Símnotkun er dauðans alvara Kristján Kristinsson skrifar 10. júlí 2015 07:00 Fésbókarvinur minn setti eftirfarandi lýsingu á síðuna sína: „Lenti í tveimur háskatilvikum á þjóðveginum í gær. Í fyrra tilvikinu var um að ræða svartan jeppa sem við hjónin mættum skammt frá Bjarkarlundi. Þegar nokkrir tugir metra voru í bílinn sveigði hann skyndilega yfir á okkar vegarhelming og ók beint á móti okkur. Ég hafði enga möguleika á að forðast hann en snarhægði ferðina. Þegar örskammt var í bílinn snarsveigði hann til baka. Þarna skildu aðeins sekúndur á milli lífs og dauða. Líklega var maðurinn að senda sms.“ Ímyndaðu þér að þú sért að mæta stórum flutningabíl á þjóðvegi 1 og bílstjórinn er að tala í símann. Hvað myndirðu segja við því ef ég héldi því fram að þú værir í jafn mikilli hættu og ef bílstjórinn á móti væri búinn að drekka nokkra bjóra? Skv. 45. grein íslenskra umferðarlaga má enginn stjórna, eða reyna að stjórna, vélknúnu ökutæki undir áhrifum áfengis. Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 0,50 prómillum eða meira telst hann ekki geta stjórnað ökutæki örugglega og ef vínandamagn er meira en 1,20 prómill telst hann óhæfur til að stjórna ökutæki. En hvað með farsímanotkun? Getur ökumaður sem notar farsíma við akstur stjórnað ökutæki af öryggi? Rannsóknir hafa verið gerðar þar sem borin er saman hæfni fólks við akstur annars vegar undir áhrifum áfengis (0,80 prómill) og hins vegar edrú en að tala í farsíma. Í ljós kemur að viðbragð fólks með þetta mikið áfengi í blóðinu er ekki seinna og í sumum tilvikum skjótara en hjá þeim sem eru edrú en að tala í farsíma undir stýri. Gildir þá einu hvort um er að ræða handfrjálsan búnað eða símann við eyrað, athyglin er annars staðar og það hefur áhrif á viðbragðið. Þið getið ímyndað ykkur hvert viðbragðið er hjá þeim sem senda sms undir stýri, en því miður hefur maður orðið vitni að slíku atferli.Umferðarslys eiga sér orsakir Ég starfa sem öryggisstjóri hjá stóru fyrirtæki og reynslan hefur kennt mér að vinnuslys gerast ekki af því að menn eru óheppnir. Vinnuslys eiga sér orsakir, í flestum tilvikum vegna þess að við erum mannleg og gerum mistök eða vegna hættulegra aðstæðna. Hið sama gildir um umferðarslys, þau eiga sér orsakir og yfirleitt mannlegar. Við tökum hart á akstri undir áhrifum áfengis eða fíkniefna en hvers vegna erum við svona umburðarlynd gagnvart því hættulega og ólöglega atferli að tala í síma við akstur? Sennilega vegna þess að við gerum okkur ekki grein fyrir því hvað athyglin hefur mikil áhrif á viðbragð og við ofmetum hæfileika okkar til að gera marga hluti samtímis. En hvað er til ráða? Mikilvægt er að þeir sem koma að þjálfun ungra ökumanna brýni fyrir þeim að akstur og símnotkun fara ekki saman. Símafyrirtækin nota mikið fé í auglýsingar á hverju ári, hvernig væri að þau notuðu hluta af því fé til að hvetja til öruggrar símnotkunar? Við þurfum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort eitt símtal geti verið svo mikilvægt að það réttlæti að stofna lífi og limum okkar og annarra í hættu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fésbókarvinur minn setti eftirfarandi lýsingu á síðuna sína: „Lenti í tveimur háskatilvikum á þjóðveginum í gær. Í fyrra tilvikinu var um að ræða svartan jeppa sem við hjónin mættum skammt frá Bjarkarlundi. Þegar nokkrir tugir metra voru í bílinn sveigði hann skyndilega yfir á okkar vegarhelming og ók beint á móti okkur. Ég hafði enga möguleika á að forðast hann en snarhægði ferðina. Þegar örskammt var í bílinn snarsveigði hann til baka. Þarna skildu aðeins sekúndur á milli lífs og dauða. Líklega var maðurinn að senda sms.“ Ímyndaðu þér að þú sért að mæta stórum flutningabíl á þjóðvegi 1 og bílstjórinn er að tala í símann. Hvað myndirðu segja við því ef ég héldi því fram að þú værir í jafn mikilli hættu og ef bílstjórinn á móti væri búinn að drekka nokkra bjóra? Skv. 45. grein íslenskra umferðarlaga má enginn stjórna, eða reyna að stjórna, vélknúnu ökutæki undir áhrifum áfengis. Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 0,50 prómillum eða meira telst hann ekki geta stjórnað ökutæki örugglega og ef vínandamagn er meira en 1,20 prómill telst hann óhæfur til að stjórna ökutæki. En hvað með farsímanotkun? Getur ökumaður sem notar farsíma við akstur stjórnað ökutæki af öryggi? Rannsóknir hafa verið gerðar þar sem borin er saman hæfni fólks við akstur annars vegar undir áhrifum áfengis (0,80 prómill) og hins vegar edrú en að tala í farsíma. Í ljós kemur að viðbragð fólks með þetta mikið áfengi í blóðinu er ekki seinna og í sumum tilvikum skjótara en hjá þeim sem eru edrú en að tala í farsíma undir stýri. Gildir þá einu hvort um er að ræða handfrjálsan búnað eða símann við eyrað, athyglin er annars staðar og það hefur áhrif á viðbragðið. Þið getið ímyndað ykkur hvert viðbragðið er hjá þeim sem senda sms undir stýri, en því miður hefur maður orðið vitni að slíku atferli.Umferðarslys eiga sér orsakir Ég starfa sem öryggisstjóri hjá stóru fyrirtæki og reynslan hefur kennt mér að vinnuslys gerast ekki af því að menn eru óheppnir. Vinnuslys eiga sér orsakir, í flestum tilvikum vegna þess að við erum mannleg og gerum mistök eða vegna hættulegra aðstæðna. Hið sama gildir um umferðarslys, þau eiga sér orsakir og yfirleitt mannlegar. Við tökum hart á akstri undir áhrifum áfengis eða fíkniefna en hvers vegna erum við svona umburðarlynd gagnvart því hættulega og ólöglega atferli að tala í síma við akstur? Sennilega vegna þess að við gerum okkur ekki grein fyrir því hvað athyglin hefur mikil áhrif á viðbragð og við ofmetum hæfileika okkar til að gera marga hluti samtímis. En hvað er til ráða? Mikilvægt er að þeir sem koma að þjálfun ungra ökumanna brýni fyrir þeim að akstur og símnotkun fara ekki saman. Símafyrirtækin nota mikið fé í auglýsingar á hverju ári, hvernig væri að þau notuðu hluta af því fé til að hvetja til öruggrar símnotkunar? Við þurfum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort eitt símtal geti verið svo mikilvægt að það réttlæti að stofna lífi og limum okkar og annarra í hættu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar