Til hamingju og takk fyrir skutlið Magnús Guðmundsson skrifar 7. september 2015 09:00 Það er gaman að vera Íslendingur með áhuga á íþróttum þessa dagana, eins og reyndar flesta aðra daga. Árangur íslenskra íþróttamanna á alþjóðavettvangi er með hreinum ólíkindum og með sönnu ástæða til þess að óska karlalandsliðinu okkar í fótbolta til hamingju með glæsilegan árangur. Og hamingjuóskir til körfuboltastrákanna sem eru að standa sig með sóma í Berlín þessa dagana og svo eigum við svo mikið af ungu og efnilegu fólki, bæði stúlkum og drengjum, að það er alveg með ólíkindum. Það er blómlegt íþróttastarf á Íslandi. Um allt land er gríðarlega öflugt æsku- og íþróttastarf í fjölda þróttmikilla félaga. Starf þar sem er leitast við að bjóða börnum og unglingum heilnæmar tómstundir sem og faglega þjálfun fyrir þá sem hafa hug á því og hæfileika til að taka íþróttaiðkun sína lengra. Jafnvel alla leið á EM í fótbolta í Frakklandi næsta sumar. Að baki þessum árangri liggur gríðarleg vinna. Vinna þeirra ungmenna sem æfðu af kappi, völdu heilbrigðan lífsstíl og létu drauma sína rætast. Ómæld vinna þeirra sem sinntu þjálfun af fagmennsku og áhuga, sóttu sér menntun og sérhæfingu og mótuðu afreksfólk dagsins í dag. En síst af öllu skyldi þó gleyma því gríðarlega sjálfboðaliðastarfi sem er í raun meginstoð íþróttahreyfingarinnar á Íslandi í dag og hefur alltaf verið. Af því tilefni er ljúft og skylt að senda hamingjuóskir til þeirra góðu kvenna og karla sem skutluðu á æfingar og leyfðu fótbolta í garðinum sínum. Til allra þeirra sem þvoðu botnlausa IKEA-poka fulla af sveittum, skítugum leppunum sem á stundum hafa verið keyptir meira af vilja en mætti – fórnfýsi fremur en auraráðum. Til þeirra sem seldu bílfarma af klósettpappír, flatkökum, lakkrís og harðfiski um helgar og nýttu svo sumarfríið sitt í að vera fararstjórar í íþróttaferðum og skipulögðu, pössuðu, snýttu og hugguðu hetjur framtíðarinnar þegar á móti blés. Til þeirra sem á hverjum degi halda utan um starf félaganna í óþakklátri baráttu fyrir þolanlegum fjárhag og gæta hagsmuna iðkenda með því að sjá þeim fyrir faglegum og hæfum þjálfurum. Framlag þessa fólks er ekki síst lykillinn að þeim frábæra árangri sem gleður þjóðina og fyllir hana stolti. Lykillinn að því að það íþróttastarf sem börnum býðst á Íslandi er einfaldlega langtum öflugra en gerist víðast hvar annars staðar í veröldinni og jafnvel þó svo að við berum okkur saman við okkar góðu grannþjóðir. Þetta fólk skiptir þúsundum og þau skipta sköpum á hverjum degi. Þeir sem nú hafa náð glæsilegum árangri og fagna honum verðskuldað þekkja þetta fólk og þakka þeim nú efalítið fyrir fórnfýsina og dugnaðinn. Það gerum við hin líka. Takk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er gaman að vera Íslendingur með áhuga á íþróttum þessa dagana, eins og reyndar flesta aðra daga. Árangur íslenskra íþróttamanna á alþjóðavettvangi er með hreinum ólíkindum og með sönnu ástæða til þess að óska karlalandsliðinu okkar í fótbolta til hamingju með glæsilegan árangur. Og hamingjuóskir til körfuboltastrákanna sem eru að standa sig með sóma í Berlín þessa dagana og svo eigum við svo mikið af ungu og efnilegu fólki, bæði stúlkum og drengjum, að það er alveg með ólíkindum. Það er blómlegt íþróttastarf á Íslandi. Um allt land er gríðarlega öflugt æsku- og íþróttastarf í fjölda þróttmikilla félaga. Starf þar sem er leitast við að bjóða börnum og unglingum heilnæmar tómstundir sem og faglega þjálfun fyrir þá sem hafa hug á því og hæfileika til að taka íþróttaiðkun sína lengra. Jafnvel alla leið á EM í fótbolta í Frakklandi næsta sumar. Að baki þessum árangri liggur gríðarleg vinna. Vinna þeirra ungmenna sem æfðu af kappi, völdu heilbrigðan lífsstíl og létu drauma sína rætast. Ómæld vinna þeirra sem sinntu þjálfun af fagmennsku og áhuga, sóttu sér menntun og sérhæfingu og mótuðu afreksfólk dagsins í dag. En síst af öllu skyldi þó gleyma því gríðarlega sjálfboðaliðastarfi sem er í raun meginstoð íþróttahreyfingarinnar á Íslandi í dag og hefur alltaf verið. Af því tilefni er ljúft og skylt að senda hamingjuóskir til þeirra góðu kvenna og karla sem skutluðu á æfingar og leyfðu fótbolta í garðinum sínum. Til allra þeirra sem þvoðu botnlausa IKEA-poka fulla af sveittum, skítugum leppunum sem á stundum hafa verið keyptir meira af vilja en mætti – fórnfýsi fremur en auraráðum. Til þeirra sem seldu bílfarma af klósettpappír, flatkökum, lakkrís og harðfiski um helgar og nýttu svo sumarfríið sitt í að vera fararstjórar í íþróttaferðum og skipulögðu, pössuðu, snýttu og hugguðu hetjur framtíðarinnar þegar á móti blés. Til þeirra sem á hverjum degi halda utan um starf félaganna í óþakklátri baráttu fyrir þolanlegum fjárhag og gæta hagsmuna iðkenda með því að sjá þeim fyrir faglegum og hæfum þjálfurum. Framlag þessa fólks er ekki síst lykillinn að þeim frábæra árangri sem gleður þjóðina og fyllir hana stolti. Lykillinn að því að það íþróttastarf sem börnum býðst á Íslandi er einfaldlega langtum öflugra en gerist víðast hvar annars staðar í veröldinni og jafnvel þó svo að við berum okkur saman við okkar góðu grannþjóðir. Þetta fólk skiptir þúsundum og þau skipta sköpum á hverjum degi. Þeir sem nú hafa náð glæsilegum árangri og fagna honum verðskuldað þekkja þetta fólk og þakka þeim nú efalítið fyrir fórnfýsina og dugnaðinn. Það gerum við hin líka. Takk.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun