Guðjón Valur: Búinn að reyna við þennan í nokkur ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2015 06:00 Guðjón Valur skoraði 11 mörk um helgina. vísir/getty „Tilfinningin er góð,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, nýbakaður Evrópumeistari með Barcelona, í stuttu samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Þegar blaðamaður sló á þráðinn til landsliðsfyrirliðans var hann, ásamt félögum sínum, á leið heim til Barcelona frá Köln, þar sem úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handbolta fór fram.Tókst í fimmtu tilraun Þetta var fimmta árið í röð sem Guðjón kemst til Kölnar, með fjórða liðinu, en hann hafði áður komist í undanúrslitin með Rhein-Neckar Löwen, AG Köbenhavn og Kiel. Frá 2011-2013 féllu lið landsliðsfyrirliðans út í undanúrslitunum en hann fór með Kiel í úrslitaleikinn í fyrra. Það var svo loks í ár sem takmarkið náðist. „Maður er búinn að reyna við þennan í nokkur ár en nú tókst það,“ sagði Guðjón og bætti við að biðin eftir Meistaradeildartitlinum hefði ekki verið farin að leggjast þungt á hann. Barcelona sló pólska liðið Vive Targi Kielce út í undanúrslitunum, 33-28. Börsungar voru með yfirhöndina nær allan leikinn. Katalóníuliðið leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 16-14, og skoraði svo fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks. Þá kom mikill kraftur í Kielce-menn sem náðu að jafna leikinn. En á lokakaflanum skellti Danijel Saric í lás í marki Barcelona sem vann að lokum fimm marka sigur, 33-28. Guðjón Valur átti góðan leik í liði Börsunga og skoraði fimm mörk.Börsungar hafa unnið Meistaradeildina níu sinnum.vísir/gettyStórleikur Arons dugði ekki til Í úrslitaleiknum í gær mætti Barcelona svo ungverska stórliðinu Veszprém sem sló Kiel út í seinni undanúrslitaleiknum. Aron Pálmarsson fór á kostum í liði Kiel, gegn sínum verðandi samherjum í liði Veszprém, en íslenski landsliðsmaðurinn skoraði níu mörk í leiknum og átti auk þess nokkrar stoðsendingar á félaga sína. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en frábær byrjun Ungverjanna í seinni hálfleik gerði útslagið. Þeir komust fljótlega í 18-14 og það bil náði Kiel ekki að brúa. Veszprém vann að lokum fjögurra marka sigur, 31-27. Ekki tók betra við hjá lærisveinum Alfreðs í leiknum um 3. sætið sem þeir töpuðu 28-26 fyrir Kielce. Aron skoraði tvö mörk í leiknum. Veszprém komst tvívegis yfir í byrjun úrslitaleiksins en það voru einu skiptin sem liðið var með forystuna í gær. Börsungar náðu fljótlega undirtökunum en Ungverjarnir voru þó aldrei langt undan.Guðjón Valur var markahæstur Börsunga í úrslitaleiknum ásamt Nikola Karabatic. Þeir skoruðu báðir sex mörk.vísir/gettyGóður endasprettur skildi að „Það var ekki við öðru að búast, Veszprém er með frábært lið og er erfitt við að eiga,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við erum einfaldlega ánægðir með að hafa unnið leikinn. Vörnin og markvarslan hjá okkur í seinni hálfleik var aðeins betri en hjá þeim og það skilaði nokkrum hraðaupphlaupum,“ sagði Guðjón ennfremur en hann skoraði sex mörk í úrslitaleiknum og var markahæstur í liði Barcelona ásamt Nikola Karabatic sem var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar. Staðan var 14-10 í hálfleik, Barcelona í vil en Lazlo Nagý, fyrirliði Veszprém, minnkaði muninn í tvö mörk, 19-17, þegar 18 mínútur voru eftir af leiknum. Þá gáfu Börsungar aftur í og unnu að lokum fimm marka sigur, 28-23. Þetta er í níunda sinn sem Barcelona vinnur Meistaradeildina. Aðspurður hvort það yrði tekið á móti liðsmönnum Barcelona með pompi og prakt við heimkomuna sagði Guðjón: „Ég veit ekkert hvað tekur við og mér er eiginlega alveg sama. Ég elti bara liðið og við fögnum þessum áfanga sem við náðum,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson að lokum. Handbolti Tengdar fréttir Strákarnir okkar allir mættir til Kölnar Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson mættu síðastir með Kiel þar sem flugi liðsins seinkaði. 28. maí 2015 18:49 Verður Guðjón Valur Evrópumeistari? Barcelona gæti unnið sinn níunda Meistaradeildartitil. 31. maí 2015 12:30 Níu mörk Arons dugðu ekki til Kiel beið lægri hlut fyrir Veszprem, 31-27, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta þar sem Aron skoraði 9 mörk fyrir Kiel. 30. maí 2015 17:47 Cupic sagði sögu af Guðjóni Val: Tók tveggja tíma æfingu eftir útileik og rútuferð „Ég spurði hann bara hvað hann væri að pæla?“ 30. maí 2015 10:00 Guðjón faðmar bikarinn að sér í sæluvímu Guðjón Valur setti skemmtilega mynd af sér í faðmlögum við Meistaradeildarbikarinn. 31. maí 2015 20:59 Guðjón Valur í úrslit annað árið í röð Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk þegar Barcelona vann fimm marka sigur á Kielce. 30. maí 2015 14:44 Þrír samherjar Guðjóns Vals í stjörnuliði Meistaradeildarinnar Metkosning í stjörnuliðið að þessu sinni en enginn Íslendingur komst í liðið. 29. maí 2015 21:45 Sjáðu ótrúlega markvörslu Palicka Sænski markvörðurinn Andreas Palicka hjá Kiel sýndi ótrúleg tilþrif í markinu hjá Kiel. 31. maí 2015 15:17 Guðjón Valur Evrópumeistari með Barcelona | Myndir Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu með 28-23 sigri á Veszprem. 31. maí 2015 17:38 Nær Alfreð fjórða titlinum í Köln? Enginn þjálfari hefur unnið Meistaradeildina í Final Four-fyrirkomulaginu oftar en Alfreð Gíslason. 28. maí 2015 21:45 Helgi sem Alfreð og Aron vilja líklega gleyma Kiel varð að sætta sig við tap gegn Kielce í leik um 3. sætið. 31. maí 2015 15:03 Vann þrjá með Ólafi en vinnur hann líka einn með Guðjóni Val? Tvö Íslendingalið gætu mæst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í handbolta. 30. maí 2015 06:00 Guðjón Valur skoraði 6 mörk | Sjáðu mörkin Guðjón Valur skoraði 6 mörk þegar Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu. 31. maí 2015 18:13 Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira
„Tilfinningin er góð,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, nýbakaður Evrópumeistari með Barcelona, í stuttu samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Þegar blaðamaður sló á þráðinn til landsliðsfyrirliðans var hann, ásamt félögum sínum, á leið heim til Barcelona frá Köln, þar sem úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í handbolta fór fram.Tókst í fimmtu tilraun Þetta var fimmta árið í röð sem Guðjón kemst til Kölnar, með fjórða liðinu, en hann hafði áður komist í undanúrslitin með Rhein-Neckar Löwen, AG Köbenhavn og Kiel. Frá 2011-2013 féllu lið landsliðsfyrirliðans út í undanúrslitunum en hann fór með Kiel í úrslitaleikinn í fyrra. Það var svo loks í ár sem takmarkið náðist. „Maður er búinn að reyna við þennan í nokkur ár en nú tókst það,“ sagði Guðjón og bætti við að biðin eftir Meistaradeildartitlinum hefði ekki verið farin að leggjast þungt á hann. Barcelona sló pólska liðið Vive Targi Kielce út í undanúrslitunum, 33-28. Börsungar voru með yfirhöndina nær allan leikinn. Katalóníuliðið leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 16-14, og skoraði svo fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks. Þá kom mikill kraftur í Kielce-menn sem náðu að jafna leikinn. En á lokakaflanum skellti Danijel Saric í lás í marki Barcelona sem vann að lokum fimm marka sigur, 33-28. Guðjón Valur átti góðan leik í liði Börsunga og skoraði fimm mörk.Börsungar hafa unnið Meistaradeildina níu sinnum.vísir/gettyStórleikur Arons dugði ekki til Í úrslitaleiknum í gær mætti Barcelona svo ungverska stórliðinu Veszprém sem sló Kiel út í seinni undanúrslitaleiknum. Aron Pálmarsson fór á kostum í liði Kiel, gegn sínum verðandi samherjum í liði Veszprém, en íslenski landsliðsmaðurinn skoraði níu mörk í leiknum og átti auk þess nokkrar stoðsendingar á félaga sína. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en frábær byrjun Ungverjanna í seinni hálfleik gerði útslagið. Þeir komust fljótlega í 18-14 og það bil náði Kiel ekki að brúa. Veszprém vann að lokum fjögurra marka sigur, 31-27. Ekki tók betra við hjá lærisveinum Alfreðs í leiknum um 3. sætið sem þeir töpuðu 28-26 fyrir Kielce. Aron skoraði tvö mörk í leiknum. Veszprém komst tvívegis yfir í byrjun úrslitaleiksins en það voru einu skiptin sem liðið var með forystuna í gær. Börsungar náðu fljótlega undirtökunum en Ungverjarnir voru þó aldrei langt undan.Guðjón Valur var markahæstur Börsunga í úrslitaleiknum ásamt Nikola Karabatic. Þeir skoruðu báðir sex mörk.vísir/gettyGóður endasprettur skildi að „Það var ekki við öðru að búast, Veszprém er með frábært lið og er erfitt við að eiga,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við erum einfaldlega ánægðir með að hafa unnið leikinn. Vörnin og markvarslan hjá okkur í seinni hálfleik var aðeins betri en hjá þeim og það skilaði nokkrum hraðaupphlaupum,“ sagði Guðjón ennfremur en hann skoraði sex mörk í úrslitaleiknum og var markahæstur í liði Barcelona ásamt Nikola Karabatic sem var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar. Staðan var 14-10 í hálfleik, Barcelona í vil en Lazlo Nagý, fyrirliði Veszprém, minnkaði muninn í tvö mörk, 19-17, þegar 18 mínútur voru eftir af leiknum. Þá gáfu Börsungar aftur í og unnu að lokum fimm marka sigur, 28-23. Þetta er í níunda sinn sem Barcelona vinnur Meistaradeildina. Aðspurður hvort það yrði tekið á móti liðsmönnum Barcelona með pompi og prakt við heimkomuna sagði Guðjón: „Ég veit ekkert hvað tekur við og mér er eiginlega alveg sama. Ég elti bara liðið og við fögnum þessum áfanga sem við náðum,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson að lokum.
Handbolti Tengdar fréttir Strákarnir okkar allir mættir til Kölnar Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson mættu síðastir með Kiel þar sem flugi liðsins seinkaði. 28. maí 2015 18:49 Verður Guðjón Valur Evrópumeistari? Barcelona gæti unnið sinn níunda Meistaradeildartitil. 31. maí 2015 12:30 Níu mörk Arons dugðu ekki til Kiel beið lægri hlut fyrir Veszprem, 31-27, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta þar sem Aron skoraði 9 mörk fyrir Kiel. 30. maí 2015 17:47 Cupic sagði sögu af Guðjóni Val: Tók tveggja tíma æfingu eftir útileik og rútuferð „Ég spurði hann bara hvað hann væri að pæla?“ 30. maí 2015 10:00 Guðjón faðmar bikarinn að sér í sæluvímu Guðjón Valur setti skemmtilega mynd af sér í faðmlögum við Meistaradeildarbikarinn. 31. maí 2015 20:59 Guðjón Valur í úrslit annað árið í röð Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk þegar Barcelona vann fimm marka sigur á Kielce. 30. maí 2015 14:44 Þrír samherjar Guðjóns Vals í stjörnuliði Meistaradeildarinnar Metkosning í stjörnuliðið að þessu sinni en enginn Íslendingur komst í liðið. 29. maí 2015 21:45 Sjáðu ótrúlega markvörslu Palicka Sænski markvörðurinn Andreas Palicka hjá Kiel sýndi ótrúleg tilþrif í markinu hjá Kiel. 31. maí 2015 15:17 Guðjón Valur Evrópumeistari með Barcelona | Myndir Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu með 28-23 sigri á Veszprem. 31. maí 2015 17:38 Nær Alfreð fjórða titlinum í Köln? Enginn þjálfari hefur unnið Meistaradeildina í Final Four-fyrirkomulaginu oftar en Alfreð Gíslason. 28. maí 2015 21:45 Helgi sem Alfreð og Aron vilja líklega gleyma Kiel varð að sætta sig við tap gegn Kielce í leik um 3. sætið. 31. maí 2015 15:03 Vann þrjá með Ólafi en vinnur hann líka einn með Guðjóni Val? Tvö Íslendingalið gætu mæst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í handbolta. 30. maí 2015 06:00 Guðjón Valur skoraði 6 mörk | Sjáðu mörkin Guðjón Valur skoraði 6 mörk þegar Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu. 31. maí 2015 18:13 Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira
Strákarnir okkar allir mættir til Kölnar Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson mættu síðastir með Kiel þar sem flugi liðsins seinkaði. 28. maí 2015 18:49
Verður Guðjón Valur Evrópumeistari? Barcelona gæti unnið sinn níunda Meistaradeildartitil. 31. maí 2015 12:30
Níu mörk Arons dugðu ekki til Kiel beið lægri hlut fyrir Veszprem, 31-27, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta þar sem Aron skoraði 9 mörk fyrir Kiel. 30. maí 2015 17:47
Cupic sagði sögu af Guðjóni Val: Tók tveggja tíma æfingu eftir útileik og rútuferð „Ég spurði hann bara hvað hann væri að pæla?“ 30. maí 2015 10:00
Guðjón faðmar bikarinn að sér í sæluvímu Guðjón Valur setti skemmtilega mynd af sér í faðmlögum við Meistaradeildarbikarinn. 31. maí 2015 20:59
Guðjón Valur í úrslit annað árið í röð Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk þegar Barcelona vann fimm marka sigur á Kielce. 30. maí 2015 14:44
Þrír samherjar Guðjóns Vals í stjörnuliði Meistaradeildarinnar Metkosning í stjörnuliðið að þessu sinni en enginn Íslendingur komst í liðið. 29. maí 2015 21:45
Sjáðu ótrúlega markvörslu Palicka Sænski markvörðurinn Andreas Palicka hjá Kiel sýndi ótrúleg tilþrif í markinu hjá Kiel. 31. maí 2015 15:17
Guðjón Valur Evrópumeistari með Barcelona | Myndir Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu með 28-23 sigri á Veszprem. 31. maí 2015 17:38
Nær Alfreð fjórða titlinum í Köln? Enginn þjálfari hefur unnið Meistaradeildina í Final Four-fyrirkomulaginu oftar en Alfreð Gíslason. 28. maí 2015 21:45
Helgi sem Alfreð og Aron vilja líklega gleyma Kiel varð að sætta sig við tap gegn Kielce í leik um 3. sætið. 31. maí 2015 15:03
Vann þrjá með Ólafi en vinnur hann líka einn með Guðjóni Val? Tvö Íslendingalið gætu mæst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í handbolta. 30. maí 2015 06:00
Guðjón Valur skoraði 6 mörk | Sjáðu mörkin Guðjón Valur skoraði 6 mörk þegar Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu. 31. maí 2015 18:13