Stofnfrumusérfræðingur: Meðferðin ekki hættulaus og skilar engum áhrifum Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2015 15:15 Bjarnheiður fékk hjartastopp eftir að hafa glímt við átröskun í mörg ár. Hún safnar nú fyrir stofnfrumumeðferð á Indlandi en sú sem er þekktust fyrir slíka meðferðir þar í landi er Dr. Geeta Shroff sem er afar umdeild í læknasamfélaginu. Vísir/YouTube Mikil umræða hefur skapast um gagnsemi stofnfrumumeðferða eftir að Bjarnheiður Hannesdóttir greindi frá því í viðtali við Kastljós fyrr í vikunni að hún væri að safna fyrir stofnfrumumeðferð í Nýju-Dehli á Indlandi í þeirri von um bata eftir að hafa orðið fyrir heilaskaða eftir langt hjartastopp.Sjá einnig:Lamaðist eftir hjartastopp: „Ég er fangi í eigin líkama“ Bjarnheiður sagði í Kastljósi að hún gerði sér grein fyrir að það væru ekki miklar líkur á að þessi stofnfrumumeðferð á Indlandi muni gera nokkurt gagn. Það staðfestir Ólafur E. Sigurjónsson, dósent við Háskólann í Reykjavík, sem er einnig forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Blóðbankanum. Ólafur vinnur mest í rannsóknum á bein- og brjóskmyndandi stofnfrumum, nokkurskonar vefjaverkfræði. Hann segir að ekki séu til viðurkenndar stofnfrumumeðferðir fyrir þá sem hafa orðið fyrir heila- eða mænuskaða. „Það hefur ekki verið sýnt fram á með neinum vísindalegum- eða læknisfræðilegum rökum að meðferð sem hún ætlar í muni hafa einhver bætandi áhrif fyrir hana,“ segir Ólafur.Ólafur E. Sigurjónsson, dósent við Háskólann í Reykjavík.Dr. Geeta Shroff Hann segir þessa tegund af stofnfrumumeðferð þar að auki alls ekki hættulausa. Sú meðferð sem er kannski þekktust á Indlandi er meðferð sem Dr. Geeta Shroff býður upp á. Hún er frjósemislæknir sem fær stofnfrumurnar sínar úr fósturvísum og er þeim sprautað í fólk sem þjáist af mænu- eða heilaskaða í þeirri von að stofnfrumurnar lagfæri skaddaða vefi. „Það er oft verið að setja mjög óskilgreindar frumur inn í fólk, og ég þekki aðeins inn á þennan stað sem hún er að fara á og frumurnar sem sú manneskja er að nota, eru væntanlega ekki skilgreindar og óljóst hvaða frumur þetta eru. Þetta er hvorki hættulaust og mun ekki skila neinum áhrifum,“ segir Ólafur.Óskilgreindar aðferðir „Mér finnst líklegt að þau séu að vinna með stofnfrumur úr fósturvísum og ef þú setur þær inn geta þær sérhæft sig í nánast hvaða frumugerð sem er og þú stjórnar því ekkert svo auðveldlega. Ef þetta eru stofnfrumur úr naflastrengsblóði þá mynda þær ekkert nýjar taugar. Það getur mögulega haft einhver áhrif á frumur í kring til að örva taugamyndun en þetta eru algjörlega óskilgreindar aðferðir og það eru engin vísindaleg- eða læknisfræðileg rök að bak við það að þessi aðferð muni virka,“ segir Ólafur.Stofnfrumuferðamennska Hann segir þessa meðferð á Indlandi í ætt við stofnfrumuferðamennsku og hefur verið fjallað um málefni slíks iðnaðs bæði í fréttaskýringaþættinum 60 minutes og BBC Panorama. Þá var bandaríska fréttastofan CNN einnig með umfjöllun um meðferð Geetu Shroff.Mikil hætta á æxli Ólafur segir mikla hættu á að þessar óskilgreindu stofnfrumur geti breyst í æxli, svokallað teratoma. Þá geta þessar óskilgreindu stofnfrumur einnig sérhæft sig í óæskilegan vef. „Svo er aldrei gott að vera að sprauta einhverju nálægt taugakerfinu sem er óskilgreint,“ segir Ólafur. Hann segir lítið vitað um þessar stofnfrumumeðferð Geetu Shroff því ekki fást neinar upplýsingar frá henni. „Það er ómögulegt fyrir okkur að sjá hvað þau eru að gera. Ég hef beðið um upplýsingar en maður fær ekkert frá þeim,“ segir Ólafur en vitað er að nokkrir Íslendingar hafa farið í stofnfrumumeðferð á Indlandi.Ólafur hefur óskað eftir upplýsingum frá Dr. Geetu Shroff en engar fengið.Vísir/GettyViðurkennd meðferð notuð við lyfjameðferðir Hann bendir þó að unnið hefur verið með viðurkennda læknisfræðilega meðferð með stofnfrumur í 30 - 40 ár en á Íslandi var hún tekin upp árið 2004. „Það er að nota blóðmyndaðar stofnfrumur í meðferðum á sjúkdómum eins og mergfrumusjúkdómum og eitilfrumusjúkdómum. Þá er þetta notað meira sem stuðningsmeðferð. Þá fara sjúklingarnir í háskammtalyfjameðferð og þegar þú ferð í háskammtalyfjameðferð þá ertu ekki bara að eiga við sjúkdóminn heldur skemmir þú líka frumur blóðfrumukerfisins eins og frumurnar sem framleiða blóðflögur og neutrófíla. Þá gefur þú þessar blóðmynduðu stofnfrumur til að flýta fyrir endurnýjun á þessu blóðfrumukerfi.“ segir Ólafur en Blóðbankinn er með slíka meðferð fyrir eiginstofnfrumugjöf í samvinnu við blóðlækningadeild Landspítalans. „Aðrar meðferðir eru ekki það sem kallað er rútínu meðferð. Það er fullt af tilraunum í gangi sérstaklega með að nota stofnfrumur við viðgerð á beinskaða og brjóskskaða en allt er það á tilraunastigi og ekki orðin viðurkennd læknisfræðileg meðferð.“ Tengdar fréttir „Team Heiða er algjörlega magnaður hópur“ „Við fórum af stað með styrktarsjóð með því markmiði að Heiða fái draum sinn uppfylltan um einhverja heilsubót,“ segir Sigrún Lilja oftast kennd við Gyðju sem ætlar í bíó í dag. 25. febrúar 2015 10:26 Lamaðist eftir hjartastopp: „Ég er fangi í eigin líkama“ Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp eftir að hafa glímt við átröskun í mörg ár. Hún bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi. 23. febrúar 2015 20:39 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um gagnsemi stofnfrumumeðferða eftir að Bjarnheiður Hannesdóttir greindi frá því í viðtali við Kastljós fyrr í vikunni að hún væri að safna fyrir stofnfrumumeðferð í Nýju-Dehli á Indlandi í þeirri von um bata eftir að hafa orðið fyrir heilaskaða eftir langt hjartastopp.Sjá einnig:Lamaðist eftir hjartastopp: „Ég er fangi í eigin líkama“ Bjarnheiður sagði í Kastljósi að hún gerði sér grein fyrir að það væru ekki miklar líkur á að þessi stofnfrumumeðferð á Indlandi muni gera nokkurt gagn. Það staðfestir Ólafur E. Sigurjónsson, dósent við Háskólann í Reykjavík, sem er einnig forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Blóðbankanum. Ólafur vinnur mest í rannsóknum á bein- og brjóskmyndandi stofnfrumum, nokkurskonar vefjaverkfræði. Hann segir að ekki séu til viðurkenndar stofnfrumumeðferðir fyrir þá sem hafa orðið fyrir heila- eða mænuskaða. „Það hefur ekki verið sýnt fram á með neinum vísindalegum- eða læknisfræðilegum rökum að meðferð sem hún ætlar í muni hafa einhver bætandi áhrif fyrir hana,“ segir Ólafur.Ólafur E. Sigurjónsson, dósent við Háskólann í Reykjavík.Dr. Geeta Shroff Hann segir þessa tegund af stofnfrumumeðferð þar að auki alls ekki hættulausa. Sú meðferð sem er kannski þekktust á Indlandi er meðferð sem Dr. Geeta Shroff býður upp á. Hún er frjósemislæknir sem fær stofnfrumurnar sínar úr fósturvísum og er þeim sprautað í fólk sem þjáist af mænu- eða heilaskaða í þeirri von að stofnfrumurnar lagfæri skaddaða vefi. „Það er oft verið að setja mjög óskilgreindar frumur inn í fólk, og ég þekki aðeins inn á þennan stað sem hún er að fara á og frumurnar sem sú manneskja er að nota, eru væntanlega ekki skilgreindar og óljóst hvaða frumur þetta eru. Þetta er hvorki hættulaust og mun ekki skila neinum áhrifum,“ segir Ólafur.Óskilgreindar aðferðir „Mér finnst líklegt að þau séu að vinna með stofnfrumur úr fósturvísum og ef þú setur þær inn geta þær sérhæft sig í nánast hvaða frumugerð sem er og þú stjórnar því ekkert svo auðveldlega. Ef þetta eru stofnfrumur úr naflastrengsblóði þá mynda þær ekkert nýjar taugar. Það getur mögulega haft einhver áhrif á frumur í kring til að örva taugamyndun en þetta eru algjörlega óskilgreindar aðferðir og það eru engin vísindaleg- eða læknisfræðileg rök að bak við það að þessi aðferð muni virka,“ segir Ólafur.Stofnfrumuferðamennska Hann segir þessa meðferð á Indlandi í ætt við stofnfrumuferðamennsku og hefur verið fjallað um málefni slíks iðnaðs bæði í fréttaskýringaþættinum 60 minutes og BBC Panorama. Þá var bandaríska fréttastofan CNN einnig með umfjöllun um meðferð Geetu Shroff.Mikil hætta á æxli Ólafur segir mikla hættu á að þessar óskilgreindu stofnfrumur geti breyst í æxli, svokallað teratoma. Þá geta þessar óskilgreindu stofnfrumur einnig sérhæft sig í óæskilegan vef. „Svo er aldrei gott að vera að sprauta einhverju nálægt taugakerfinu sem er óskilgreint,“ segir Ólafur. Hann segir lítið vitað um þessar stofnfrumumeðferð Geetu Shroff því ekki fást neinar upplýsingar frá henni. „Það er ómögulegt fyrir okkur að sjá hvað þau eru að gera. Ég hef beðið um upplýsingar en maður fær ekkert frá þeim,“ segir Ólafur en vitað er að nokkrir Íslendingar hafa farið í stofnfrumumeðferð á Indlandi.Ólafur hefur óskað eftir upplýsingum frá Dr. Geetu Shroff en engar fengið.Vísir/GettyViðurkennd meðferð notuð við lyfjameðferðir Hann bendir þó að unnið hefur verið með viðurkennda læknisfræðilega meðferð með stofnfrumur í 30 - 40 ár en á Íslandi var hún tekin upp árið 2004. „Það er að nota blóðmyndaðar stofnfrumur í meðferðum á sjúkdómum eins og mergfrumusjúkdómum og eitilfrumusjúkdómum. Þá er þetta notað meira sem stuðningsmeðferð. Þá fara sjúklingarnir í háskammtalyfjameðferð og þegar þú ferð í háskammtalyfjameðferð þá ertu ekki bara að eiga við sjúkdóminn heldur skemmir þú líka frumur blóðfrumukerfisins eins og frumurnar sem framleiða blóðflögur og neutrófíla. Þá gefur þú þessar blóðmynduðu stofnfrumur til að flýta fyrir endurnýjun á þessu blóðfrumukerfi.“ segir Ólafur en Blóðbankinn er með slíka meðferð fyrir eiginstofnfrumugjöf í samvinnu við blóðlækningadeild Landspítalans. „Aðrar meðferðir eru ekki það sem kallað er rútínu meðferð. Það er fullt af tilraunum í gangi sérstaklega með að nota stofnfrumur við viðgerð á beinskaða og brjóskskaða en allt er það á tilraunastigi og ekki orðin viðurkennd læknisfræðileg meðferð.“
Tengdar fréttir „Team Heiða er algjörlega magnaður hópur“ „Við fórum af stað með styrktarsjóð með því markmiði að Heiða fái draum sinn uppfylltan um einhverja heilsubót,“ segir Sigrún Lilja oftast kennd við Gyðju sem ætlar í bíó í dag. 25. febrúar 2015 10:26 Lamaðist eftir hjartastopp: „Ég er fangi í eigin líkama“ Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp eftir að hafa glímt við átröskun í mörg ár. Hún bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi. 23. febrúar 2015 20:39 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
„Team Heiða er algjörlega magnaður hópur“ „Við fórum af stað með styrktarsjóð með því markmiði að Heiða fái draum sinn uppfylltan um einhverja heilsubót,“ segir Sigrún Lilja oftast kennd við Gyðju sem ætlar í bíó í dag. 25. febrúar 2015 10:26
Lamaðist eftir hjartastopp: „Ég er fangi í eigin líkama“ Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp eftir að hafa glímt við átröskun í mörg ár. Hún bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi. 23. febrúar 2015 20:39