Afmælisgjöfinni skilað: Vaknaði timbraður við gleðiöskur sonarins Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2015 13:00 Mennirnir sem fundu drónann gátu ekki stillt sig um að taka mynd af sér með fundinum. Jafet er hægra megin á myndinni. Jóhann Haukur Gunnarsson brosir hringinn þessa dagana eftir að tveir ungir menn skiluðu honum drónanum hans sem Jóhann hafði tapað á sjálfan afmælisdaginn. Mennirnir höfðu þá nálgast myndefni úr myndavél drónans sem þeir notuðu til að hafa upp á Jóhanni en létu sig hverfa áður en honum gafst tækifæri á að þakka þeim fyrir. Þeir hafi þó tekið mynd af sér með drónanum og hengt aftan við myndefnið sem Jóhann deildi á netinu svo hafa mætti upp á þeim fundvísu. Jóhann segist hafa fengið drónann í afmælisgjöf frá konu sinni og barni en í sjálfri jómfrúarferðinni hafi hann misst stjórn á tækinu svo það flaug úr augsýn og týndist. „Ég hafði sett hann á stillingu sem ég réði ekkert við og hann rauk því miklu hraðar upp en ég átt von á. Ég rétt náði að sveigja fram hjá trénu í garðinum áður en hann hélt áfram að rísa upp á fullri ferð. Hann hefur eflaust verið kominn hátt í hundrað metra upp í loftið áður en ég missti algjörlega sjónar af honum,“ segir Jóhann. Til allrar hamingju hafi hann kveikt á myndavél drónans – „það væri nú betra að hafa hana í gangi ef eitthvað skyldi koma upp á,“ segir Jóhann en myndband af svaðilförinni má sjá hér að neðan. Lagið sem heyrist í myndbandinu samdi Jóhann.Eftir ítrekaðar en árangurslitar leitargöngur um Fossvoginn hafi hann þó gefið upp alla von um að nálgast hann aftur. Jafet Bjarkar Björnsson, annar mannanna sem fann drónann, segir að þeir hafi gengið fram á drónann þar sem hann lá fyrir framan innganginn á íbúð þeirra í Fossvoginum. Myndefnið sem finna mátti á minniskorti drónans hafi þeir svo borið saman við loftmyndir á ja.is til að finna út hvar eigandi tækisins væri til húsa. Þar hafi eiginkona Jóhanns komið til dyra en þegar hún hugðist sækja eiginmanninn svo hann gæti þakkað mönnnum fyrir að koma drónanum aftur í réttar hendur voru þeir á bak og burt. „Þegar ég vaknaði timbraður eftir partýstand næturinnar við gleðiöskur sonar míns og áttaði mig á því hvað væri að eiga sér stað rauk ég niður en þá voru þeir horfnir,“ segir Jóhann og bætir við að hann vilji koma þakklætisvotti til mannanna. Hann eigi enn töluvert magn af bjór eftir afmælisveisluna sem hann vill endilega fá að deila með þeim. Jafet segir að þeir félagar íhugi nú boð Jóhanns, þó svo að þeir þurfi engar frekari þakkir. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Jóhann Haukur Gunnarsson brosir hringinn þessa dagana eftir að tveir ungir menn skiluðu honum drónanum hans sem Jóhann hafði tapað á sjálfan afmælisdaginn. Mennirnir höfðu þá nálgast myndefni úr myndavél drónans sem þeir notuðu til að hafa upp á Jóhanni en létu sig hverfa áður en honum gafst tækifæri á að þakka þeim fyrir. Þeir hafi þó tekið mynd af sér með drónanum og hengt aftan við myndefnið sem Jóhann deildi á netinu svo hafa mætti upp á þeim fundvísu. Jóhann segist hafa fengið drónann í afmælisgjöf frá konu sinni og barni en í sjálfri jómfrúarferðinni hafi hann misst stjórn á tækinu svo það flaug úr augsýn og týndist. „Ég hafði sett hann á stillingu sem ég réði ekkert við og hann rauk því miklu hraðar upp en ég átt von á. Ég rétt náði að sveigja fram hjá trénu í garðinum áður en hann hélt áfram að rísa upp á fullri ferð. Hann hefur eflaust verið kominn hátt í hundrað metra upp í loftið áður en ég missti algjörlega sjónar af honum,“ segir Jóhann. Til allrar hamingju hafi hann kveikt á myndavél drónans – „það væri nú betra að hafa hana í gangi ef eitthvað skyldi koma upp á,“ segir Jóhann en myndband af svaðilförinni má sjá hér að neðan. Lagið sem heyrist í myndbandinu samdi Jóhann.Eftir ítrekaðar en árangurslitar leitargöngur um Fossvoginn hafi hann þó gefið upp alla von um að nálgast hann aftur. Jafet Bjarkar Björnsson, annar mannanna sem fann drónann, segir að þeir hafi gengið fram á drónann þar sem hann lá fyrir framan innganginn á íbúð þeirra í Fossvoginum. Myndefnið sem finna mátti á minniskorti drónans hafi þeir svo borið saman við loftmyndir á ja.is til að finna út hvar eigandi tækisins væri til húsa. Þar hafi eiginkona Jóhanns komið til dyra en þegar hún hugðist sækja eiginmanninn svo hann gæti þakkað mönnnum fyrir að koma drónanum aftur í réttar hendur voru þeir á bak og burt. „Þegar ég vaknaði timbraður eftir partýstand næturinnar við gleðiöskur sonar míns og áttaði mig á því hvað væri að eiga sér stað rauk ég niður en þá voru þeir horfnir,“ segir Jóhann og bætir við að hann vilji koma þakklætisvotti til mannanna. Hann eigi enn töluvert magn af bjór eftir afmælisveisluna sem hann vill endilega fá að deila með þeim. Jafet segir að þeir félagar íhugi nú boð Jóhanns, þó svo að þeir þurfi engar frekari þakkir.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira