Formaður lyfjaráðs: Hefði sætt mig við árs keppnisbann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2015 16:11 vísir/pjetur „Mér finnst þetta helst til of stutt,“ segir Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, í samtali við Vísi í dag, aðspurður um sex mánaða bannið sem handboltamaðurinn Jóhann Birgir Ingvarsson var dæmdur í en hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. „Ég hefði sætt við mig við árs keppnisbann. Við fórum fram á tvö ár þótt refsiramminn væri fjögur ár. Ástæðan fyrir því er að það þarf að vera um skýran ásetning að ræða til að fara fram á fjögur ár,“ sagði Skúli ennfremur en niðurbrotsefni af sterum fundust í þvagsýni Jóhanns. „Í þessu máli, miðað við magndreifinguna sem kemur úr honum og T/E hlutfallið (epitestosterone), er alveg klárt að það er ekki til staðar. Þess vegna fórum við fram á tvö ár.Búinn að taka út stóran hluta refsingarinnar „Við höfum ekkert val um að fara fram á neitt minna, annað hvort förum við fram á tvö eða fjögur ár,“ sagði Skúli og bætti því við að dómurinn hefði eflaust tekið tillit til þess hversu samvinnuþýður sá brotlegi var og hvernig hann greindi frá inntökunni. Jóhann var dæmdur í bráðabirgðabann sem hófst 18. mars og hann verður því orðinn löglegur á ný 18. september. Jóhann missir því væntanlega ekki af meira en 1-2 leikjum í upphafi Olís-deildarinnar í haust. „Hann er búinn að taka út stóran hluta af refsingunni því hann samþykkti bráðabirgðabann um leið og niðurstaðan lá fyrir. Þar af leiðandi byrjaði hann strax að taka út bannið,“ sagði Skúli en hyggst lyfjaráðið að áfrýja dómnum? „Ég á síður von á því. Sé litið til fordæmanna er ekki líklegt að það skili neinu.“Íþróttamenn bera ábyrgð á því sem þeir setja ofan í sig Skúli hefur nokkrar áhyggjur af því að þessi vægi dómur geti verið fordæmisgefandi. „Ég hef pínulitlar áhyggjur af því. Íþróttamenn verða að hafa ábyrgðarhlutinn í huga. Það sem menn setja ofan í sig er algjörlega á þeirri ábyrgð. Það er ekki hægt að treysta því að aðilinn við hliðina á þér sé alveg hreinn,“ sagði Skúli að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 15. maí 2015 17:11 Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. 9. apríl 2015 17:39 Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
„Mér finnst þetta helst til of stutt,“ segir Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, í samtali við Vísi í dag, aðspurður um sex mánaða bannið sem handboltamaðurinn Jóhann Birgir Ingvarsson var dæmdur í en hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. „Ég hefði sætt við mig við árs keppnisbann. Við fórum fram á tvö ár þótt refsiramminn væri fjögur ár. Ástæðan fyrir því er að það þarf að vera um skýran ásetning að ræða til að fara fram á fjögur ár,“ sagði Skúli ennfremur en niðurbrotsefni af sterum fundust í þvagsýni Jóhanns. „Í þessu máli, miðað við magndreifinguna sem kemur úr honum og T/E hlutfallið (epitestosterone), er alveg klárt að það er ekki til staðar. Þess vegna fórum við fram á tvö ár.Búinn að taka út stóran hluta refsingarinnar „Við höfum ekkert val um að fara fram á neitt minna, annað hvort förum við fram á tvö eða fjögur ár,“ sagði Skúli og bætti því við að dómurinn hefði eflaust tekið tillit til þess hversu samvinnuþýður sá brotlegi var og hvernig hann greindi frá inntökunni. Jóhann var dæmdur í bráðabirgðabann sem hófst 18. mars og hann verður því orðinn löglegur á ný 18. september. Jóhann missir því væntanlega ekki af meira en 1-2 leikjum í upphafi Olís-deildarinnar í haust. „Hann er búinn að taka út stóran hluta af refsingunni því hann samþykkti bráðabirgðabann um leið og niðurstaðan lá fyrir. Þar af leiðandi byrjaði hann strax að taka út bannið,“ sagði Skúli en hyggst lyfjaráðið að áfrýja dómnum? „Ég á síður von á því. Sé litið til fordæmanna er ekki líklegt að það skili neinu.“Íþróttamenn bera ábyrgð á því sem þeir setja ofan í sig Skúli hefur nokkrar áhyggjur af því að þessi vægi dómur geti verið fordæmisgefandi. „Ég hef pínulitlar áhyggjur af því. Íþróttamenn verða að hafa ábyrgðarhlutinn í huga. Það sem menn setja ofan í sig er algjörlega á þeirri ábyrgð. Það er ekki hægt að treysta því að aðilinn við hliðina á þér sé alveg hreinn,“ sagði Skúli að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 15. maí 2015 17:11 Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. 9. apríl 2015 17:39 Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 15. maí 2015 17:11
Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. 9. apríl 2015 17:39
Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni