Hljómar þögnin í Eldborg? Arna Kristín Einarsdóttir skrifar 8. apríl 2015 07:00 Hljóðfæraleikarar pakka hljóðfærunum sínum ofan í kassana og sviðið í Eldborg er autt. Sætin í salnum eru tóm. Tónleikunum hefur verið aflýst og tryggir áskrifendur og tónleikagestir sitja heima. Stemningin í Hörpu, tónlistarhúsinu „that makes Iceland bigger“ eins og einn forsvarsmanna Disney sagði á dögunum, er döpur. Ef ekki nást samningar við starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir 9. apríl stefnir í að þessi mynd sem hér er dregin upp verði að veruleika. Hljóðfæraleikarar hafa boðað verkfall á tónleikadegi milli kl. 19.00 og 23.00. Ef til þess kemur verður það, eftir því sem ég kemst næst, í fyrsta sinn í 65 ára sögu hljómsveitarinnar sem þeir fara í verkfall. Hingað til hefur verið litið svo á að verkfallsvopn hljóðfæraleikara sé bitlaust. Þetta er ekki sama beitta vopnið og læknar eiga og verkfall hljóðfæraleikara bitnar ekki á börnum og ungu fólki eins og þegar kennarar fara í verkfall. En þó deila megi um bitið geta áhrifin verið sterk. Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950, sex árum eftir stofnun hins íslenska lýðveldis. Sama ár var Þjóðleikhúsið vígt. Ráðamenn þess tíma vildu að listir og menning mótuðu sjálfsmynd þjóðarinnar. Á þessum 65 árum hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands orðið ein af grunnstoðum íslensks menningarlífs og vakið alþjóðlega athygli, nú síðast í ágúst með rómuðum tónleikum hennar á hinni frægu tónlistarhátíð BBC Proms. Á síðasta ári sóttu 76.500 manns tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða um fjórðungur landsmanna. Samkvæmt nýlegri Gallup könnun hafa 45% fólks á aldrinum 18-34 ára komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar síðustu 2-3 ár og 96,3% tónleikagesta fara ánægð. Á síðasta starfsári lék hljómsveitin fyrir nær 21.500 gesti á skólatónleikum og öðrum opnum tónleikum sem voru þáttur í fræðslustarfi hennar. Þessar tölur sýna að starfsemin snertir stóran hluta þjóðarinnar.Landsliðið Nýlega var skólatónleikum Sinfóníunnar sjónvarpað beint í kvikmyndahúsið Skjaldborg á Patreksfirði þar sem skólabörn á svæðinu fengu tækifæri til að sjá og heyra hljómsveitina leika fyrir fullum Eldborgarsal af reykvískum grunnskólabörnum. Um var að ræða tilraunarverkefni með Símanum en slíkar útsendingar gætu orðið að föstum lið í starfsemi hljómsveitarinnar á næsta starfsári. Á leiðinni á tónleikana heyrðist einn ungra tónleikagesta spyrja vin sinn: „Hvað er eiginlega sinfóníuhljómsveit?“ og vinurinn svaraði: „Það er svona landsliðið í hljóðfæraleik.“ Það er margt líkt með hljóðfæraleikurum og afreksfólki í íþróttum. Þeir þurfa að keppa um stöður í hljómsveitinni. Þeir þurfa stöðugt að viðhalda færni sinni með þjálfun marga klukkutíma á dag. Allir atvinnutónlistarmenn hafa æft á hljóðfæri frá barnæsku. Vinna þeirra krefst ofurnákvæmni og mikillar einbeitingar hvort sem er við æfingar eða á tónleikum. Álagið á tónleikum er slíkt að blóðþrýstingur hljóðfæraleikara mælist hærri en hjá flugumferðarstjórum, flugmönnum og læknum. Hljóðfæraleikarar hafa löngum þurft að berjast fyrir því að störf þeirra væru metin til launa. Ástríða þeirra og hæfileikar hafa verið nokkurs konar kaupauki fyrir samfélagið sem ekki hefur þurft að greiða list þeirra fullu verði. Eins og aðrir launamenn fara þeir fram á að menntun, álag og reynsla sé metin til launahækkana. Vonandi finnst farsæl lausn á kjaradeilunni fyrr en síðar. Því hvað gerist þegar tónlistin þagnar og hvernig hljómar þögnin í Eldborg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Hljóðfæraleikarar pakka hljóðfærunum sínum ofan í kassana og sviðið í Eldborg er autt. Sætin í salnum eru tóm. Tónleikunum hefur verið aflýst og tryggir áskrifendur og tónleikagestir sitja heima. Stemningin í Hörpu, tónlistarhúsinu „that makes Iceland bigger“ eins og einn forsvarsmanna Disney sagði á dögunum, er döpur. Ef ekki nást samningar við starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir 9. apríl stefnir í að þessi mynd sem hér er dregin upp verði að veruleika. Hljóðfæraleikarar hafa boðað verkfall á tónleikadegi milli kl. 19.00 og 23.00. Ef til þess kemur verður það, eftir því sem ég kemst næst, í fyrsta sinn í 65 ára sögu hljómsveitarinnar sem þeir fara í verkfall. Hingað til hefur verið litið svo á að verkfallsvopn hljóðfæraleikara sé bitlaust. Þetta er ekki sama beitta vopnið og læknar eiga og verkfall hljóðfæraleikara bitnar ekki á börnum og ungu fólki eins og þegar kennarar fara í verkfall. En þó deila megi um bitið geta áhrifin verið sterk. Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950, sex árum eftir stofnun hins íslenska lýðveldis. Sama ár var Þjóðleikhúsið vígt. Ráðamenn þess tíma vildu að listir og menning mótuðu sjálfsmynd þjóðarinnar. Á þessum 65 árum hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands orðið ein af grunnstoðum íslensks menningarlífs og vakið alþjóðlega athygli, nú síðast í ágúst með rómuðum tónleikum hennar á hinni frægu tónlistarhátíð BBC Proms. Á síðasta ári sóttu 76.500 manns tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða um fjórðungur landsmanna. Samkvæmt nýlegri Gallup könnun hafa 45% fólks á aldrinum 18-34 ára komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar síðustu 2-3 ár og 96,3% tónleikagesta fara ánægð. Á síðasta starfsári lék hljómsveitin fyrir nær 21.500 gesti á skólatónleikum og öðrum opnum tónleikum sem voru þáttur í fræðslustarfi hennar. Þessar tölur sýna að starfsemin snertir stóran hluta þjóðarinnar.Landsliðið Nýlega var skólatónleikum Sinfóníunnar sjónvarpað beint í kvikmyndahúsið Skjaldborg á Patreksfirði þar sem skólabörn á svæðinu fengu tækifæri til að sjá og heyra hljómsveitina leika fyrir fullum Eldborgarsal af reykvískum grunnskólabörnum. Um var að ræða tilraunarverkefni með Símanum en slíkar útsendingar gætu orðið að föstum lið í starfsemi hljómsveitarinnar á næsta starfsári. Á leiðinni á tónleikana heyrðist einn ungra tónleikagesta spyrja vin sinn: „Hvað er eiginlega sinfóníuhljómsveit?“ og vinurinn svaraði: „Það er svona landsliðið í hljóðfæraleik.“ Það er margt líkt með hljóðfæraleikurum og afreksfólki í íþróttum. Þeir þurfa að keppa um stöður í hljómsveitinni. Þeir þurfa stöðugt að viðhalda færni sinni með þjálfun marga klukkutíma á dag. Allir atvinnutónlistarmenn hafa æft á hljóðfæri frá barnæsku. Vinna þeirra krefst ofurnákvæmni og mikillar einbeitingar hvort sem er við æfingar eða á tónleikum. Álagið á tónleikum er slíkt að blóðþrýstingur hljóðfæraleikara mælist hærri en hjá flugumferðarstjórum, flugmönnum og læknum. Hljóðfæraleikarar hafa löngum þurft að berjast fyrir því að störf þeirra væru metin til launa. Ástríða þeirra og hæfileikar hafa verið nokkurs konar kaupauki fyrir samfélagið sem ekki hefur þurft að greiða list þeirra fullu verði. Eins og aðrir launamenn fara þeir fram á að menntun, álag og reynsla sé metin til launahækkana. Vonandi finnst farsæl lausn á kjaradeilunni fyrr en síðar. Því hvað gerist þegar tónlistin þagnar og hvernig hljómar þögnin í Eldborg?
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun