Nei, þú ert ekki sjálfur GuðJón Valgarður Guðjónsson skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Það hefur óneitanlega verið hjákátlegt að fylgjast með viðbrögðum við grein sem Jón Gnarr skrifaði í Fréttblaðið þar sem hann segist ekki trúa á guð. Það hefur vart mátt opna dagblað eða detta inn á vefsíðu án þess að rekast á greinar frá prestum og/eða öðrum talsmönnum kirkjunnar sem hafa mikla þörf fyrir að segja Jóni að hann sé nú bara samt trúaður. Kannski er þetta ný tegund af trúboði, ef ekki er hægt að fá fólk til að trúa, þá er bara að endurskilgreina hvað það er að vera trúaður. En þetta yfirlæti og virðingarleysi fyrir skoðunum annarra er svo sem ekkert nýtt fyrir okkur sem höfum vogað okkar að lýsa yfir trúleysi. En það er skondið að sjá viðbrögðin dregin saman í einhvers konar „pilluformi“. Það eru nokkrir rauðir þræðir í þessari umræðu.Þú trúir nú bara samt á GuðJón. Þetta er svona hálf (eða reyndar alveg) galin fullyrðing við mann sem er nýbúinn að segja að hann geri það ekki. Ekki dettur mér í hug að segja við trúaða vini mína að þeir séu nú bara víst trúlausir.Þú verður bara að finna þinn eigin GuðJón. Þetta er viðkvæði þeirra sem segja að ekki megi túlka trú á guð eins þröngt og trúarbrögðin gera, guðinn sé nú bara eitthvað óáþreifanlegt, óljóst, óskilgreint, þokukennt fyrirbæri sem hver geti haft eins og hann eða hún kýs. Kannski er þetta einhvers konar flótti þeirra sem eru þó nægilega skynsamir til að sjá hversu illa mörg trúarritanna standast nokkra skoðun en geta ómögulega sætt sig við að afgreiða málið einfaldlega þannig. Fyrir mörg okkar sem erum trúlaus þá er auðvitað enginn tilgangur í óskilgreindu og óljósu fyrirbæri. Kannski er þetta ekki bara eins og að kaupa köttinn í sekknum heldur frekar líkt því að kaupa sekk og hafa ekki einu sinni hugmynd um hvað á að vera í honum – eða ætla sér að skilgreina eftir hentugleikum.Þú ert nú auðvitað fylginn við KristJón. Svo eru þeir sem halda því fram að vegna þess að margir trúlausir reyni nú (eftir bestu getu) að fylgja siðferðilegu viðmiðunum sem kristnir hafa flestir tileinkað sér þá séu þeir þar af leiðandi kristnir. Gallinn við þetta er að flestar þessara kenninga eru miklu eldri en kristnin og það er vel hægt að tileinka sér þær án trúar á yfirnáttúruleg öfl. Það er vissulega rétt að margir kristnir hafa tekið jákvæðan siðferðisboðskap og gert að sínum, en það er ekki sérkenni kristninnar og greinir hana á engan hátt frá mörgum öðrum lífsskoðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur óneitanlega verið hjákátlegt að fylgjast með viðbrögðum við grein sem Jón Gnarr skrifaði í Fréttblaðið þar sem hann segist ekki trúa á guð. Það hefur vart mátt opna dagblað eða detta inn á vefsíðu án þess að rekast á greinar frá prestum og/eða öðrum talsmönnum kirkjunnar sem hafa mikla þörf fyrir að segja Jóni að hann sé nú bara samt trúaður. Kannski er þetta ný tegund af trúboði, ef ekki er hægt að fá fólk til að trúa, þá er bara að endurskilgreina hvað það er að vera trúaður. En þetta yfirlæti og virðingarleysi fyrir skoðunum annarra er svo sem ekkert nýtt fyrir okkur sem höfum vogað okkar að lýsa yfir trúleysi. En það er skondið að sjá viðbrögðin dregin saman í einhvers konar „pilluformi“. Það eru nokkrir rauðir þræðir í þessari umræðu.Þú trúir nú bara samt á GuðJón. Þetta er svona hálf (eða reyndar alveg) galin fullyrðing við mann sem er nýbúinn að segja að hann geri það ekki. Ekki dettur mér í hug að segja við trúaða vini mína að þeir séu nú bara víst trúlausir.Þú verður bara að finna þinn eigin GuðJón. Þetta er viðkvæði þeirra sem segja að ekki megi túlka trú á guð eins þröngt og trúarbrögðin gera, guðinn sé nú bara eitthvað óáþreifanlegt, óljóst, óskilgreint, þokukennt fyrirbæri sem hver geti haft eins og hann eða hún kýs. Kannski er þetta einhvers konar flótti þeirra sem eru þó nægilega skynsamir til að sjá hversu illa mörg trúarritanna standast nokkra skoðun en geta ómögulega sætt sig við að afgreiða málið einfaldlega þannig. Fyrir mörg okkar sem erum trúlaus þá er auðvitað enginn tilgangur í óskilgreindu og óljósu fyrirbæri. Kannski er þetta ekki bara eins og að kaupa köttinn í sekknum heldur frekar líkt því að kaupa sekk og hafa ekki einu sinni hugmynd um hvað á að vera í honum – eða ætla sér að skilgreina eftir hentugleikum.Þú ert nú auðvitað fylginn við KristJón. Svo eru þeir sem halda því fram að vegna þess að margir trúlausir reyni nú (eftir bestu getu) að fylgja siðferðilegu viðmiðunum sem kristnir hafa flestir tileinkað sér þá séu þeir þar af leiðandi kristnir. Gallinn við þetta er að flestar þessara kenninga eru miklu eldri en kristnin og það er vel hægt að tileinka sér þær án trúar á yfirnáttúruleg öfl. Það er vissulega rétt að margir kristnir hafa tekið jákvæðan siðferðisboðskap og gert að sínum, en það er ekki sérkenni kristninnar og greinir hana á engan hátt frá mörgum öðrum lífsskoðunum.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun