„Það er afskaplega lítið sem við getum gert“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 18. maí 2015 23:30 Lögregla getur ekki aðhafst vegna aksturs hópbifreiða í íbúðahverfum þar sem engin lög banna slíkan akstur. Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir lausnina felast í aukinni samvinnu milli ferðaþjónustunnar og Reykjavíkurborgar.Sagt var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að íbúar í Þingholtunum væru margir orðnir þreyttir á akstri hópbifreiða í þröngum íbúðagötum. Engin lög eru til um akstur hópbifreiða í íbúðahverfum en borgin hefur sett tilmæli um að aka ekki vissar götur. „Það er afskaplega lítið sem við getum gert, við reynum að bregðast við þessum kvörtunum og erum í ágætis sambandi við rútufyrirtækin um að reyna takmarka akstur og aðstoða þá eftir bestu getu. En fyrst og fremst er þetta Reykjavíkurborg sem er veghaldari í þessu tilviki. Þeir geta sett reglur með samþykki lögreglustjóra, lögreglustjóri fær tillögur frá Reykjavíkurborg eða sveitafélaginu um bann við tiltekinni umferð og getur þá bannað þessa umferð,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að rekja megi málið aftur til ársins 2008 þegar Samtök ferðaþjónustunnar hafi haft samband við Reykjavíkurborg til þess að greiða fyrir umferð hópferðarbíla á tilteknum götum. Í kjölfarið hafi komið tilmæli frá borginni um að stærri hópferðarbílar ættu ekki að aka vissar götur. „Flest rútufyrirtæki hafa farið að þessu og almennt eru menn ekki að setja út á það en auðvitað geta mistök alltaf átt sér stað og það eru ekkert allir sem þekkja reglurnar,“ segir Þórir Garðarsson, varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarformaður Iceland Excursions/ Grayline. Það eru hins vegar engar reglur sem gilda um akstur hópferðabifreiða í tilteknum götum. „Það er búið að ákveða og leyfa hótel á ákveðnum stöðum sem eru kannski of nálægt íbúðabyggð að sumra manna mati,“ segir Þórir. Margir hafa sagt miðbæjargötur of þröngar fyrir akstur slíkra bifreiða. „Miðbærinn er of lítill fyrir bíla að stærri gerð, tólf til fimmtán metra bílar eiga ekki að vera fara inn í þessar þröngu götur. En þá þarf að gera hliðarráðstafanir. Lausnin er aukið samstarf og samráð milli ferðaþjónustunnar og Reykjavíkurborgar. Það er vilji til staðar hjá báðum þessum aðilum. Við erum að vinna í því að koma á fundi til þess að fara yfir þessi mál og stytta þessar boðleiðir og koma með lausnir,“ segir Þórir. Tengdar fréttir Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. 18. maí 2015 14:01 Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira
Lögregla getur ekki aðhafst vegna aksturs hópbifreiða í íbúðahverfum þar sem engin lög banna slíkan akstur. Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir lausnina felast í aukinni samvinnu milli ferðaþjónustunnar og Reykjavíkurborgar.Sagt var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að íbúar í Þingholtunum væru margir orðnir þreyttir á akstri hópbifreiða í þröngum íbúðagötum. Engin lög eru til um akstur hópbifreiða í íbúðahverfum en borgin hefur sett tilmæli um að aka ekki vissar götur. „Það er afskaplega lítið sem við getum gert, við reynum að bregðast við þessum kvörtunum og erum í ágætis sambandi við rútufyrirtækin um að reyna takmarka akstur og aðstoða þá eftir bestu getu. En fyrst og fremst er þetta Reykjavíkurborg sem er veghaldari í þessu tilviki. Þeir geta sett reglur með samþykki lögreglustjóra, lögreglustjóri fær tillögur frá Reykjavíkurborg eða sveitafélaginu um bann við tiltekinni umferð og getur þá bannað þessa umferð,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að rekja megi málið aftur til ársins 2008 þegar Samtök ferðaþjónustunnar hafi haft samband við Reykjavíkurborg til þess að greiða fyrir umferð hópferðarbíla á tilteknum götum. Í kjölfarið hafi komið tilmæli frá borginni um að stærri hópferðarbílar ættu ekki að aka vissar götur. „Flest rútufyrirtæki hafa farið að þessu og almennt eru menn ekki að setja út á það en auðvitað geta mistök alltaf átt sér stað og það eru ekkert allir sem þekkja reglurnar,“ segir Þórir Garðarsson, varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarformaður Iceland Excursions/ Grayline. Það eru hins vegar engar reglur sem gilda um akstur hópferðabifreiða í tilteknum götum. „Það er búið að ákveða og leyfa hótel á ákveðnum stöðum sem eru kannski of nálægt íbúðabyggð að sumra manna mati,“ segir Þórir. Margir hafa sagt miðbæjargötur of þröngar fyrir akstur slíkra bifreiða. „Miðbærinn er of lítill fyrir bíla að stærri gerð, tólf til fimmtán metra bílar eiga ekki að vera fara inn í þessar þröngu götur. En þá þarf að gera hliðarráðstafanir. Lausnin er aukið samstarf og samráð milli ferðaþjónustunnar og Reykjavíkurborgar. Það er vilji til staðar hjá báðum þessum aðilum. Við erum að vinna í því að koma á fundi til þess að fara yfir þessi mál og stytta þessar boðleiðir og koma með lausnir,“ segir Þórir.
Tengdar fréttir Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. 18. maí 2015 14:01 Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira
Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. 18. maí 2015 14:01
Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57
Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51