Innlent

Ingvar nýr formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur

Atli Ísleifsson skrifar
Ingvar er 41 árs og hefur verið flugmaður og síðar flugstjóri hjá Icelandair frá árinu 1996.
Ingvar er 41 árs og hefur verið flugmaður og síðar flugstjóri hjá Icelandair frá árinu 1996. Mynd/Framsókn
Ingvar Jónsson, flugstjóri hjá Icelandair, var kjörinn nýr formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins á miðvikudag.

Ingvar er 41 árs og hefur verið flugmaður og síðar flugstjóri hjá Icelandair frá árinu 1996.

Í tilkynningu frá Framsókn segir að Ingvar sé menntaður atvinnuflugmaður og flugkennari frá Flugskóla Íslands.

„Hann hefur verið fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Menningar- og ferðamálaráði borgarinnar frá 2014 og er stjórnarformaður tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga.

Ingvar er kvæntur Sigríði Nönnu Jónsdóttur flugfreyju og eiga þau fjögur börn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×