Lífið

Ráðist á Ásdísi Rán á Loftinu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Ásdís Rán og Elena, fyrirsæturnar tvær.
Ásdís Rán og Elena, fyrirsæturnar tvær.
Ráðist var á Ásdísi Rán Gunnarsdóttur fyrirsætu á nýársnótt. Ásdís Rán var gestur á skemmtistaðnum Loftinu í Austurstræti.

Á vef Séð og Heyrt kemur fram að fyrrum mágkona Jóhanns Wium, kærasta Ásdísar, hafi veist að Ásdísi og löðrungað hana. Vinkona Ásdísar, búlgarska fyrirsæta Elena Boeva, gekk á milli.

Ásdís Rán vildi lítið tjá sig um málið þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hana, en staðfesti þó að árásin hafi átt sér stað. Hún tók þó fram fram að hún þyrfti kannski að íhuga að fá sér lífvörð næst þegar hun fer niður í bæ ef það er von á svona óvæntum uppákomum. Hún sagði að Elena, vinkona hennar sem var í heimsókn hér á landi, hafi allavega fengið eftirminnilegar minningar frá Íslandi og skemmtir sér nú vel ytra með lýsingum af „víkingaslag“ sem hún lenti í á þessu stutta stoppi hér á landi.

Í samtali við Séð og Heyrt sagði Ásdís að konan sem réðst á hana hafi gengið að henni og ráðist á hana upp úr þurru. „Hún labbaði að mér og sló mig utan undir og ég gerði ekki neitt. Elena tók hana og henti henni í burtu, ég sagði ekki orð við hana.“

Hún sagðist ekki þekkja konuna. „Ég þekki hana ekki neitt, ég myndi ekki þekkja hana ef ég sæi hana út á götu.“

Ásdís sagði einnig að konan hafi verið rekin út af staðnum og hafi þurft fjóra dyraverði til að koma henni út. „Síðasta sem ég sá til hennar var að hún spriklaði útí loftið á leiðinni út.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×