Hjartahnoð með hælnum Sigmundur Guðbjarnason skrifar 24. ágúst 2015 07:00 Í grein sem birtist í tímaritinu New Scientist í ágúst 2015 er fjallað um hjartahnoð, sem oft er beitt við óvænt hjartastopp og getur komið í veg fyrir heilaskaða þar til hjálp berst og bjargar þannig lífi þess sem varð fyrir áfallinu. Bob Trenkamp kennir þessa aðferð á vegum samtaka sem nefnast „Saving Lives“ eða „Björgum lífi“ í Savannah í Georgia í Bandaríkjunum og svaraði hann nokkrum spurningum blaðamannsins Jessicu Harnzelou. Jessica spurði: „Eru einhver vandamál varðandi þá aðferð sem er notuð í dag við hjartahnoð?“ Bob svaraði: „Til að pressa brjóstkassann niður um 5 cm, sem er nauðsynlegt til að hjartað dæli eftir hjartastopp, þá þarf að beita þrýstingi sem er 59 kg á bringubeinið. Þú heldur ef til vill að þetta sé ekki mikið en konan mín er 52 kg svo þetta verður erfitt fyrir mig. Hún getur ekki náð þessum þrýstingi þegar hún er á hnjánum hjá mér en hún getur þetta með hælunum ef hún stendur upprétt.“ „Hvernig datt þér í hug að nota hælinn við hjartahnoð?“ „Ég lifi í samfélagi eldriborgara þar sem margir eru með liðagigt í úlnlið og handleggjum. Þeir gátu ekki náð viðunandi þrýstingi á æfingadúkku svo ég sagði við einn náungann, notaðu stól til að styðjast við og notaðu svo hælinn til að ná fram nægum þrýstingi á bringubeinið.“ „Hvernig gerir þú hjartahnoð standandi?“ „Þú tekur af þér skóna og stendur við höfuðið á þeim meðvitundarlausa, snýrð að fótum hans og styður þig við stól. Næst setur þú hæl á mitt brjóstið milli geirvartanna og ýtir niður tvisvar á sekúndu.“ „Er auðveldara að gefa hjartahnoð standandi?“ „Eldra fólk fær oftast hjartastopp og þá heima hjá sér. Oftast er makinn á svipuðum aldri. Við báðum 44 einstaklinga sem voru í áhættuhópi að gefa dúkkunni hjartahnoð í 10 mín. sem er sá tími sem tekur sjúkrabílinn að komast á staðinn. Aðeins sjö einstaklingar gátu gert þetta. Þrír úr hópnum gátu ekki farið niður á gólfið vegna vanheilsu. Rúmlega helmingur þeirra sem voru í hópnum gat veitt hjartahnoð með hælnum.“ Að lokum spurði Jessica: „Ert þú líklegur til að meiða einhvern?“ Bob svaraði: „Við venjulegt hjartahnoð gert með réttum þrýstingi gæti maður skaðað rifbein í einhverjum, fólk kallar það rifbrot en þau brotna yfirleitt ekki en losna frá bringubeininu. Það getur tekið allt að 60 daga að lagast aftur en ef ekki er notaður nægur þrýstingur á bringubeinið við hjartahnoð þá deyr einstaklingurinn.“ Þessu er hér komið á framfæri því við sjáum oft í dagblöðum fréttir af því að einhver hafi orðið bráðkvaddur, hafi dáið skyndidauða, ýmist eldri og jafnvel yngri einstaklingar. Frá Embætti landlæknis fáum við þær upplýsingar að fjöldi þeirra sem deyja skyndidauða utan sjúkrahúsa sé á bilinu 120-140 á ári og í 80% tilvika hjá fullorðnum er orsökin hjartastopp. Fólk er hvatt til að kynna sér einföld viðbrögð við hjartastoppi sem Endurlífgunarráð, Landlæknisembættið og Rauði kross Íslands hafa kynnt. Þessar leiðbeiningar má finna á netinu en hjartahnoð með hælnum er þar ekki að finna en gæti komið að gagni við sérstakar aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í tímaritinu New Scientist í ágúst 2015 er fjallað um hjartahnoð, sem oft er beitt við óvænt hjartastopp og getur komið í veg fyrir heilaskaða þar til hjálp berst og bjargar þannig lífi þess sem varð fyrir áfallinu. Bob Trenkamp kennir þessa aðferð á vegum samtaka sem nefnast „Saving Lives“ eða „Björgum lífi“ í Savannah í Georgia í Bandaríkjunum og svaraði hann nokkrum spurningum blaðamannsins Jessicu Harnzelou. Jessica spurði: „Eru einhver vandamál varðandi þá aðferð sem er notuð í dag við hjartahnoð?“ Bob svaraði: „Til að pressa brjóstkassann niður um 5 cm, sem er nauðsynlegt til að hjartað dæli eftir hjartastopp, þá þarf að beita þrýstingi sem er 59 kg á bringubeinið. Þú heldur ef til vill að þetta sé ekki mikið en konan mín er 52 kg svo þetta verður erfitt fyrir mig. Hún getur ekki náð þessum þrýstingi þegar hún er á hnjánum hjá mér en hún getur þetta með hælunum ef hún stendur upprétt.“ „Hvernig datt þér í hug að nota hælinn við hjartahnoð?“ „Ég lifi í samfélagi eldriborgara þar sem margir eru með liðagigt í úlnlið og handleggjum. Þeir gátu ekki náð viðunandi þrýstingi á æfingadúkku svo ég sagði við einn náungann, notaðu stól til að styðjast við og notaðu svo hælinn til að ná fram nægum þrýstingi á bringubeinið.“ „Hvernig gerir þú hjartahnoð standandi?“ „Þú tekur af þér skóna og stendur við höfuðið á þeim meðvitundarlausa, snýrð að fótum hans og styður þig við stól. Næst setur þú hæl á mitt brjóstið milli geirvartanna og ýtir niður tvisvar á sekúndu.“ „Er auðveldara að gefa hjartahnoð standandi?“ „Eldra fólk fær oftast hjartastopp og þá heima hjá sér. Oftast er makinn á svipuðum aldri. Við báðum 44 einstaklinga sem voru í áhættuhópi að gefa dúkkunni hjartahnoð í 10 mín. sem er sá tími sem tekur sjúkrabílinn að komast á staðinn. Aðeins sjö einstaklingar gátu gert þetta. Þrír úr hópnum gátu ekki farið niður á gólfið vegna vanheilsu. Rúmlega helmingur þeirra sem voru í hópnum gat veitt hjartahnoð með hælnum.“ Að lokum spurði Jessica: „Ert þú líklegur til að meiða einhvern?“ Bob svaraði: „Við venjulegt hjartahnoð gert með réttum þrýstingi gæti maður skaðað rifbein í einhverjum, fólk kallar það rifbrot en þau brotna yfirleitt ekki en losna frá bringubeininu. Það getur tekið allt að 60 daga að lagast aftur en ef ekki er notaður nægur þrýstingur á bringubeinið við hjartahnoð þá deyr einstaklingurinn.“ Þessu er hér komið á framfæri því við sjáum oft í dagblöðum fréttir af því að einhver hafi orðið bráðkvaddur, hafi dáið skyndidauða, ýmist eldri og jafnvel yngri einstaklingar. Frá Embætti landlæknis fáum við þær upplýsingar að fjöldi þeirra sem deyja skyndidauða utan sjúkrahúsa sé á bilinu 120-140 á ári og í 80% tilvika hjá fullorðnum er orsökin hjartastopp. Fólk er hvatt til að kynna sér einföld viðbrögð við hjartastoppi sem Endurlífgunarráð, Landlæknisembættið og Rauði kross Íslands hafa kynnt. Þessar leiðbeiningar má finna á netinu en hjartahnoð með hælnum er þar ekki að finna en gæti komið að gagni við sérstakar aðstæður.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun