Sjálfsvígsforvarnir eru aðkallandi Gunnar Árnason skrifar 10. september 2015 09:00 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gert 10. september að alþjóðlegum sjálfsvígsforvarnardegi. Í nýlegri skýrslu stofnunarinnar, Preventing Suicide (2014), kemur fram að það sé forgangsverkefni að draga úr tíðni sjálfsvíga á heimsvísu um 10 prósent fyrir árið 2020. Á Íslandi falla árlega 35-40 manns fyrir eigin hendi eða tvöfalt fleiri en deyja í bílslysum. Síðustu ár hafa sex unglingar og ungar manneskjur dáið árlega vegna sjálfsvíga. Mikil þörf er því á að setja þennan málaflokk í forgang. Mörg lönd í kringum okkur hafa sett fram þjóðaráætlun til að vinna eftir í sjálfsvígsforvörnum. Engin slík áætlun er hins vegar til á Íslandi. Einnig er til í mörgum nágrannalöndum heildstæð forvarnaráætlun fyrir skóla í þessum málaflokki. En hún er ekki heldur til staðar á Íslandi. Hins vegar hafa Íslendingar staðið sig afar vel í vímuefnaforvörnum síðustu árin, sem sérstaklega hefur verið beint að ungmennum. Einnig höfum við náð miklum árangri í umferðaröryggi, þökk sé mikilli forvarnarvinnu. Leggja þarf mun meiri vinnu í sjálfsvígsforvarnir á Íslandi en þegar er gert. Frekar fátítt er að börn fremji sjálfsvíg, en greinileg aukning verður á tíðni sjálfsvíga eftir því sem líður á unglingsárin og þegar ungmenni fara í framhaldsskóla. Það er skoðun mín að framhaldsskólar skipi stórt hlutverk í því að koma í veg fyrir ótímabæran dauða vegna sjálfsvíga. Langflest íslensk ungmenni hefja framhaldsskólanám og því ætti að vera ljóst að skólinn er mikilvægur vettvangur fyrir sjálfsvígsforvarnir.Ráðaleysi Í starfi mínu sem framhaldsskólakennari í hartnær tuttugu ár hef ég séð marga nemendur hverfa frá námi vegna ýmissa geðrænna vandamála. Nokkrir þeirra höfðu verið þunglyndir og að auki sýnt augljósa sjálfsvígshegðun. Tveir nemendur mínir hafa fallið fyrir eigin hendi. Einnig hef ég um miðja nótt fengið neyðarkall – símtal frá nemanda sem hafði tekið inn ofskammt af lyfjum og bað mig um að keyra sig á slysavarðstofuna. Frammi fyrir þessari reynslu, sem aldrei mun hverfa mér úr minni, upplifði ég mikið varnarleysi, þar sem skólinn sem ég kenndi við hafði ekki sérstaka sjálfsvígsforvarnaráætlun. Almennt virðist ráðaleysi einkenna viðbrögð skólayfirvalda við þeim samfélagsvanda sem sjálfsvíg ungmenna eru og það er reynsla mín að kennarar ræða þetta ekki mikið sín í milli. Sjálfsvíg er þegar einstaklingur bindur sjálfviljugur enda á líf sitt. Meðal fræðimanna hafa komið upp tillögur um að hafa sjálfsvíg sem sérstakan flokk í geðgreiningarkerfum, aðrir segja að sjálfsvíg sé ekki geðröskun þótt það geti haft svipaða orsakaþætti og ákveðnir geðsjúkdómar. Sjálfsvígstengdar hugsanir og atferli sem ekki leiðir til dauða kallast sjálfsvígshegðun og er síðan skipt upp í þrjá þætti. Sjálfsvígshugmyndir vísa til hugsana sem gætu leitt til þess að einstaklingur fyrirfari sér. Í sjálfsvígsáætlunum hefur manneskjan skipulagt ákveðnar aðferðir til að svipta sig lífi. Með sjálfsvígstilraunum er átt við að einstaklingurinn framkvæmi sjálfsskaðandi hegðun sem felur í sér ákveðna löngun til að falla fyrir eigin hendi. Með hugtakinu sjálfsvígshegðun er ekki verið að vísa til einstakrar hegðunar, heldur ákveðins ferlis sem nær yfir langan tíma. Flestir rannsakendur greina sjálfsvígshegðun frá sjálfsskaðandi hegðun þar sem ekki er ætlun einstaklingsins að enda líf sitt. Sjálfsvígshegðun er talin vera eitt helsta lýðheilsuvandamál ungs fólks og því er mikilvægt að vinna gegn því. Þar getum við nýtt okkur þær forvarnaráætlanir sem þegar hafa verið unnar í nágrannalöndum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gert 10. september að alþjóðlegum sjálfsvígsforvarnardegi. Í nýlegri skýrslu stofnunarinnar, Preventing Suicide (2014), kemur fram að það sé forgangsverkefni að draga úr tíðni sjálfsvíga á heimsvísu um 10 prósent fyrir árið 2020. Á Íslandi falla árlega 35-40 manns fyrir eigin hendi eða tvöfalt fleiri en deyja í bílslysum. Síðustu ár hafa sex unglingar og ungar manneskjur dáið árlega vegna sjálfsvíga. Mikil þörf er því á að setja þennan málaflokk í forgang. Mörg lönd í kringum okkur hafa sett fram þjóðaráætlun til að vinna eftir í sjálfsvígsforvörnum. Engin slík áætlun er hins vegar til á Íslandi. Einnig er til í mörgum nágrannalöndum heildstæð forvarnaráætlun fyrir skóla í þessum málaflokki. En hún er ekki heldur til staðar á Íslandi. Hins vegar hafa Íslendingar staðið sig afar vel í vímuefnaforvörnum síðustu árin, sem sérstaklega hefur verið beint að ungmennum. Einnig höfum við náð miklum árangri í umferðaröryggi, þökk sé mikilli forvarnarvinnu. Leggja þarf mun meiri vinnu í sjálfsvígsforvarnir á Íslandi en þegar er gert. Frekar fátítt er að börn fremji sjálfsvíg, en greinileg aukning verður á tíðni sjálfsvíga eftir því sem líður á unglingsárin og þegar ungmenni fara í framhaldsskóla. Það er skoðun mín að framhaldsskólar skipi stórt hlutverk í því að koma í veg fyrir ótímabæran dauða vegna sjálfsvíga. Langflest íslensk ungmenni hefja framhaldsskólanám og því ætti að vera ljóst að skólinn er mikilvægur vettvangur fyrir sjálfsvígsforvarnir.Ráðaleysi Í starfi mínu sem framhaldsskólakennari í hartnær tuttugu ár hef ég séð marga nemendur hverfa frá námi vegna ýmissa geðrænna vandamála. Nokkrir þeirra höfðu verið þunglyndir og að auki sýnt augljósa sjálfsvígshegðun. Tveir nemendur mínir hafa fallið fyrir eigin hendi. Einnig hef ég um miðja nótt fengið neyðarkall – símtal frá nemanda sem hafði tekið inn ofskammt af lyfjum og bað mig um að keyra sig á slysavarðstofuna. Frammi fyrir þessari reynslu, sem aldrei mun hverfa mér úr minni, upplifði ég mikið varnarleysi, þar sem skólinn sem ég kenndi við hafði ekki sérstaka sjálfsvígsforvarnaráætlun. Almennt virðist ráðaleysi einkenna viðbrögð skólayfirvalda við þeim samfélagsvanda sem sjálfsvíg ungmenna eru og það er reynsla mín að kennarar ræða þetta ekki mikið sín í milli. Sjálfsvíg er þegar einstaklingur bindur sjálfviljugur enda á líf sitt. Meðal fræðimanna hafa komið upp tillögur um að hafa sjálfsvíg sem sérstakan flokk í geðgreiningarkerfum, aðrir segja að sjálfsvíg sé ekki geðröskun þótt það geti haft svipaða orsakaþætti og ákveðnir geðsjúkdómar. Sjálfsvígstengdar hugsanir og atferli sem ekki leiðir til dauða kallast sjálfsvígshegðun og er síðan skipt upp í þrjá þætti. Sjálfsvígshugmyndir vísa til hugsana sem gætu leitt til þess að einstaklingur fyrirfari sér. Í sjálfsvígsáætlunum hefur manneskjan skipulagt ákveðnar aðferðir til að svipta sig lífi. Með sjálfsvígstilraunum er átt við að einstaklingurinn framkvæmi sjálfsskaðandi hegðun sem felur í sér ákveðna löngun til að falla fyrir eigin hendi. Með hugtakinu sjálfsvígshegðun er ekki verið að vísa til einstakrar hegðunar, heldur ákveðins ferlis sem nær yfir langan tíma. Flestir rannsakendur greina sjálfsvígshegðun frá sjálfsskaðandi hegðun þar sem ekki er ætlun einstaklingsins að enda líf sitt. Sjálfsvígshegðun er talin vera eitt helsta lýðheilsuvandamál ungs fólks og því er mikilvægt að vinna gegn því. Þar getum við nýtt okkur þær forvarnaráætlanir sem þegar hafa verið unnar í nágrannalöndum okkar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun