
Lýðræðisást eða hræðsla
Við þessi orð var ég hugsi. Samræmist þetta lýðræðislegum skoðunum Birgittu? Þarf að hengja kosningar um stjórnarskrá lýðveldisins við forsetakosningar til að nægur fjöldi komi á kjörstað? Hvernig veit Birgitta þá hvort fólk kom til að kjósa forseta eða kjósa um breytingu á stjórnarskrá? Hvert ætlar hún að sækja umboðið til að breyta stjórnarskránni? Nei hér er Birgitta á miklum villigötum að mínu mati. Það væri glapræði að hengja þessar kosningar saman. Ef þingið vill fá óheft og óskilyrt umboð þjóðarinnar um breytingu á stjórnarskrá þá þarf að halda þær kosningar sér. Þannig sjást best raunverulegar skoðanir og einnig áhuga þjóðarinnar á þvi hvort eigi yfirhöfuð að breyta stjórnarskránni.
Við erum að tala um Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands! Ekki eitthvað plagg sem hægt er að kjósa um í framhjáhlaupi með öðrum kosningum. Ef það er raunverulegur vilji þjóðarinnar að breytingar verða gerðar á stjórnarskránni þá fer þjóðin á kjörstað til að kjósa um þær breytingar. Þeir sem segjast vilja beint lýðræði mega ekki falla í þá gryfju að hræðast niðurstöðu slíks lýðræðis. Ef svo vildi til að fáir mættu á kjörstað vegna breytinga á stjórnarskrá er það ekki vísbending um að ekki sé mikill áhugi á stjórnarskrárbreytingum? Hvort sem að þjóðin samþykki eða hafni breytingum á stjórnarskrá er umboðið sem þingið fær ekki sterkara ef kosningarnar væru haldnar sér? Er kannski verið að þrýsta í gegn breytingum á stjórnarskránni án þess að fá til þess skýrt umboð þjóðarinnar eins síðasta ríkisstjórn gerði þegar sótt var um aðild að ESB án þess að spyrja þjóðina fyrst?
Þetta hljómar í mín eyru eins og það sé hræðsla um að ekki náist næg þátttaka til að gera breytingar á stjórnarskránni ef kosningarnar verða haldnar sér og því eigi að hengja þær við forsetakosningarnar í þeirri von að nógu margir fari á kjörstað þá. En þá erum við komin langt frá því opna lýðræði sem Birgitta og fleiri stjórnmálamenn segjast styðja. Þá er bara verið að koma sínum hugðarefnum fram hvort sem þjóðin vill það eður ei.
Enda hljómar oft málflutningur Pírata oft eins það sem þau telji að fólk vilji heyra en ekki raunverulegar áherslur þeirra sem stjórnmálaflokkur. Það er villandi og óheiðarlegt gagnvart þjóðinni og því lýðræði sem þau segjast elska svo heitt.
Skoðun

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar