Nei, þú ert ekki sjálfur GuðJón Valgarður Guðjónsson skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Það hefur óneitanlega verið hjákátlegt að fylgjast með viðbrögðum við grein sem Jón Gnarr skrifaði í Fréttblaðið þar sem hann segist ekki trúa á guð. Það hefur vart mátt opna dagblað eða detta inn á vefsíðu án þess að rekast á greinar frá prestum og/eða öðrum talsmönnum kirkjunnar sem hafa mikla þörf fyrir að segja Jóni að hann sé nú bara samt trúaður. Kannski er þetta ný tegund af trúboði, ef ekki er hægt að fá fólk til að trúa, þá er bara að endurskilgreina hvað það er að vera trúaður. En þetta yfirlæti og virðingarleysi fyrir skoðunum annarra er svo sem ekkert nýtt fyrir okkur sem höfum vogað okkar að lýsa yfir trúleysi. En það er skondið að sjá viðbrögðin dregin saman í einhvers konar „pilluformi“. Það eru nokkrir rauðir þræðir í þessari umræðu.Þú trúir nú bara samt á GuðJón. Þetta er svona hálf (eða reyndar alveg) galin fullyrðing við mann sem er nýbúinn að segja að hann geri það ekki. Ekki dettur mér í hug að segja við trúaða vini mína að þeir séu nú bara víst trúlausir.Þú verður bara að finna þinn eigin GuðJón. Þetta er viðkvæði þeirra sem segja að ekki megi túlka trú á guð eins þröngt og trúarbrögðin gera, guðinn sé nú bara eitthvað óáþreifanlegt, óljóst, óskilgreint, þokukennt fyrirbæri sem hver geti haft eins og hann eða hún kýs. Kannski er þetta einhvers konar flótti þeirra sem eru þó nægilega skynsamir til að sjá hversu illa mörg trúarritanna standast nokkra skoðun en geta ómögulega sætt sig við að afgreiða málið einfaldlega þannig. Fyrir mörg okkar sem erum trúlaus þá er auðvitað enginn tilgangur í óskilgreindu og óljósu fyrirbæri. Kannski er þetta ekki bara eins og að kaupa köttinn í sekknum heldur frekar líkt því að kaupa sekk og hafa ekki einu sinni hugmynd um hvað á að vera í honum – eða ætla sér að skilgreina eftir hentugleikum.Þú ert nú auðvitað fylginn við KristJón. Svo eru þeir sem halda því fram að vegna þess að margir trúlausir reyni nú (eftir bestu getu) að fylgja siðferðilegu viðmiðunum sem kristnir hafa flestir tileinkað sér þá séu þeir þar af leiðandi kristnir. Gallinn við þetta er að flestar þessara kenninga eru miklu eldri en kristnin og það er vel hægt að tileinka sér þær án trúar á yfirnáttúruleg öfl. Það er vissulega rétt að margir kristnir hafa tekið jákvæðan siðferðisboðskap og gert að sínum, en það er ekki sérkenni kristninnar og greinir hana á engan hátt frá mörgum öðrum lífsskoðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Það hefur óneitanlega verið hjákátlegt að fylgjast með viðbrögðum við grein sem Jón Gnarr skrifaði í Fréttblaðið þar sem hann segist ekki trúa á guð. Það hefur vart mátt opna dagblað eða detta inn á vefsíðu án þess að rekast á greinar frá prestum og/eða öðrum talsmönnum kirkjunnar sem hafa mikla þörf fyrir að segja Jóni að hann sé nú bara samt trúaður. Kannski er þetta ný tegund af trúboði, ef ekki er hægt að fá fólk til að trúa, þá er bara að endurskilgreina hvað það er að vera trúaður. En þetta yfirlæti og virðingarleysi fyrir skoðunum annarra er svo sem ekkert nýtt fyrir okkur sem höfum vogað okkar að lýsa yfir trúleysi. En það er skondið að sjá viðbrögðin dregin saman í einhvers konar „pilluformi“. Það eru nokkrir rauðir þræðir í þessari umræðu.Þú trúir nú bara samt á GuðJón. Þetta er svona hálf (eða reyndar alveg) galin fullyrðing við mann sem er nýbúinn að segja að hann geri það ekki. Ekki dettur mér í hug að segja við trúaða vini mína að þeir séu nú bara víst trúlausir.Þú verður bara að finna þinn eigin GuðJón. Þetta er viðkvæði þeirra sem segja að ekki megi túlka trú á guð eins þröngt og trúarbrögðin gera, guðinn sé nú bara eitthvað óáþreifanlegt, óljóst, óskilgreint, þokukennt fyrirbæri sem hver geti haft eins og hann eða hún kýs. Kannski er þetta einhvers konar flótti þeirra sem eru þó nægilega skynsamir til að sjá hversu illa mörg trúarritanna standast nokkra skoðun en geta ómögulega sætt sig við að afgreiða málið einfaldlega þannig. Fyrir mörg okkar sem erum trúlaus þá er auðvitað enginn tilgangur í óskilgreindu og óljósu fyrirbæri. Kannski er þetta ekki bara eins og að kaupa köttinn í sekknum heldur frekar líkt því að kaupa sekk og hafa ekki einu sinni hugmynd um hvað á að vera í honum – eða ætla sér að skilgreina eftir hentugleikum.Þú ert nú auðvitað fylginn við KristJón. Svo eru þeir sem halda því fram að vegna þess að margir trúlausir reyni nú (eftir bestu getu) að fylgja siðferðilegu viðmiðunum sem kristnir hafa flestir tileinkað sér þá séu þeir þar af leiðandi kristnir. Gallinn við þetta er að flestar þessara kenninga eru miklu eldri en kristnin og það er vel hægt að tileinka sér þær án trúar á yfirnáttúruleg öfl. Það er vissulega rétt að margir kristnir hafa tekið jákvæðan siðferðisboðskap og gert að sínum, en það er ekki sérkenni kristninnar og greinir hana á engan hátt frá mörgum öðrum lífsskoðunum.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar