“ segir Geir sem telur íslenska liðið eiga fína möguleiki á HM, en það veltur að stórum hluta á Aroni Pálmarssyni. „Í heildina eigum við ágætis möguleika á að gera fína hluti í þessu móti, en vandamálið er að við erum í erfiðum riðli og munum mæta sterkri þjóð í útsláttarkeppninni. Við verðum bara að vona það besta, en ég held við höfum sæmilega burði til að komast ágætlega langt.“ „Það getur allt smollið saman, en það veldur mér smá áhyggjum svokallaðir þristar í vörninni. Við höfum þrjá leikmenn þar og tveir þeirra eru komnir í eldri kantinn, en á móti geta þeir unnið það upp með reynslunni.“ „Svo er auðvitað spurningin með Aron Pálmarsson. Það vita það allir að hann skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Að hafa hann inni á vellinum gerir alla betri einfaldlega vegna þess að ógnin af honum er svo mikil að það býr til pláss fyrir aðra,“ segir Geir Sveinsson.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Þýskaland 24-31 | Dagur vann öruggan sigur Þýskaland lagði Ísland 31-24 í vináttulandsleik þjóðanna í Laugardalshöll í kvöld. Bæði lið undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 15. janúar. 4. janúar 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Þýskaland 24-31 | Dagur vann öruggan sigur Þýskaland lagði Ísland 31-24 í vináttulandsleik þjóðanna í Laugardalshöll í kvöld. Bæði lið undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 15. janúar. 4. janúar 2015 00:01
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52