Samkeppni um úrgang Bryndís Skúladóttir skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Í grein í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. skrifar starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Lúðvík Gústafsson, um nýlega genginn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem staðfest er lögbrot og viðeigandi sekt Sorpu gagnvart brotum á samkeppnislögum. Ekki verður betur séð af greininni og sérstaklega af fyrirsögn hennar en að hinum seku sé hrósað fyrir ólöglegt athæfi sitt og að hvatt sé til áframhaldandi lögbrota. Eða í besta falli að málið sé allt byggt á misskilningi sem þurfi að leiðrétta.Augljós mismunun Forsaga málsins er sú að í janúar sl. var kveðinn upp dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í ógildingarmáli sem Sorpa höfðaði gegn Samkeppniseftirlitinu og féll dómurinn Samkeppniseftirlitinu í hag. Málið er til komið vegna kvörtunar um mismunun gagnvart viðskiptavinum Sorpu, þar sem eigendur Sorpu fengu óháð umfangi viðskipta 14-18% afslátt á árunum 2009-2012 en aðrir viðskiptavinir gátu mest fengið 7% afslátt. Með því að veita eigendum sínum afslátt sem öðrum stóð ekki til boða hafi Sorpa misnotað aðstöðu sína. Samkeppniseftirlitið taldi þessa háttsemi stangast á við samkeppnislög og sektaði Sorpu í desember 2012 um 45 milljónir króna. Þeirri niðurstöðu var síðan vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti úrskurðinn og það hefur Héraðsdómur Reykjavíkur nú einnig gert.Togstreita á tímum breytinga Mikil þróun hefur orðið á undanförnum áratug og svokölluð gámafyrirtæki, sem hófu starfsemi sína á flutningi úrgangs, stunda núorðið mun fjölbreyttari starfsemi sem felst í flókinni meðferð, flokkun og endurvinnslu úrgangs. Verkefnin í úrgangsmálum eru flóknari en fyrir nokkrum áratugum þegar allt fór í sömu holuna og sveitarfélögin sáu um verkið. Verðmæti hafa aukist í úrgangi og þá myndast ný tækifæri. Betri lausnir hafa leitt til þess að flokkun og endurvinnsla úrgangs hefur stóraukist. Á tímum þegar einkaaðilar færa sig inn á verksvið sem áður var í höndum opinberra aðila myndast togstreita. Hún endurspeglast í málaferlum líkt og þeim sem Lúðvík gerir að umtalsefni í grein sinni. Samtök iðnaðarins hafa hvatt stjórnvöld til þess að tryggja að löggjöf um úrgangsmál styðji við þróunina og skýri leikreglur á markaði þar sem bæði sveitarfélög og einkaaðilar leika stórt hlutverk. Í úrgangssöfnun og meðhöndlun úrgangs ríkir samkeppni og allir aðilar sem keppa á slíkum markaði verða að virða leikreglur sem þar gilda. Það hlýtur að vera umhugsunarvert fyrir samkeppnisyfirvöld og fyrir þá sem starfa á þessum markaði að Samtök sveitarfélaga líti á úrskurði, dóma og háar sektargreiðslur sem einhvern misskilning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. skrifar starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Lúðvík Gústafsson, um nýlega genginn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem staðfest er lögbrot og viðeigandi sekt Sorpu gagnvart brotum á samkeppnislögum. Ekki verður betur séð af greininni og sérstaklega af fyrirsögn hennar en að hinum seku sé hrósað fyrir ólöglegt athæfi sitt og að hvatt sé til áframhaldandi lögbrota. Eða í besta falli að málið sé allt byggt á misskilningi sem þurfi að leiðrétta.Augljós mismunun Forsaga málsins er sú að í janúar sl. var kveðinn upp dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í ógildingarmáli sem Sorpa höfðaði gegn Samkeppniseftirlitinu og féll dómurinn Samkeppniseftirlitinu í hag. Málið er til komið vegna kvörtunar um mismunun gagnvart viðskiptavinum Sorpu, þar sem eigendur Sorpu fengu óháð umfangi viðskipta 14-18% afslátt á árunum 2009-2012 en aðrir viðskiptavinir gátu mest fengið 7% afslátt. Með því að veita eigendum sínum afslátt sem öðrum stóð ekki til boða hafi Sorpa misnotað aðstöðu sína. Samkeppniseftirlitið taldi þessa háttsemi stangast á við samkeppnislög og sektaði Sorpu í desember 2012 um 45 milljónir króna. Þeirri niðurstöðu var síðan vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti úrskurðinn og það hefur Héraðsdómur Reykjavíkur nú einnig gert.Togstreita á tímum breytinga Mikil þróun hefur orðið á undanförnum áratug og svokölluð gámafyrirtæki, sem hófu starfsemi sína á flutningi úrgangs, stunda núorðið mun fjölbreyttari starfsemi sem felst í flókinni meðferð, flokkun og endurvinnslu úrgangs. Verkefnin í úrgangsmálum eru flóknari en fyrir nokkrum áratugum þegar allt fór í sömu holuna og sveitarfélögin sáu um verkið. Verðmæti hafa aukist í úrgangi og þá myndast ný tækifæri. Betri lausnir hafa leitt til þess að flokkun og endurvinnsla úrgangs hefur stóraukist. Á tímum þegar einkaaðilar færa sig inn á verksvið sem áður var í höndum opinberra aðila myndast togstreita. Hún endurspeglast í málaferlum líkt og þeim sem Lúðvík gerir að umtalsefni í grein sinni. Samtök iðnaðarins hafa hvatt stjórnvöld til þess að tryggja að löggjöf um úrgangsmál styðji við þróunina og skýri leikreglur á markaði þar sem bæði sveitarfélög og einkaaðilar leika stórt hlutverk. Í úrgangssöfnun og meðhöndlun úrgangs ríkir samkeppni og allir aðilar sem keppa á slíkum markaði verða að virða leikreglur sem þar gilda. Það hlýtur að vera umhugsunarvert fyrir samkeppnisyfirvöld og fyrir þá sem starfa á þessum markaði að Samtök sveitarfélaga líti á úrskurði, dóma og háar sektargreiðslur sem einhvern misskilning.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun