Níu stig í 16 leikjum hjá Newcastle undir stjórn Carver Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2015 18:00 Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Newcastle undir stjórn John Carver. vísir/getty Ekkert hefur gengið hjá Newcastle United á undanförnum mánuðum eða allt síðan John Carver tók við liðinu af Alan Pardew. Pardew yfirgaf Newcastle og fór til Crystal Palace þegar tímabilið var nákvæmlega hálfnað. Þá var liðið í 10. sæti úrvalsdeildarinnar með 26 stig, mun nær Evrópusæti en fallsæti. Síðan hefur leiðin legið hratt niður á við. Í dag er Newcastle í 15. sæti deildarinnar með 35 stig, aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Móralinn og aginn innan liðsins virðist vera í sögulegu lágmarki en tveir leikmenn Newcastle voru reknir út af í 3-0 tapinu gegn Leicester City á laugardaginn. Eftir leikinn sakaði Carver svo varnarmanninn Mike Williamson að hafa látið reka sig viljandi út af.Mike Williamson var rekinn út af gegn Leicester City á laugardaginn.vísir/gettyNewcastle hefur aðeins fengið níu stig í 16 leikjum undir stjórn Carver og tapað síðustu átta leikjum sínum. Hefði keppni í úrvalsdeildinni hafist um áramótin, þegar Carver tók við, væri Newcastle í neðsta sæti deildarinnar með aðeins níu stig, jafnmörg og nýliðar QPR. Newcastle hefur aðeins unnið tvo leiki, gert þrjú jafntefli og tapað 11 af þeim 16 leikjum sem Carver hefur stýrt Skjórunum í. Markatalan er einnig hræðileg, eða 14-32. Liðið hefur m.ö.o. skorað minna en mark og fengið á sig tvö mörk að meðaltali í leik í stjórnartíð Carvers.Staðan í úrvalsdeildinni hefði keppni hafist um áramótin.mynd/statto.comÞau 0,56 stig sem Newcastle hefur halað inn síðan Carver tók við er þó ekki versti árangur knattspyrnustjóra í sögu úrvalsdeildarinnar. Hann kemst raunar ekki inn á topp 10 samkvæmst lista sem tölfræðisíðan Opta tók saman. Samkvæmt listanum er Jimmy Gabriel versti knattspyrnustjóri í sögu úrvalsdeildarinnar en hann náði aðeins í eitt stig úr sjö leikjum - 0,14 stig að meðaltali í leik - þegar hann var bráðabirgðastjóri Everton tímabilið 1993-94. Næstur á blaði kemur Paul Jewell sem fékk aðeins fimm stig af 72 mögulegum þegar hann stýrði Derby County tímabilið 2007-08.Lista Opta má sjá í heild sinni hér að neðan.Versti árangur knattspyrnustjóra í sögu úrvalsdeildarinnar.mynd/opta Enski boltinn Tengdar fréttir Áttunda tap Newcastle í röð | Sjáðu mörkin Áttunda tap Newcastle í röð og þeir eru í bullandi vandræðum. Búnir að sogast í botnbaráttuna, en allt á uppleið hjá nýliðum Leicester. 2. maí 2015 13:30 Carver sakar Williamson um viljandi rautt spjald John Carver, stjóri Newcastle, sakar Ian Williamson, varnarmann liðsins, um að hafa látið reka sig útaf vísvitandi í leik liðsins gegn Leicester í dag. 2. maí 2015 15:09 Williamson neitar fyrir ásakanir Carver Mike Williamson, varnarmaður Newcastle, gefur lítið fyrir þau ummæli stjóra Newcastle, John Carver, að Williamson hafi reynt að fá viljandi rautt spjald í tapi liðsins gegn Leicester í gær. 3. maí 2015 13:30 Carver hræddur við stuðningsmenn Newcastle Það eru erfiðir dagar hjá stjóra Newcastle, John Carver, um þessar mundir og hann hefur nú beðið félagið um meiri vernd. 27. apríl 2015 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Ekkert hefur gengið hjá Newcastle United á undanförnum mánuðum eða allt síðan John Carver tók við liðinu af Alan Pardew. Pardew yfirgaf Newcastle og fór til Crystal Palace þegar tímabilið var nákvæmlega hálfnað. Þá var liðið í 10. sæti úrvalsdeildarinnar með 26 stig, mun nær Evrópusæti en fallsæti. Síðan hefur leiðin legið hratt niður á við. Í dag er Newcastle í 15. sæti deildarinnar með 35 stig, aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Móralinn og aginn innan liðsins virðist vera í sögulegu lágmarki en tveir leikmenn Newcastle voru reknir út af í 3-0 tapinu gegn Leicester City á laugardaginn. Eftir leikinn sakaði Carver svo varnarmanninn Mike Williamson að hafa látið reka sig viljandi út af.Mike Williamson var rekinn út af gegn Leicester City á laugardaginn.vísir/gettyNewcastle hefur aðeins fengið níu stig í 16 leikjum undir stjórn Carver og tapað síðustu átta leikjum sínum. Hefði keppni í úrvalsdeildinni hafist um áramótin, þegar Carver tók við, væri Newcastle í neðsta sæti deildarinnar með aðeins níu stig, jafnmörg og nýliðar QPR. Newcastle hefur aðeins unnið tvo leiki, gert þrjú jafntefli og tapað 11 af þeim 16 leikjum sem Carver hefur stýrt Skjórunum í. Markatalan er einnig hræðileg, eða 14-32. Liðið hefur m.ö.o. skorað minna en mark og fengið á sig tvö mörk að meðaltali í leik í stjórnartíð Carvers.Staðan í úrvalsdeildinni hefði keppni hafist um áramótin.mynd/statto.comÞau 0,56 stig sem Newcastle hefur halað inn síðan Carver tók við er þó ekki versti árangur knattspyrnustjóra í sögu úrvalsdeildarinnar. Hann kemst raunar ekki inn á topp 10 samkvæmst lista sem tölfræðisíðan Opta tók saman. Samkvæmt listanum er Jimmy Gabriel versti knattspyrnustjóri í sögu úrvalsdeildarinnar en hann náði aðeins í eitt stig úr sjö leikjum - 0,14 stig að meðaltali í leik - þegar hann var bráðabirgðastjóri Everton tímabilið 1993-94. Næstur á blaði kemur Paul Jewell sem fékk aðeins fimm stig af 72 mögulegum þegar hann stýrði Derby County tímabilið 2007-08.Lista Opta má sjá í heild sinni hér að neðan.Versti árangur knattspyrnustjóra í sögu úrvalsdeildarinnar.mynd/opta
Enski boltinn Tengdar fréttir Áttunda tap Newcastle í röð | Sjáðu mörkin Áttunda tap Newcastle í röð og þeir eru í bullandi vandræðum. Búnir að sogast í botnbaráttuna, en allt á uppleið hjá nýliðum Leicester. 2. maí 2015 13:30 Carver sakar Williamson um viljandi rautt spjald John Carver, stjóri Newcastle, sakar Ian Williamson, varnarmann liðsins, um að hafa látið reka sig útaf vísvitandi í leik liðsins gegn Leicester í dag. 2. maí 2015 15:09 Williamson neitar fyrir ásakanir Carver Mike Williamson, varnarmaður Newcastle, gefur lítið fyrir þau ummæli stjóra Newcastle, John Carver, að Williamson hafi reynt að fá viljandi rautt spjald í tapi liðsins gegn Leicester í gær. 3. maí 2015 13:30 Carver hræddur við stuðningsmenn Newcastle Það eru erfiðir dagar hjá stjóra Newcastle, John Carver, um þessar mundir og hann hefur nú beðið félagið um meiri vernd. 27. apríl 2015 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Áttunda tap Newcastle í röð | Sjáðu mörkin Áttunda tap Newcastle í röð og þeir eru í bullandi vandræðum. Búnir að sogast í botnbaráttuna, en allt á uppleið hjá nýliðum Leicester. 2. maí 2015 13:30
Carver sakar Williamson um viljandi rautt spjald John Carver, stjóri Newcastle, sakar Ian Williamson, varnarmann liðsins, um að hafa látið reka sig útaf vísvitandi í leik liðsins gegn Leicester í dag. 2. maí 2015 15:09
Williamson neitar fyrir ásakanir Carver Mike Williamson, varnarmaður Newcastle, gefur lítið fyrir þau ummæli stjóra Newcastle, John Carver, að Williamson hafi reynt að fá viljandi rautt spjald í tapi liðsins gegn Leicester í gær. 3. maí 2015 13:30
Carver hræddur við stuðningsmenn Newcastle Það eru erfiðir dagar hjá stjóra Newcastle, John Carver, um þessar mundir og hann hefur nú beðið félagið um meiri vernd. 27. apríl 2015 12:30