Hljómar þögnin í Eldborg? Arna Kristín Einarsdóttir skrifar 8. apríl 2015 07:00 Hljóðfæraleikarar pakka hljóðfærunum sínum ofan í kassana og sviðið í Eldborg er autt. Sætin í salnum eru tóm. Tónleikunum hefur verið aflýst og tryggir áskrifendur og tónleikagestir sitja heima. Stemningin í Hörpu, tónlistarhúsinu „that makes Iceland bigger“ eins og einn forsvarsmanna Disney sagði á dögunum, er döpur. Ef ekki nást samningar við starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir 9. apríl stefnir í að þessi mynd sem hér er dregin upp verði að veruleika. Hljóðfæraleikarar hafa boðað verkfall á tónleikadegi milli kl. 19.00 og 23.00. Ef til þess kemur verður það, eftir því sem ég kemst næst, í fyrsta sinn í 65 ára sögu hljómsveitarinnar sem þeir fara í verkfall. Hingað til hefur verið litið svo á að verkfallsvopn hljóðfæraleikara sé bitlaust. Þetta er ekki sama beitta vopnið og læknar eiga og verkfall hljóðfæraleikara bitnar ekki á börnum og ungu fólki eins og þegar kennarar fara í verkfall. En þó deila megi um bitið geta áhrifin verið sterk. Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950, sex árum eftir stofnun hins íslenska lýðveldis. Sama ár var Þjóðleikhúsið vígt. Ráðamenn þess tíma vildu að listir og menning mótuðu sjálfsmynd þjóðarinnar. Á þessum 65 árum hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands orðið ein af grunnstoðum íslensks menningarlífs og vakið alþjóðlega athygli, nú síðast í ágúst með rómuðum tónleikum hennar á hinni frægu tónlistarhátíð BBC Proms. Á síðasta ári sóttu 76.500 manns tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða um fjórðungur landsmanna. Samkvæmt nýlegri Gallup könnun hafa 45% fólks á aldrinum 18-34 ára komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar síðustu 2-3 ár og 96,3% tónleikagesta fara ánægð. Á síðasta starfsári lék hljómsveitin fyrir nær 21.500 gesti á skólatónleikum og öðrum opnum tónleikum sem voru þáttur í fræðslustarfi hennar. Þessar tölur sýna að starfsemin snertir stóran hluta þjóðarinnar.Landsliðið Nýlega var skólatónleikum Sinfóníunnar sjónvarpað beint í kvikmyndahúsið Skjaldborg á Patreksfirði þar sem skólabörn á svæðinu fengu tækifæri til að sjá og heyra hljómsveitina leika fyrir fullum Eldborgarsal af reykvískum grunnskólabörnum. Um var að ræða tilraunarverkefni með Símanum en slíkar útsendingar gætu orðið að föstum lið í starfsemi hljómsveitarinnar á næsta starfsári. Á leiðinni á tónleikana heyrðist einn ungra tónleikagesta spyrja vin sinn: „Hvað er eiginlega sinfóníuhljómsveit?“ og vinurinn svaraði: „Það er svona landsliðið í hljóðfæraleik.“ Það er margt líkt með hljóðfæraleikurum og afreksfólki í íþróttum. Þeir þurfa að keppa um stöður í hljómsveitinni. Þeir þurfa stöðugt að viðhalda færni sinni með þjálfun marga klukkutíma á dag. Allir atvinnutónlistarmenn hafa æft á hljóðfæri frá barnæsku. Vinna þeirra krefst ofurnákvæmni og mikillar einbeitingar hvort sem er við æfingar eða á tónleikum. Álagið á tónleikum er slíkt að blóðþrýstingur hljóðfæraleikara mælist hærri en hjá flugumferðarstjórum, flugmönnum og læknum. Hljóðfæraleikarar hafa löngum þurft að berjast fyrir því að störf þeirra væru metin til launa. Ástríða þeirra og hæfileikar hafa verið nokkurs konar kaupauki fyrir samfélagið sem ekki hefur þurft að greiða list þeirra fullu verði. Eins og aðrir launamenn fara þeir fram á að menntun, álag og reynsla sé metin til launahækkana. Vonandi finnst farsæl lausn á kjaradeilunni fyrr en síðar. Því hvað gerist þegar tónlistin þagnar og hvernig hljómar þögnin í Eldborg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Hljóðfæraleikarar pakka hljóðfærunum sínum ofan í kassana og sviðið í Eldborg er autt. Sætin í salnum eru tóm. Tónleikunum hefur verið aflýst og tryggir áskrifendur og tónleikagestir sitja heima. Stemningin í Hörpu, tónlistarhúsinu „that makes Iceland bigger“ eins og einn forsvarsmanna Disney sagði á dögunum, er döpur. Ef ekki nást samningar við starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir 9. apríl stefnir í að þessi mynd sem hér er dregin upp verði að veruleika. Hljóðfæraleikarar hafa boðað verkfall á tónleikadegi milli kl. 19.00 og 23.00. Ef til þess kemur verður það, eftir því sem ég kemst næst, í fyrsta sinn í 65 ára sögu hljómsveitarinnar sem þeir fara í verkfall. Hingað til hefur verið litið svo á að verkfallsvopn hljóðfæraleikara sé bitlaust. Þetta er ekki sama beitta vopnið og læknar eiga og verkfall hljóðfæraleikara bitnar ekki á börnum og ungu fólki eins og þegar kennarar fara í verkfall. En þó deila megi um bitið geta áhrifin verið sterk. Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950, sex árum eftir stofnun hins íslenska lýðveldis. Sama ár var Þjóðleikhúsið vígt. Ráðamenn þess tíma vildu að listir og menning mótuðu sjálfsmynd þjóðarinnar. Á þessum 65 árum hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands orðið ein af grunnstoðum íslensks menningarlífs og vakið alþjóðlega athygli, nú síðast í ágúst með rómuðum tónleikum hennar á hinni frægu tónlistarhátíð BBC Proms. Á síðasta ári sóttu 76.500 manns tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða um fjórðungur landsmanna. Samkvæmt nýlegri Gallup könnun hafa 45% fólks á aldrinum 18-34 ára komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar síðustu 2-3 ár og 96,3% tónleikagesta fara ánægð. Á síðasta starfsári lék hljómsveitin fyrir nær 21.500 gesti á skólatónleikum og öðrum opnum tónleikum sem voru þáttur í fræðslustarfi hennar. Þessar tölur sýna að starfsemin snertir stóran hluta þjóðarinnar.Landsliðið Nýlega var skólatónleikum Sinfóníunnar sjónvarpað beint í kvikmyndahúsið Skjaldborg á Patreksfirði þar sem skólabörn á svæðinu fengu tækifæri til að sjá og heyra hljómsveitina leika fyrir fullum Eldborgarsal af reykvískum grunnskólabörnum. Um var að ræða tilraunarverkefni með Símanum en slíkar útsendingar gætu orðið að föstum lið í starfsemi hljómsveitarinnar á næsta starfsári. Á leiðinni á tónleikana heyrðist einn ungra tónleikagesta spyrja vin sinn: „Hvað er eiginlega sinfóníuhljómsveit?“ og vinurinn svaraði: „Það er svona landsliðið í hljóðfæraleik.“ Það er margt líkt með hljóðfæraleikurum og afreksfólki í íþróttum. Þeir þurfa að keppa um stöður í hljómsveitinni. Þeir þurfa stöðugt að viðhalda færni sinni með þjálfun marga klukkutíma á dag. Allir atvinnutónlistarmenn hafa æft á hljóðfæri frá barnæsku. Vinna þeirra krefst ofurnákvæmni og mikillar einbeitingar hvort sem er við æfingar eða á tónleikum. Álagið á tónleikum er slíkt að blóðþrýstingur hljóðfæraleikara mælist hærri en hjá flugumferðarstjórum, flugmönnum og læknum. Hljóðfæraleikarar hafa löngum þurft að berjast fyrir því að störf þeirra væru metin til launa. Ástríða þeirra og hæfileikar hafa verið nokkurs konar kaupauki fyrir samfélagið sem ekki hefur þurft að greiða list þeirra fullu verði. Eins og aðrir launamenn fara þeir fram á að menntun, álag og reynsla sé metin til launahækkana. Vonandi finnst farsæl lausn á kjaradeilunni fyrr en síðar. Því hvað gerist þegar tónlistin þagnar og hvernig hljómar þögnin í Eldborg?
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun