Enski boltinn

Stjóri Blackburn: Við áttum að fá víti í stöðunni 0-0

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Bowyer.
Gary Bowyer. Vísir/Getty
Gary Bowyer, knattspyrnustjóri Blackburn Rovers, hrósaði sínum mönnum eftir 1-0 tap á móti Liverpool í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í kvöld.

Blackburn Rovers fékk færi til að komast yfir í leiknum áður en Philippe Coutinho skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu.

„Þú vilt alltaf vinna leiki en ég get ekki annað en hrósað stoltur mínum mönnum fyrir frammistöðu þeirra í kvöld. Við fengum fullt af færum og við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel," sagði Gary Bowyer við BBC.

„Okkur fannst við eiga að fá vítaspyrnu þegar boltainn fór í handlegg Joe Allen í teignum," sagði Bowyer en þá var staðan 0-0.

„Strákarnir gáfu allt í þetta og við vorum nálægt þessu. Það var líka frábært andrúmsloft á leikvanginum í kvöld," sagði Bowyer.

„Við ættum að fá sjálftraust eftir þennan leik og við þurfum að nýta það til að enda tímabilið vel. Við höfum ennþá fullt að spila fyrir á lokakafla tímabilsins," sagði Bowyer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×