Íhugun um AA-samtökin Reynar Kári Bjarnason skrifar 26. maí 2015 07:00 Misnotkun á áfengi og vímuefnum er alvarlegt vandamál á Íslandi eins og um allan heim. AA-samtökin skipa stóran sess í áfengis- og vímuefnameðferð hér á landi. Margir kynnast AA-samtökunum í meðferð og sækja fundi samtakanna eftir að meðferð lýkur. Nú um stundir er talið að um tvær milljónir manna stundi þessi samtök um allan heim. Meðan á meðferð stendur er fólk hvatt til að að stunda AA-fundi þegar það kemur úr meðferð. Sumir virðast hins vegar ekki finna sig innan AA- samtakanna og fara aðrar leiðir til að halda sér allsgáðum. Það getur farið mikill tími í það hjá fólki að vera virkt innan AA-samtakanna, t.d. að fara á fundi, lesa AA-fræðin og hjálpa öðrum. Er þessi mikla vinna sem fólk er að leggja á sig í AA-samtökunum að skila tilætluðum árangri? Samkvæmt niðurstöðum fjölda erlendra rannsókna leikur ekki vafi á að AA-samtökin hjálpa mjög mörgum að halda sér á réttri braut eftir meðferð. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem tengjast AA-samtökunum fljótt eftir meðferð og stunda AA-fundi lengur eru líklegri til að halda sér allsgáðum samanborið við þá sem ekki stunda samtökin. Samkvæmt þessu þá er mikilvægt að fólk byrji strax eftir meðferð að stunda fundi. Því má ætla að sú tilhögun að hafa AA-fundi sem hluta af meðferð líkt og gert er hér á landi sé heillavænleg, þannig að fólk sé í raun byrjað í AA-samtökunum áður en það kemur úr meðferð. Fólk óttast oft þá hluti sem það þekkir ekki svo að það getur komið sér vel að vera búinn að kynnast samtökunum í meðferðinni.Umhugsunarefni Þrátt fyrir að rannsóknir bendi til þess að AA-samtökin hjálpi til í baráttunni við fíknisjúkdóma hefur komið í ljós að stór hópur fólks stundar ekki AA-fundi eftir að það kemur úr meðferð. Þetta er umhugsunarefni. Helstu ástæður sem fólk gefur upp fyrir því að stunda ekki AA eru að það finni sig ekki í samtökunum, það samsami sig ekki aðferðunum. fundirnir veki upp löngun, það finni ekki fyrir þörf til að mæta á fundi og að það hafi ekki tíma til þess. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem eru innhverfir persónuleikar og kjósa frekar einveru stunda AA-samtökin síður. Það ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess að samtökin ganga að stórum hluta út á samveru og samskipti við annað fólk. Margir þjást af kvíða þegar þeir koma úr meðferð og getur það einnig verið orsakavaldur og haft áhrif á að fólk stundar ekki samtökin. Fundirnir ganga m.a. út á að hitta annað fólk og segja frá persónulegri reynslu sinni. Þeim sem haldnir eru miklum kvíða gæti vaxið þetta í augum og fundist öruggara að halda sig heima. Niðurstöður þeirra rannsókna sem hér hafa verið reifaðar benda til þess að jafnvel þó að AA sé árangursrík leið fyrir marga þá virðist hún ekki henta öllum. Sumum gæti hentað betur einstaklingsviðtöl við sérfræðinga. En mikilvægt er að hver og einn einstaklingur finni þá leið sem hentar honum best í baráttunni við fíknina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Misnotkun á áfengi og vímuefnum er alvarlegt vandamál á Íslandi eins og um allan heim. AA-samtökin skipa stóran sess í áfengis- og vímuefnameðferð hér á landi. Margir kynnast AA-samtökunum í meðferð og sækja fundi samtakanna eftir að meðferð lýkur. Nú um stundir er talið að um tvær milljónir manna stundi þessi samtök um allan heim. Meðan á meðferð stendur er fólk hvatt til að að stunda AA-fundi þegar það kemur úr meðferð. Sumir virðast hins vegar ekki finna sig innan AA- samtakanna og fara aðrar leiðir til að halda sér allsgáðum. Það getur farið mikill tími í það hjá fólki að vera virkt innan AA-samtakanna, t.d. að fara á fundi, lesa AA-fræðin og hjálpa öðrum. Er þessi mikla vinna sem fólk er að leggja á sig í AA-samtökunum að skila tilætluðum árangri? Samkvæmt niðurstöðum fjölda erlendra rannsókna leikur ekki vafi á að AA-samtökin hjálpa mjög mörgum að halda sér á réttri braut eftir meðferð. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem tengjast AA-samtökunum fljótt eftir meðferð og stunda AA-fundi lengur eru líklegri til að halda sér allsgáðum samanborið við þá sem ekki stunda samtökin. Samkvæmt þessu þá er mikilvægt að fólk byrji strax eftir meðferð að stunda fundi. Því má ætla að sú tilhögun að hafa AA-fundi sem hluta af meðferð líkt og gert er hér á landi sé heillavænleg, þannig að fólk sé í raun byrjað í AA-samtökunum áður en það kemur úr meðferð. Fólk óttast oft þá hluti sem það þekkir ekki svo að það getur komið sér vel að vera búinn að kynnast samtökunum í meðferðinni.Umhugsunarefni Þrátt fyrir að rannsóknir bendi til þess að AA-samtökin hjálpi til í baráttunni við fíknisjúkdóma hefur komið í ljós að stór hópur fólks stundar ekki AA-fundi eftir að það kemur úr meðferð. Þetta er umhugsunarefni. Helstu ástæður sem fólk gefur upp fyrir því að stunda ekki AA eru að það finni sig ekki í samtökunum, það samsami sig ekki aðferðunum. fundirnir veki upp löngun, það finni ekki fyrir þörf til að mæta á fundi og að það hafi ekki tíma til þess. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem eru innhverfir persónuleikar og kjósa frekar einveru stunda AA-samtökin síður. Það ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess að samtökin ganga að stórum hluta út á samveru og samskipti við annað fólk. Margir þjást af kvíða þegar þeir koma úr meðferð og getur það einnig verið orsakavaldur og haft áhrif á að fólk stundar ekki samtökin. Fundirnir ganga m.a. út á að hitta annað fólk og segja frá persónulegri reynslu sinni. Þeim sem haldnir eru miklum kvíða gæti vaxið þetta í augum og fundist öruggara að halda sig heima. Niðurstöður þeirra rannsókna sem hér hafa verið reifaðar benda til þess að jafnvel þó að AA sé árangursrík leið fyrir marga þá virðist hún ekki henta öllum. Sumum gæti hentað betur einstaklingsviðtöl við sérfræðinga. En mikilvægt er að hver og einn einstaklingur finni þá leið sem hentar honum best í baráttunni við fíknina.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar