Þórður Rafn Gissurarson, Íslandsmeistari í golfi 2015 úr GR, og Axel Bóasson, Íslandsmeistari í holukeppni 2015 úr GKG, hefja leik í dag í Þýskalandi á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina.
Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr GKG, er skráður til leiks í annarri umferð úrtökumótsins á C Golf d’Hardelot vellinum í Frakklandi en það mót hefst 29. september.
Birgir Leifur Hafþórson, GKG, fer beint inn á sama stig úrtökumótsins og Ólafur Björn en hann er enn við keppni á mótum á Áskorendamótaröðinni.
Alls eru 110 keppendur á mótinu í Þýskalandi en 22 efstu komast áfram á 2. stig úrtökumótsins. Eru alls þrjú stig á úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar.
1. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina fer fram á 8 mismunandi keppnisvöllum. Um 900 kylfingar taka þátt á þessum keppnisstöðum og komast um 25% þeirra áfram á 2. stig úrtökumótsins.
2. stig úrtökumótsins fer fram á fjórum keppnisvöllum samtímis 6.–9. nóvember á Spáni.
3. stigið jafnframt lokaúrtökumótið fer síðan fram 14.–19. nóvember á Spáni.
Þórður og Axel hefja leik í dag á úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn

