Búseta 1.000 eldri borgara í uppnámi Haraldur Finnsson skrifar 24. ágúst 2015 07:00 Búmenn er húsnæðissamvinnufélag fyrir 50 ára og eldri. Það á 540 íbúðir í 13 sveitarfélögum. Á höfuðborgarsvæðinu eru þessar íbúðir eftirsóttar enda mjög hentugar fyrir eldra fólk. Í íbúðum þeirra búa nú nær 1.000 manns við óvissu eftir að félagið fór í greiðslustöðvun í vor. Gjaldþrot félagsins hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar, bæði fyrir íbúana og Íbúðalánasjóð, sem myndi tapa miklum fjármunum. Meðalaldur íbúanna er 70-75 ár, flestir því eftirlaunafólk sem hefur þurft að taka á sig miklar kjaraskerðingar á liðnum árum. Ef ekki á illa að fara verða stjórnvöld, bæði ríkis og sveitarfélaga, að koma að lausn málsins. Stjórnvöld bera ábyrgð á því hvernig er komið, m.a. með því að íbúar húsnæðissamvinnufélaga sátu ekki við sama borð og aðrir íbúðareigendur varðandi leiðréttingu á húsnæðislánum og reyndar af fleiri ástæðum. Í reglum Íbúðalánasjóðs segir að meta skuli þörf fyrir húsnæði. Þrátt fyrir það var lánað til bygginga á svæðum þar sem þörfin var ekki fyrir hendi, líklega fyrir þrýsting frá sveitarfélögunum.Tugir tómra íbúða Ábyrgðin er því ekki eingöngu stjórnenda félagsins þó vissulega hafi ýmislegt farið úrskeiðis hjá þeim. Vandi félagsins felst einkum í endurgreiðslu á búseturétti í íbúðum sem ekki hefur tekist að selja aftur. Félagið situr uppi með nokkra tugi tómra íbúða í nokkrum sveitarfélögum, einkum á Suðurnesjum og í Hveragerði. Vandinn er bundinn við ákveðin svæði, annars staðar eru íbúðirnar eftirsóttar. En allir íbúar Búmannaíbúða eru samábyrgir. Þegar almennir sjóðir félagsins dugðu ekki til að greiða út búseturétti greip stjórnin til þess óyndisúrræðis að nýta Viðhaldssjóð félagsins sem allir íbúar hafa greitt í til að sinna eðlilegu viðhaldi, án þess að spyrja eða láta íbúa vita. Hvergi kemur fram í lögunum að sú notkun sjóðsins sé heimil. Þarna var fé í eigu félagsmanna notað á mjög vafasaman hátt. Stjórn félagsins hefur tregðast við að upplýsa og hafa samráð við félagsmenn. Hefur frestað að halda aðalfund fram í september þó samþykktir segi að hann skuli halda í júní. Þrátt fyrir að lög og samþykktir segi til um að þá skuli ráðuneyti grípa inn í þá gerist ekkert. Núverandi staða íbúanna er misjöfn eftir byggingarflokkum en greiðslur af lánum hafa hækkað jafnt og þétt og auk þess þarf að greiða fasteignagjöld, tryggingar, rekstur húsfélagsins og svo áfram í viðhaldssjóð sem er nánast tómur eftir að hafa verið (mis)notaður í að greiða út búseturéttargjöld. Sérstaklega bitnar þetta illa á einhleypum og þeim sem missa maka og þurfa að greiða af íbúð sinni einir. Þegar mánaðargjöld af íbúð hjá Búmönnum eru komin í 150-200 þúsund á mánuði þá er ljóst að staðan er alvarleg fyrir einstakling á lágmarkslífeyri. Boðuð frumvörp um húsnæðismál duga ekki í þessu máli. Leysa verður málið strax. Annars lenda 1.000 íbúar, flestir á eftirlaunaaldri, í ógöngum með búsetu sína. Hvernig ætla sveitarfélögin, þar sem þessar íbúðir eru, að bregðast við? Á enn einu sinni að herða að eftirlaunafólki og ganga á rétt þess? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Búmenn er húsnæðissamvinnufélag fyrir 50 ára og eldri. Það á 540 íbúðir í 13 sveitarfélögum. Á höfuðborgarsvæðinu eru þessar íbúðir eftirsóttar enda mjög hentugar fyrir eldra fólk. Í íbúðum þeirra búa nú nær 1.000 manns við óvissu eftir að félagið fór í greiðslustöðvun í vor. Gjaldþrot félagsins hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar, bæði fyrir íbúana og Íbúðalánasjóð, sem myndi tapa miklum fjármunum. Meðalaldur íbúanna er 70-75 ár, flestir því eftirlaunafólk sem hefur þurft að taka á sig miklar kjaraskerðingar á liðnum árum. Ef ekki á illa að fara verða stjórnvöld, bæði ríkis og sveitarfélaga, að koma að lausn málsins. Stjórnvöld bera ábyrgð á því hvernig er komið, m.a. með því að íbúar húsnæðissamvinnufélaga sátu ekki við sama borð og aðrir íbúðareigendur varðandi leiðréttingu á húsnæðislánum og reyndar af fleiri ástæðum. Í reglum Íbúðalánasjóðs segir að meta skuli þörf fyrir húsnæði. Þrátt fyrir það var lánað til bygginga á svæðum þar sem þörfin var ekki fyrir hendi, líklega fyrir þrýsting frá sveitarfélögunum.Tugir tómra íbúða Ábyrgðin er því ekki eingöngu stjórnenda félagsins þó vissulega hafi ýmislegt farið úrskeiðis hjá þeim. Vandi félagsins felst einkum í endurgreiðslu á búseturétti í íbúðum sem ekki hefur tekist að selja aftur. Félagið situr uppi með nokkra tugi tómra íbúða í nokkrum sveitarfélögum, einkum á Suðurnesjum og í Hveragerði. Vandinn er bundinn við ákveðin svæði, annars staðar eru íbúðirnar eftirsóttar. En allir íbúar Búmannaíbúða eru samábyrgir. Þegar almennir sjóðir félagsins dugðu ekki til að greiða út búseturétti greip stjórnin til þess óyndisúrræðis að nýta Viðhaldssjóð félagsins sem allir íbúar hafa greitt í til að sinna eðlilegu viðhaldi, án þess að spyrja eða láta íbúa vita. Hvergi kemur fram í lögunum að sú notkun sjóðsins sé heimil. Þarna var fé í eigu félagsmanna notað á mjög vafasaman hátt. Stjórn félagsins hefur tregðast við að upplýsa og hafa samráð við félagsmenn. Hefur frestað að halda aðalfund fram í september þó samþykktir segi að hann skuli halda í júní. Þrátt fyrir að lög og samþykktir segi til um að þá skuli ráðuneyti grípa inn í þá gerist ekkert. Núverandi staða íbúanna er misjöfn eftir byggingarflokkum en greiðslur af lánum hafa hækkað jafnt og þétt og auk þess þarf að greiða fasteignagjöld, tryggingar, rekstur húsfélagsins og svo áfram í viðhaldssjóð sem er nánast tómur eftir að hafa verið (mis)notaður í að greiða út búseturéttargjöld. Sérstaklega bitnar þetta illa á einhleypum og þeim sem missa maka og þurfa að greiða af íbúð sinni einir. Þegar mánaðargjöld af íbúð hjá Búmönnum eru komin í 150-200 þúsund á mánuði þá er ljóst að staðan er alvarleg fyrir einstakling á lágmarkslífeyri. Boðuð frumvörp um húsnæðismál duga ekki í þessu máli. Leysa verður málið strax. Annars lenda 1.000 íbúar, flestir á eftirlaunaaldri, í ógöngum með búsetu sína. Hvernig ætla sveitarfélögin, þar sem þessar íbúðir eru, að bregðast við? Á enn einu sinni að herða að eftirlaunafólki og ganga á rétt þess?
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun