Enski boltinn

McClaren hafnaði Newcastle

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
McClaren heldur áfram sem stjóri Derby.
McClaren heldur áfram sem stjóri Derby. vísir/getty
Steve McClaren, knattspyrnustjóri Derby County, hafnaði tilboði Newcastle um að stýra liðinu í síðustu þremur leikjum tímabilsins.

Forráðamenn Newcastle höfðu samband við McClaren á laugardaginn eftir að liðið steinlá 3-0 fyrir nýliðum Leicester City.

McClaren hafnaði því og hann tilkynnti forráðamönnum Derby einnig að hann myndi ekki taka við Newcastle í sumar. John Carver mun því halda áfram sem knattspyrnustjóri liðsins.

Newcastle hefur verið í tómu tjóni á árinu 2015 eða allt síðan Carver tók við stjórnartaumunum af Alan Pardew sem fór til Crystal Palace.

Newcastle hefur aðeins unnið tvo af 16 deildarleikjum sínum á árinu 2015 og situr í 15. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti.

Newcastle á eftir leiki gegn West Brom og West Ham á heimavelli og QPR á útivelli.

McClaren og lærisveinar hans í Derby misstu af sæti í umspili um sæti í úrvalsdeildinni eftir slæman endasprett í B-deildinni, þar sem liðið vann aðeins tvo af síðustu 13 leikjum sínum.


Tengdar fréttir

Williamson neitar fyrir ásakanir Carver

Mike Williamson, varnarmaður Newcastle, gefur lítið fyrir þau ummæli stjóra Newcastle, John Carver, að Williamson hafi reynt að fá viljandi rautt spjald í tapi liðsins gegn Leicester í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×