Birgir Leifur lék undir pari á fyrsta hring í Kasakstan Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. september 2015 09:00 Birgir Leifur. Mynd/GSÍ Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, hóf leik í morgun á gríðarlega sterku móti á Áskorendamótaröðinni sem fram fer í Kasakstan. Birgir Leifur, sem er sexfaldur Íslandsmeistari, fékk alls fjóra fugla á fyrsta hringnum í morgun en hann tapaði tveimur höggum á par 5 holum. Verðlaunaféð á þessu móti er mun hærra en á sambærilegum mótum á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Alls lék Birgir á 70 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari. Er hann þessa stundina í 18. sæti en besta skorið hingað til á danski kylfingurinn Joachim B. Hansen sem lauk leik á 63 höggum, alls níu höggum undir pari. Er þetta sjöunda mótið sem Birgir tekur þátt í á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili en hann berst um að komast ofar á stigalistanum fyrir lokamótin. Er hann eins og staðan er í 88. sæti en það þýðir að hann myndi fara inn á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina á næsta tímabili. Þeir kylfingar sem enda í efstu 70. sætunum á Áskorendamótaröðinni fá keppnisrétt á næsta ár en þeir sem lenda í sætum 71-120. fá nánast fullan keppnisrétt. Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, hóf leik í morgun á gríðarlega sterku móti á Áskorendamótaröðinni sem fram fer í Kasakstan. Birgir Leifur, sem er sexfaldur Íslandsmeistari, fékk alls fjóra fugla á fyrsta hringnum í morgun en hann tapaði tveimur höggum á par 5 holum. Verðlaunaféð á þessu móti er mun hærra en á sambærilegum mótum á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Alls lék Birgir á 70 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari. Er hann þessa stundina í 18. sæti en besta skorið hingað til á danski kylfingurinn Joachim B. Hansen sem lauk leik á 63 höggum, alls níu höggum undir pari. Er þetta sjöunda mótið sem Birgir tekur þátt í á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili en hann berst um að komast ofar á stigalistanum fyrir lokamótin. Er hann eins og staðan er í 88. sæti en það þýðir að hann myndi fara inn á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina á næsta tímabili. Þeir kylfingar sem enda í efstu 70. sætunum á Áskorendamótaröðinni fá keppnisrétt á næsta ár en þeir sem lenda í sætum 71-120. fá nánast fullan keppnisrétt.
Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira