Samkeppni um úrgang Bryndís Skúladóttir skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Í grein í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. skrifar starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Lúðvík Gústafsson, um nýlega genginn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem staðfest er lögbrot og viðeigandi sekt Sorpu gagnvart brotum á samkeppnislögum. Ekki verður betur séð af greininni og sérstaklega af fyrirsögn hennar en að hinum seku sé hrósað fyrir ólöglegt athæfi sitt og að hvatt sé til áframhaldandi lögbrota. Eða í besta falli að málið sé allt byggt á misskilningi sem þurfi að leiðrétta.Augljós mismunun Forsaga málsins er sú að í janúar sl. var kveðinn upp dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í ógildingarmáli sem Sorpa höfðaði gegn Samkeppniseftirlitinu og féll dómurinn Samkeppniseftirlitinu í hag. Málið er til komið vegna kvörtunar um mismunun gagnvart viðskiptavinum Sorpu, þar sem eigendur Sorpu fengu óháð umfangi viðskipta 14-18% afslátt á árunum 2009-2012 en aðrir viðskiptavinir gátu mest fengið 7% afslátt. Með því að veita eigendum sínum afslátt sem öðrum stóð ekki til boða hafi Sorpa misnotað aðstöðu sína. Samkeppniseftirlitið taldi þessa háttsemi stangast á við samkeppnislög og sektaði Sorpu í desember 2012 um 45 milljónir króna. Þeirri niðurstöðu var síðan vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti úrskurðinn og það hefur Héraðsdómur Reykjavíkur nú einnig gert.Togstreita á tímum breytinga Mikil þróun hefur orðið á undanförnum áratug og svokölluð gámafyrirtæki, sem hófu starfsemi sína á flutningi úrgangs, stunda núorðið mun fjölbreyttari starfsemi sem felst í flókinni meðferð, flokkun og endurvinnslu úrgangs. Verkefnin í úrgangsmálum eru flóknari en fyrir nokkrum áratugum þegar allt fór í sömu holuna og sveitarfélögin sáu um verkið. Verðmæti hafa aukist í úrgangi og þá myndast ný tækifæri. Betri lausnir hafa leitt til þess að flokkun og endurvinnsla úrgangs hefur stóraukist. Á tímum þegar einkaaðilar færa sig inn á verksvið sem áður var í höndum opinberra aðila myndast togstreita. Hún endurspeglast í málaferlum líkt og þeim sem Lúðvík gerir að umtalsefni í grein sinni. Samtök iðnaðarins hafa hvatt stjórnvöld til þess að tryggja að löggjöf um úrgangsmál styðji við þróunina og skýri leikreglur á markaði þar sem bæði sveitarfélög og einkaaðilar leika stórt hlutverk. Í úrgangssöfnun og meðhöndlun úrgangs ríkir samkeppni og allir aðilar sem keppa á slíkum markaði verða að virða leikreglur sem þar gilda. Það hlýtur að vera umhugsunarvert fyrir samkeppnisyfirvöld og fyrir þá sem starfa á þessum markaði að Samtök sveitarfélaga líti á úrskurði, dóma og háar sektargreiðslur sem einhvern misskilning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. skrifar starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Lúðvík Gústafsson, um nýlega genginn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem staðfest er lögbrot og viðeigandi sekt Sorpu gagnvart brotum á samkeppnislögum. Ekki verður betur séð af greininni og sérstaklega af fyrirsögn hennar en að hinum seku sé hrósað fyrir ólöglegt athæfi sitt og að hvatt sé til áframhaldandi lögbrota. Eða í besta falli að málið sé allt byggt á misskilningi sem þurfi að leiðrétta.Augljós mismunun Forsaga málsins er sú að í janúar sl. var kveðinn upp dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í ógildingarmáli sem Sorpa höfðaði gegn Samkeppniseftirlitinu og féll dómurinn Samkeppniseftirlitinu í hag. Málið er til komið vegna kvörtunar um mismunun gagnvart viðskiptavinum Sorpu, þar sem eigendur Sorpu fengu óháð umfangi viðskipta 14-18% afslátt á árunum 2009-2012 en aðrir viðskiptavinir gátu mest fengið 7% afslátt. Með því að veita eigendum sínum afslátt sem öðrum stóð ekki til boða hafi Sorpa misnotað aðstöðu sína. Samkeppniseftirlitið taldi þessa háttsemi stangast á við samkeppnislög og sektaði Sorpu í desember 2012 um 45 milljónir króna. Þeirri niðurstöðu var síðan vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti úrskurðinn og það hefur Héraðsdómur Reykjavíkur nú einnig gert.Togstreita á tímum breytinga Mikil þróun hefur orðið á undanförnum áratug og svokölluð gámafyrirtæki, sem hófu starfsemi sína á flutningi úrgangs, stunda núorðið mun fjölbreyttari starfsemi sem felst í flókinni meðferð, flokkun og endurvinnslu úrgangs. Verkefnin í úrgangsmálum eru flóknari en fyrir nokkrum áratugum þegar allt fór í sömu holuna og sveitarfélögin sáu um verkið. Verðmæti hafa aukist í úrgangi og þá myndast ný tækifæri. Betri lausnir hafa leitt til þess að flokkun og endurvinnsla úrgangs hefur stóraukist. Á tímum þegar einkaaðilar færa sig inn á verksvið sem áður var í höndum opinberra aðila myndast togstreita. Hún endurspeglast í málaferlum líkt og þeim sem Lúðvík gerir að umtalsefni í grein sinni. Samtök iðnaðarins hafa hvatt stjórnvöld til þess að tryggja að löggjöf um úrgangsmál styðji við þróunina og skýri leikreglur á markaði þar sem bæði sveitarfélög og einkaaðilar leika stórt hlutverk. Í úrgangssöfnun og meðhöndlun úrgangs ríkir samkeppni og allir aðilar sem keppa á slíkum markaði verða að virða leikreglur sem þar gilda. Það hlýtur að vera umhugsunarvert fyrir samkeppnisyfirvöld og fyrir þá sem starfa á þessum markaði að Samtök sveitarfélaga líti á úrskurði, dóma og háar sektargreiðslur sem einhvern misskilning.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun