Nei, þú ert ekki sjálfur GuðJón Valgarður Guðjónsson skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Það hefur óneitanlega verið hjákátlegt að fylgjast með viðbrögðum við grein sem Jón Gnarr skrifaði í Fréttblaðið þar sem hann segist ekki trúa á guð. Það hefur vart mátt opna dagblað eða detta inn á vefsíðu án þess að rekast á greinar frá prestum og/eða öðrum talsmönnum kirkjunnar sem hafa mikla þörf fyrir að segja Jóni að hann sé nú bara samt trúaður. Kannski er þetta ný tegund af trúboði, ef ekki er hægt að fá fólk til að trúa, þá er bara að endurskilgreina hvað það er að vera trúaður. En þetta yfirlæti og virðingarleysi fyrir skoðunum annarra er svo sem ekkert nýtt fyrir okkur sem höfum vogað okkar að lýsa yfir trúleysi. En það er skondið að sjá viðbrögðin dregin saman í einhvers konar „pilluformi“. Það eru nokkrir rauðir þræðir í þessari umræðu.Þú trúir nú bara samt á GuðJón. Þetta er svona hálf (eða reyndar alveg) galin fullyrðing við mann sem er nýbúinn að segja að hann geri það ekki. Ekki dettur mér í hug að segja við trúaða vini mína að þeir séu nú bara víst trúlausir.Þú verður bara að finna þinn eigin GuðJón. Þetta er viðkvæði þeirra sem segja að ekki megi túlka trú á guð eins þröngt og trúarbrögðin gera, guðinn sé nú bara eitthvað óáþreifanlegt, óljóst, óskilgreint, þokukennt fyrirbæri sem hver geti haft eins og hann eða hún kýs. Kannski er þetta einhvers konar flótti þeirra sem eru þó nægilega skynsamir til að sjá hversu illa mörg trúarritanna standast nokkra skoðun en geta ómögulega sætt sig við að afgreiða málið einfaldlega þannig. Fyrir mörg okkar sem erum trúlaus þá er auðvitað enginn tilgangur í óskilgreindu og óljósu fyrirbæri. Kannski er þetta ekki bara eins og að kaupa köttinn í sekknum heldur frekar líkt því að kaupa sekk og hafa ekki einu sinni hugmynd um hvað á að vera í honum – eða ætla sér að skilgreina eftir hentugleikum.Þú ert nú auðvitað fylginn við KristJón. Svo eru þeir sem halda því fram að vegna þess að margir trúlausir reyni nú (eftir bestu getu) að fylgja siðferðilegu viðmiðunum sem kristnir hafa flestir tileinkað sér þá séu þeir þar af leiðandi kristnir. Gallinn við þetta er að flestar þessara kenninga eru miklu eldri en kristnin og það er vel hægt að tileinka sér þær án trúar á yfirnáttúruleg öfl. Það er vissulega rétt að margir kristnir hafa tekið jákvæðan siðferðisboðskap og gert að sínum, en það er ekki sérkenni kristninnar og greinir hana á engan hátt frá mörgum öðrum lífsskoðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur óneitanlega verið hjákátlegt að fylgjast með viðbrögðum við grein sem Jón Gnarr skrifaði í Fréttblaðið þar sem hann segist ekki trúa á guð. Það hefur vart mátt opna dagblað eða detta inn á vefsíðu án þess að rekast á greinar frá prestum og/eða öðrum talsmönnum kirkjunnar sem hafa mikla þörf fyrir að segja Jóni að hann sé nú bara samt trúaður. Kannski er þetta ný tegund af trúboði, ef ekki er hægt að fá fólk til að trúa, þá er bara að endurskilgreina hvað það er að vera trúaður. En þetta yfirlæti og virðingarleysi fyrir skoðunum annarra er svo sem ekkert nýtt fyrir okkur sem höfum vogað okkar að lýsa yfir trúleysi. En það er skondið að sjá viðbrögðin dregin saman í einhvers konar „pilluformi“. Það eru nokkrir rauðir þræðir í þessari umræðu.Þú trúir nú bara samt á GuðJón. Þetta er svona hálf (eða reyndar alveg) galin fullyrðing við mann sem er nýbúinn að segja að hann geri það ekki. Ekki dettur mér í hug að segja við trúaða vini mína að þeir séu nú bara víst trúlausir.Þú verður bara að finna þinn eigin GuðJón. Þetta er viðkvæði þeirra sem segja að ekki megi túlka trú á guð eins þröngt og trúarbrögðin gera, guðinn sé nú bara eitthvað óáþreifanlegt, óljóst, óskilgreint, þokukennt fyrirbæri sem hver geti haft eins og hann eða hún kýs. Kannski er þetta einhvers konar flótti þeirra sem eru þó nægilega skynsamir til að sjá hversu illa mörg trúarritanna standast nokkra skoðun en geta ómögulega sætt sig við að afgreiða málið einfaldlega þannig. Fyrir mörg okkar sem erum trúlaus þá er auðvitað enginn tilgangur í óskilgreindu og óljósu fyrirbæri. Kannski er þetta ekki bara eins og að kaupa köttinn í sekknum heldur frekar líkt því að kaupa sekk og hafa ekki einu sinni hugmynd um hvað á að vera í honum – eða ætla sér að skilgreina eftir hentugleikum.Þú ert nú auðvitað fylginn við KristJón. Svo eru þeir sem halda því fram að vegna þess að margir trúlausir reyni nú (eftir bestu getu) að fylgja siðferðilegu viðmiðunum sem kristnir hafa flestir tileinkað sér þá séu þeir þar af leiðandi kristnir. Gallinn við þetta er að flestar þessara kenninga eru miklu eldri en kristnin og það er vel hægt að tileinka sér þær án trúar á yfirnáttúruleg öfl. Það er vissulega rétt að margir kristnir hafa tekið jákvæðan siðferðisboðskap og gert að sínum, en það er ekki sérkenni kristninnar og greinir hana á engan hátt frá mörgum öðrum lífsskoðunum.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun