Nota verkfall sem vopn Helga María Guðmundsdóttir skrifar 4. maí 2015 14:44 Nú er komið að því. Það er búið að setja mig í þá stöðu að ég þarf að kjósa hvort ég vil sem hjúkrunarfræðingur fara í verkfall eða ekki og þar með krefja yfirvöld til þess að koma til móts við launakröfur okkar. Helsta áhersla hjúkrunarfræðinga í þessari kjarabaráttu er hækkun á dagvinnulaunum okkar. Sjálf hafnaði ég atvinnuboði fyrr á árinu á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga einfaldlega vegna þess að ég hafði ekki efni á því að vinna á dagdeild. Persónulega finnst mér mjög erfitt að taka þátt í þessari kosningu. Ég vil að sjálfsögðu ekki að starfsemi spítalans skerðist enn meira þar sem ég veit að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á hana, en ég verð að taka afstöðu. Það er enn verkfall í gangi innan veggja Landspítalans og hefur verið síðan 7. apríl síðastliðinn, verkfallið er búið að hafa mikil áhrif þrátt fyrir litla umfjöllun í fjölmiðlum að mínu mati.Slæm áhrif á spítalann Sem dæmi má nefna þá eru geislafræðingar í verkfalli og þar með er takmörkun á öllum myndrannsóknum, í miðju verkfalli kom það upp að annað tölvusneiðmyndatækið bilaði. Landspítalinn má ekki eiga varahluti þar sem það er talið of kostnaðarsamt. Það tók fjóra daga að fá varahlutinn sendan að utan og þar með var enn meiri skerðing á þessari þjónustu. Á þessum tíma þurfti að flytja alla þá sjúklinga sem lágu inni á spítalanum í Fossvogi yfir á Hringbraut í sjúkrabíl til þess að komast í rannsóknina. Lífeindafræðingar eru einnig í verkfalli og þess vegna þarf að forgagngsraða hver fær að fara í blóðrannsókn og hver ekki. Þetta er einföld rannsókn í framkvæmd og á að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenning. En svo má ekki gleyma einu, við heilbrigðisstarfsmenn gerum einnig mistök og það er ekki spurning hvort við gerum þau heldur hversu veigamikil þau verða. Rannsóknir sýna að fleiri lyfjamistök verða við meira álag (Tang o.fl., 2007) og einnig fleiri stunguóhöpp (Patrician o.fl., 2011).Vilja ekki meta störf hjúkrunarfræðingaÉg verð að viðurkenna að mér finnst mjög sérstakt að yfirvöld vilja ekki meta störf okkar. Ég hef fengið endalaust þakklæti frá sjúklingum, aðstandendum og öðru starfsfólki og í raun líður mér mjög vel í vinnunni. Ég veit að mitt framlag og allra annarra starfsmanna spítalans skiptir mjög miklu máli í samfélaginu okkar. Þegar ég útskrifaðist sá ég mig ekki nota verkfall sem vopn til að fá mínu framgegnt. En til þess að leggja áherslu á ákvörðun mína og setja þetta í samhengi þá hef ég unnið á Landspítalanum í tæp sjö ár. Grunnlaunin mín í dag eru 334.865 kr. og ég hef aldrei fengið launahækkun vegna verðleika minna, heldur aðeins vegna námskeiða sem ég hef tekið eða vegna hækkandi aldurs. Það eru aðeins 20.000 kr. frá útskrift sem var fyrir tveimur árum síðan. Beiðni minni um launahækkun eftir að ég var búin með 32 einingar í meistaranámi var hafnað, á þeim grundvelli að ég gæti ekki sannað að námið nýtist mér í starfi hjúkrunar þrátt fyrir góðan rökstuðning, en námið er ekki innan hjúkrunarfræðideildarinnar. Nú er verið að leggja fram kröfur um að grunnlaun á landinu ættu að vera 300.000 kr. sem er aðeins 15 þúsund krónum minna en ég fékk við útskrift. En til hvers þá að mennta sig, eyða fjórum árum í nám og þurfa að taka námslán ef ég fæ sömu laun fyrir erfiðið og ófaglærðir. Ég mun taka þátt í þessari kosningu og ég mun kjósa það að fara í verkfall, ég vona að aðrir hjúkrunarfræðingar geri það sama og að almenningur fyrirgefi mér fyrir að taka þessa ákvörðun og standi með mér og öðrum hjúkrunarfræðingum í okkar kjarabaráttu.Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Heimildir:Patrician P.A., Pryor E., Fridman M. og Loan L. (2011). Needlestick injuries among nursing staff: Association with shift-level staffing. American Journal of Infection Control. 39(6), 477-482.Tang F.I., Sheu J.S., Yu S., Wei .IL. og Chen C.H. (2007). Nurses relate the contributing factors involved in medication errors. Journal of Clinical Nursing 16, 447-457. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er komið að því. Það er búið að setja mig í þá stöðu að ég þarf að kjósa hvort ég vil sem hjúkrunarfræðingur fara í verkfall eða ekki og þar með krefja yfirvöld til þess að koma til móts við launakröfur okkar. Helsta áhersla hjúkrunarfræðinga í þessari kjarabaráttu er hækkun á dagvinnulaunum okkar. Sjálf hafnaði ég atvinnuboði fyrr á árinu á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga einfaldlega vegna þess að ég hafði ekki efni á því að vinna á dagdeild. Persónulega finnst mér mjög erfitt að taka þátt í þessari kosningu. Ég vil að sjálfsögðu ekki að starfsemi spítalans skerðist enn meira þar sem ég veit að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á hana, en ég verð að taka afstöðu. Það er enn verkfall í gangi innan veggja Landspítalans og hefur verið síðan 7. apríl síðastliðinn, verkfallið er búið að hafa mikil áhrif þrátt fyrir litla umfjöllun í fjölmiðlum að mínu mati.Slæm áhrif á spítalann Sem dæmi má nefna þá eru geislafræðingar í verkfalli og þar með er takmörkun á öllum myndrannsóknum, í miðju verkfalli kom það upp að annað tölvusneiðmyndatækið bilaði. Landspítalinn má ekki eiga varahluti þar sem það er talið of kostnaðarsamt. Það tók fjóra daga að fá varahlutinn sendan að utan og þar með var enn meiri skerðing á þessari þjónustu. Á þessum tíma þurfti að flytja alla þá sjúklinga sem lágu inni á spítalanum í Fossvogi yfir á Hringbraut í sjúkrabíl til þess að komast í rannsóknina. Lífeindafræðingar eru einnig í verkfalli og þess vegna þarf að forgagngsraða hver fær að fara í blóðrannsókn og hver ekki. Þetta er einföld rannsókn í framkvæmd og á að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenning. En svo má ekki gleyma einu, við heilbrigðisstarfsmenn gerum einnig mistök og það er ekki spurning hvort við gerum þau heldur hversu veigamikil þau verða. Rannsóknir sýna að fleiri lyfjamistök verða við meira álag (Tang o.fl., 2007) og einnig fleiri stunguóhöpp (Patrician o.fl., 2011).Vilja ekki meta störf hjúkrunarfræðingaÉg verð að viðurkenna að mér finnst mjög sérstakt að yfirvöld vilja ekki meta störf okkar. Ég hef fengið endalaust þakklæti frá sjúklingum, aðstandendum og öðru starfsfólki og í raun líður mér mjög vel í vinnunni. Ég veit að mitt framlag og allra annarra starfsmanna spítalans skiptir mjög miklu máli í samfélaginu okkar. Þegar ég útskrifaðist sá ég mig ekki nota verkfall sem vopn til að fá mínu framgegnt. En til þess að leggja áherslu á ákvörðun mína og setja þetta í samhengi þá hef ég unnið á Landspítalanum í tæp sjö ár. Grunnlaunin mín í dag eru 334.865 kr. og ég hef aldrei fengið launahækkun vegna verðleika minna, heldur aðeins vegna námskeiða sem ég hef tekið eða vegna hækkandi aldurs. Það eru aðeins 20.000 kr. frá útskrift sem var fyrir tveimur árum síðan. Beiðni minni um launahækkun eftir að ég var búin með 32 einingar í meistaranámi var hafnað, á þeim grundvelli að ég gæti ekki sannað að námið nýtist mér í starfi hjúkrunar þrátt fyrir góðan rökstuðning, en námið er ekki innan hjúkrunarfræðideildarinnar. Nú er verið að leggja fram kröfur um að grunnlaun á landinu ættu að vera 300.000 kr. sem er aðeins 15 þúsund krónum minna en ég fékk við útskrift. En til hvers þá að mennta sig, eyða fjórum árum í nám og þurfa að taka námslán ef ég fæ sömu laun fyrir erfiðið og ófaglærðir. Ég mun taka þátt í þessari kosningu og ég mun kjósa það að fara í verkfall, ég vona að aðrir hjúkrunarfræðingar geri það sama og að almenningur fyrirgefi mér fyrir að taka þessa ákvörðun og standi með mér og öðrum hjúkrunarfræðingum í okkar kjarabaráttu.Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Heimildir:Patrician P.A., Pryor E., Fridman M. og Loan L. (2011). Needlestick injuries among nursing staff: Association with shift-level staffing. American Journal of Infection Control. 39(6), 477-482.Tang F.I., Sheu J.S., Yu S., Wei .IL. og Chen C.H. (2007). Nurses relate the contributing factors involved in medication errors. Journal of Clinical Nursing 16, 447-457.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun