Íhugun um AA-samtökin Reynar Kári Bjarnason skrifar 26. maí 2015 07:00 Misnotkun á áfengi og vímuefnum er alvarlegt vandamál á Íslandi eins og um allan heim. AA-samtökin skipa stóran sess í áfengis- og vímuefnameðferð hér á landi. Margir kynnast AA-samtökunum í meðferð og sækja fundi samtakanna eftir að meðferð lýkur. Nú um stundir er talið að um tvær milljónir manna stundi þessi samtök um allan heim. Meðan á meðferð stendur er fólk hvatt til að að stunda AA-fundi þegar það kemur úr meðferð. Sumir virðast hins vegar ekki finna sig innan AA- samtakanna og fara aðrar leiðir til að halda sér allsgáðum. Það getur farið mikill tími í það hjá fólki að vera virkt innan AA-samtakanna, t.d. að fara á fundi, lesa AA-fræðin og hjálpa öðrum. Er þessi mikla vinna sem fólk er að leggja á sig í AA-samtökunum að skila tilætluðum árangri? Samkvæmt niðurstöðum fjölda erlendra rannsókna leikur ekki vafi á að AA-samtökin hjálpa mjög mörgum að halda sér á réttri braut eftir meðferð. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem tengjast AA-samtökunum fljótt eftir meðferð og stunda AA-fundi lengur eru líklegri til að halda sér allsgáðum samanborið við þá sem ekki stunda samtökin. Samkvæmt þessu þá er mikilvægt að fólk byrji strax eftir meðferð að stunda fundi. Því má ætla að sú tilhögun að hafa AA-fundi sem hluta af meðferð líkt og gert er hér á landi sé heillavænleg, þannig að fólk sé í raun byrjað í AA-samtökunum áður en það kemur úr meðferð. Fólk óttast oft þá hluti sem það þekkir ekki svo að það getur komið sér vel að vera búinn að kynnast samtökunum í meðferðinni.Umhugsunarefni Þrátt fyrir að rannsóknir bendi til þess að AA-samtökin hjálpi til í baráttunni við fíknisjúkdóma hefur komið í ljós að stór hópur fólks stundar ekki AA-fundi eftir að það kemur úr meðferð. Þetta er umhugsunarefni. Helstu ástæður sem fólk gefur upp fyrir því að stunda ekki AA eru að það finni sig ekki í samtökunum, það samsami sig ekki aðferðunum. fundirnir veki upp löngun, það finni ekki fyrir þörf til að mæta á fundi og að það hafi ekki tíma til þess. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem eru innhverfir persónuleikar og kjósa frekar einveru stunda AA-samtökin síður. Það ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess að samtökin ganga að stórum hluta út á samveru og samskipti við annað fólk. Margir þjást af kvíða þegar þeir koma úr meðferð og getur það einnig verið orsakavaldur og haft áhrif á að fólk stundar ekki samtökin. Fundirnir ganga m.a. út á að hitta annað fólk og segja frá persónulegri reynslu sinni. Þeim sem haldnir eru miklum kvíða gæti vaxið þetta í augum og fundist öruggara að halda sig heima. Niðurstöður þeirra rannsókna sem hér hafa verið reifaðar benda til þess að jafnvel þó að AA sé árangursrík leið fyrir marga þá virðist hún ekki henta öllum. Sumum gæti hentað betur einstaklingsviðtöl við sérfræðinga. En mikilvægt er að hver og einn einstaklingur finni þá leið sem hentar honum best í baráttunni við fíknina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Misnotkun á áfengi og vímuefnum er alvarlegt vandamál á Íslandi eins og um allan heim. AA-samtökin skipa stóran sess í áfengis- og vímuefnameðferð hér á landi. Margir kynnast AA-samtökunum í meðferð og sækja fundi samtakanna eftir að meðferð lýkur. Nú um stundir er talið að um tvær milljónir manna stundi þessi samtök um allan heim. Meðan á meðferð stendur er fólk hvatt til að að stunda AA-fundi þegar það kemur úr meðferð. Sumir virðast hins vegar ekki finna sig innan AA- samtakanna og fara aðrar leiðir til að halda sér allsgáðum. Það getur farið mikill tími í það hjá fólki að vera virkt innan AA-samtakanna, t.d. að fara á fundi, lesa AA-fræðin og hjálpa öðrum. Er þessi mikla vinna sem fólk er að leggja á sig í AA-samtökunum að skila tilætluðum árangri? Samkvæmt niðurstöðum fjölda erlendra rannsókna leikur ekki vafi á að AA-samtökin hjálpa mjög mörgum að halda sér á réttri braut eftir meðferð. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem tengjast AA-samtökunum fljótt eftir meðferð og stunda AA-fundi lengur eru líklegri til að halda sér allsgáðum samanborið við þá sem ekki stunda samtökin. Samkvæmt þessu þá er mikilvægt að fólk byrji strax eftir meðferð að stunda fundi. Því má ætla að sú tilhögun að hafa AA-fundi sem hluta af meðferð líkt og gert er hér á landi sé heillavænleg, þannig að fólk sé í raun byrjað í AA-samtökunum áður en það kemur úr meðferð. Fólk óttast oft þá hluti sem það þekkir ekki svo að það getur komið sér vel að vera búinn að kynnast samtökunum í meðferðinni.Umhugsunarefni Þrátt fyrir að rannsóknir bendi til þess að AA-samtökin hjálpi til í baráttunni við fíknisjúkdóma hefur komið í ljós að stór hópur fólks stundar ekki AA-fundi eftir að það kemur úr meðferð. Þetta er umhugsunarefni. Helstu ástæður sem fólk gefur upp fyrir því að stunda ekki AA eru að það finni sig ekki í samtökunum, það samsami sig ekki aðferðunum. fundirnir veki upp löngun, það finni ekki fyrir þörf til að mæta á fundi og að það hafi ekki tíma til þess. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem eru innhverfir persónuleikar og kjósa frekar einveru stunda AA-samtökin síður. Það ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess að samtökin ganga að stórum hluta út á samveru og samskipti við annað fólk. Margir þjást af kvíða þegar þeir koma úr meðferð og getur það einnig verið orsakavaldur og haft áhrif á að fólk stundar ekki samtökin. Fundirnir ganga m.a. út á að hitta annað fólk og segja frá persónulegri reynslu sinni. Þeim sem haldnir eru miklum kvíða gæti vaxið þetta í augum og fundist öruggara að halda sig heima. Niðurstöður þeirra rannsókna sem hér hafa verið reifaðar benda til þess að jafnvel þó að AA sé árangursrík leið fyrir marga þá virðist hún ekki henta öllum. Sumum gæti hentað betur einstaklingsviðtöl við sérfræðinga. En mikilvægt er að hver og einn einstaklingur finni þá leið sem hentar honum best í baráttunni við fíknina.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun