Forsetinn verðlaunar Arnald og Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2015 16:30 Arnaldur Indriðason og Ólafur Ragnar Grímsson. Síðdegis í dag veitti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, fyrirtækinu Icelandair Group Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2015 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það var Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins. Arnaldur Indriðason rithöfundur fékk sérstaka heiðursviðurkenningu við sama tilefni. Viðurkenningin er veitt einstaklingi sem þykir með starfi sínu hafa borið hróður Íslands víða um heim og þannig stuðlað að jákvæðu umtali um land okkar og þjóð. Á síðasta ári hlaut Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, viðurkenninguna en meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Kristin Sigmundsson óperusöngvara, Björk og ljósmyndarann RAXIcelandair Group verðugur verðlaunahafiÍ tilkynningu frá Íslandsstofu kemur fram að Icelandair Group fái verðlaunin fyrir þann einstaka árangur sem fyrirtækið hafi náð í að laða til landsins erlenda gesti og greiða för landsmanna til annarra landa, með þróun viðskiptahugmyndar, sem hefur í raun breytt upplifun á landfræðilegri stöðu landsins. Sú hugmynd að nýta legu Íslands sem styrkleika í alþjóðaflugi og stofna til tengiflugs um Keflavíkurflugvöll sé ekki sjálfgefin og henni hafi fylgt mikil rekstrarleg áhætta. Hugmyndin hafi hins vegar gengið upp og nú sé leiðarkerfi Icelandair undirstaða velgengi fyrirtækisins og ein forsenda þess vaxtar sem verið hefur í ferðaþjónustunni hér á landi. „Til marks um hversu vel hefur til tekist má nefna að í sumar munu 24 flugvélar fyrirtækisins sinna tæplega 40 áfangastöðum í Norður Ameríku og Evrópu og flytja um þrjár milljónir farþega milli landa.“ Icelandair Group er nú eitt stærsta fyrirtæki hér á landi. Hjá því starfa tæplega 4000 manns þegar mest lætur. Heildartekjur samstæðunnar námu ríflega 1,1 milljarði bandaríkjadala á árinu 2014, eða um 140 milljörðum íslenskra króna og jukust um 9% á milli ára. Hagnaður jókst um 18% milli ára og varð um 67 milljónir bandaríkjadala. Hefur arðbær rekstur undanfarinna ára verulega styrkt fjárhagsstöðu fyrirtækisins að því er segir í tilkynningunni. „Þó svo að vöxtur félagsins síðustu ár stafi einkum af auknum fjölda ferðamanna sem Icelandair flytur yfir sumartímann, þá hefur félagið eftir sem áður lagt megináherslu á að fjölga ferðamönnum á Íslandi að vetri til. Þannig hefur framboð flugferða yfir vetrartímann verið aukið hlutfallslega mest og í markaðs- og kynningarstarfinu hefur Ísland verið kynnt sem heilsársáfangastaður.“Dótturfélög Icelandair Group mikilvægur hlekkur í keðjunni Innan samstæðu Icelandair Group eru fjöldamörg dótturfélög sem eru okkur Íslendingum að góðu kunn. Hér heima tekur sérhæfð ferðaþjónusta félagsins, Iceland Travel, á móti ferðamönnum og nýtir hugmyndir og afl íslensks ferðaþjónustufólks segir í tilkynningunni. „Hótelhluti félagsins hefur á síðustu árum byggt upp glæsileg hótel víða um land þar sem aðbúnaður við gesti er með því besta sem býðst á Íslandi og staða Icelandair hótelanna er sterk á markaðnum.“ Þá tengi leiðakerfi innanlandsflugs Flugfélags Íslands saman helstu þéttbýlisstaði Íslands og nái einnig til Færeyja og Grænlands. „Vita er ferðaskrifstofuhluti Icelandair Group sem býður upp á ferðir fyrir ferðaþyrsta Íslendinga sem vilja njóta þæginda við skipulagðar ferðir. IGS er þjónustuhluti Icelandair Group á Keflavíkurflugvelli sem veitir þjónustu við flugvélar og framleiðir auk þess máltíðir fyrir millilandaflugfélög.“ Íslensk fyrirtæki þurfi öruggar tengingar við önnur lönd m.a. til að flytja ferskt hráefni til og frá Íslandi. „Fyrir því sér frakt flutningaþjónusta félagsins Icelandair Cargo, sem auk eigin flugvélaflota nýtir sér tíðar ferðir og flutningsrými flugflota Icelandair. Annað félag inn Icelandair Group er Loftleiðir-Icelandic sem veitir þjónustu um allan heim með vélum og áhöfnum fyrir leiguflug og sérstakar ferðir.“Búast við áframhaldandi vexti á komandi árum„Icelandair Group hefur á undanförnum árum, með útsjónarsemi og áræði, náð að nýta sér ný sóknarfæri á eftirtektarverðan hátt. T.d. hafið flug á leiðum sem aðrir höfðu gefist upp á. Hefur félagið því náð að vaxa hraðar en flest önnur sambærileg fyrirtæki en samt er markaðshlutdeild félagsins á Norður-Atlantshafsmarkaðnum enn ekki nema um 1%,“ segir í tilkynningunni. Þess vegna telja forsvarsmenn fyrirtækisins ástæðu til að vera bjartsýnir um áframhaldandi vöxt og viðgang á komandi árum. Hafa þeir uppi áætlanir um að taka í notkun nýjar, stærri og langdrægari flugvélar, sem munu gera félaginu kleyft að fjölga áfangastöðum enn frekar. Enn fremur munu minni flugvélar bætast í flotann á næstu árum og fjölbreytni hans aukast enn frekar, að þeirra sögn.Arnaldur Indriðason heiðraður fyrir störf sínArnaldur Indriðason rithöfundur fékk sérstaka heiðursviðurkenningu við sama tilefni. Viðurkenningin er veitt einstaklingi sem þykir með starfi sínu hafa borið hróður Íslands víða um heim og þannig stuðlað að jákvæðu umtali um land okkar og þjóð. Á síðasta ári hlaut Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar viðurkenninguna, en meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Kristin Sigmundsson óperusöngvara, Björk og ljósmyndarann RAX. Í ræðu sinni um Arnald sagði Vilborg Einarsdóttir, formaður úthlutunarnefndar og stjórnar Íslandsstofu, m.a.: „Fátt er lítilli þjóð jafn mikilvægt og að lifandi bókmenntir séu skrifaðar á tungu hennar. Bækur sem eru lesnar af öllum þorra manna og verða að umtalsefni þegar tveir eða fleiri hittast á förnum vegi. Menningarlegt sjálfstæði þjóða er byggt á slíkum bókum. Ekki er verra ef bækurnar berast víða um heim og eru þýddar á öll helstu tungumál veraldar. Þannig eru bækurnar hans Arnaldar.“ Arnaldur hóf rithöfundarferil sinn árið 1997 þegar hann sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu, Syni duftsins. Frá þeim tíma hefur hann gefið út eina bók á hverju ári. En segja má að hann hafi fyrst slegið í gegn, bæði hér heima og erlendis, með fjórðu skáldsögu sinni, Mýrinni, sem kom út árið 2000. Eftir útgáfu hennar hefur hver einasta bók hans orðið metsölubók og Arnaldur þar með verið langvinsælasti höfundur landsins. Vinsældir hans ná einnig langt út fyrir landsteinana og má finna bækur hans á áberandi stöðum í helstu bókabúðum erlendis. Á hinum Norðurlöndunum og í Þýskalandi eru þær gjarna á metsölulistum. Bækur Arnaldar hafa einnig verið þýddar yfir á framandi tungumál s.s. kínversku, tyrknesku, arabísku, katalónsku, króatísku og ungversku. Arnaldur hefur því svo sannarlega með starfi sínu og verkum borið hróður Íslands víða um heim og stuðlað að jákvæðu umtali um land okkar og þjóð.Um útflutningsverðlauninTilgangurinn með veitingu útflutningsverðlaunanna er að vekja athygli á þjóðhagslegu mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem hafa náð sérstaklega góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis.Útflutningsverðlaunin eru nú veitt í 27. sinn en þau voru fyrst veitt árið 1989. Meðal annarra fyrirtækja er hlotið hafa verðlaunin í gegnum tíðina eru Bláa lónið, Össur, Hampiðjan, Samherji og Ferðaskrifstofa bænda og á síðasta ári hlaut kvikmyndafyrirtækið Truenorth verðlaunin.Úthlutunarreglur kveða á um að Útflutningsverðlaun forseta Íslands skuli veitt fyrirtækjum eða einstaklingum, íslenskum eða erlendum, fyrir árangursríkt starf að útflutningi á íslenskum vörum eða þjónustu á erlendum markaði. Veiting verðlaunanna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum markaði, ásamt fleiru.Í úthlutunarnefndinni sátu að þessu sinni: Örnólfur Thorsson, frá embætti forseta Íslands, Runólfur Smári Steindórsson, frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Hreggviður Jónsson frá Viðskiptaráði, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, frá Alþýðusambandi Íslands og Vilborg Einarsdóttir frá Íslandsstofu, en Íslandsstofa ber ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verðlaunaveitinguna. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Síðdegis í dag veitti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, fyrirtækinu Icelandair Group Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2015 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það var Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins. Arnaldur Indriðason rithöfundur fékk sérstaka heiðursviðurkenningu við sama tilefni. Viðurkenningin er veitt einstaklingi sem þykir með starfi sínu hafa borið hróður Íslands víða um heim og þannig stuðlað að jákvæðu umtali um land okkar og þjóð. Á síðasta ári hlaut Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, viðurkenninguna en meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Kristin Sigmundsson óperusöngvara, Björk og ljósmyndarann RAXIcelandair Group verðugur verðlaunahafiÍ tilkynningu frá Íslandsstofu kemur fram að Icelandair Group fái verðlaunin fyrir þann einstaka árangur sem fyrirtækið hafi náð í að laða til landsins erlenda gesti og greiða för landsmanna til annarra landa, með þróun viðskiptahugmyndar, sem hefur í raun breytt upplifun á landfræðilegri stöðu landsins. Sú hugmynd að nýta legu Íslands sem styrkleika í alþjóðaflugi og stofna til tengiflugs um Keflavíkurflugvöll sé ekki sjálfgefin og henni hafi fylgt mikil rekstrarleg áhætta. Hugmyndin hafi hins vegar gengið upp og nú sé leiðarkerfi Icelandair undirstaða velgengi fyrirtækisins og ein forsenda þess vaxtar sem verið hefur í ferðaþjónustunni hér á landi. „Til marks um hversu vel hefur til tekist má nefna að í sumar munu 24 flugvélar fyrirtækisins sinna tæplega 40 áfangastöðum í Norður Ameríku og Evrópu og flytja um þrjár milljónir farþega milli landa.“ Icelandair Group er nú eitt stærsta fyrirtæki hér á landi. Hjá því starfa tæplega 4000 manns þegar mest lætur. Heildartekjur samstæðunnar námu ríflega 1,1 milljarði bandaríkjadala á árinu 2014, eða um 140 milljörðum íslenskra króna og jukust um 9% á milli ára. Hagnaður jókst um 18% milli ára og varð um 67 milljónir bandaríkjadala. Hefur arðbær rekstur undanfarinna ára verulega styrkt fjárhagsstöðu fyrirtækisins að því er segir í tilkynningunni. „Þó svo að vöxtur félagsins síðustu ár stafi einkum af auknum fjölda ferðamanna sem Icelandair flytur yfir sumartímann, þá hefur félagið eftir sem áður lagt megináherslu á að fjölga ferðamönnum á Íslandi að vetri til. Þannig hefur framboð flugferða yfir vetrartímann verið aukið hlutfallslega mest og í markaðs- og kynningarstarfinu hefur Ísland verið kynnt sem heilsársáfangastaður.“Dótturfélög Icelandair Group mikilvægur hlekkur í keðjunni Innan samstæðu Icelandair Group eru fjöldamörg dótturfélög sem eru okkur Íslendingum að góðu kunn. Hér heima tekur sérhæfð ferðaþjónusta félagsins, Iceland Travel, á móti ferðamönnum og nýtir hugmyndir og afl íslensks ferðaþjónustufólks segir í tilkynningunni. „Hótelhluti félagsins hefur á síðustu árum byggt upp glæsileg hótel víða um land þar sem aðbúnaður við gesti er með því besta sem býðst á Íslandi og staða Icelandair hótelanna er sterk á markaðnum.“ Þá tengi leiðakerfi innanlandsflugs Flugfélags Íslands saman helstu þéttbýlisstaði Íslands og nái einnig til Færeyja og Grænlands. „Vita er ferðaskrifstofuhluti Icelandair Group sem býður upp á ferðir fyrir ferðaþyrsta Íslendinga sem vilja njóta þæginda við skipulagðar ferðir. IGS er þjónustuhluti Icelandair Group á Keflavíkurflugvelli sem veitir þjónustu við flugvélar og framleiðir auk þess máltíðir fyrir millilandaflugfélög.“ Íslensk fyrirtæki þurfi öruggar tengingar við önnur lönd m.a. til að flytja ferskt hráefni til og frá Íslandi. „Fyrir því sér frakt flutningaþjónusta félagsins Icelandair Cargo, sem auk eigin flugvélaflota nýtir sér tíðar ferðir og flutningsrými flugflota Icelandair. Annað félag inn Icelandair Group er Loftleiðir-Icelandic sem veitir þjónustu um allan heim með vélum og áhöfnum fyrir leiguflug og sérstakar ferðir.“Búast við áframhaldandi vexti á komandi árum„Icelandair Group hefur á undanförnum árum, með útsjónarsemi og áræði, náð að nýta sér ný sóknarfæri á eftirtektarverðan hátt. T.d. hafið flug á leiðum sem aðrir höfðu gefist upp á. Hefur félagið því náð að vaxa hraðar en flest önnur sambærileg fyrirtæki en samt er markaðshlutdeild félagsins á Norður-Atlantshafsmarkaðnum enn ekki nema um 1%,“ segir í tilkynningunni. Þess vegna telja forsvarsmenn fyrirtækisins ástæðu til að vera bjartsýnir um áframhaldandi vöxt og viðgang á komandi árum. Hafa þeir uppi áætlanir um að taka í notkun nýjar, stærri og langdrægari flugvélar, sem munu gera félaginu kleyft að fjölga áfangastöðum enn frekar. Enn fremur munu minni flugvélar bætast í flotann á næstu árum og fjölbreytni hans aukast enn frekar, að þeirra sögn.Arnaldur Indriðason heiðraður fyrir störf sínArnaldur Indriðason rithöfundur fékk sérstaka heiðursviðurkenningu við sama tilefni. Viðurkenningin er veitt einstaklingi sem þykir með starfi sínu hafa borið hróður Íslands víða um heim og þannig stuðlað að jákvæðu umtali um land okkar og þjóð. Á síðasta ári hlaut Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar viðurkenninguna, en meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Kristin Sigmundsson óperusöngvara, Björk og ljósmyndarann RAX. Í ræðu sinni um Arnald sagði Vilborg Einarsdóttir, formaður úthlutunarnefndar og stjórnar Íslandsstofu, m.a.: „Fátt er lítilli þjóð jafn mikilvægt og að lifandi bókmenntir séu skrifaðar á tungu hennar. Bækur sem eru lesnar af öllum þorra manna og verða að umtalsefni þegar tveir eða fleiri hittast á förnum vegi. Menningarlegt sjálfstæði þjóða er byggt á slíkum bókum. Ekki er verra ef bækurnar berast víða um heim og eru þýddar á öll helstu tungumál veraldar. Þannig eru bækurnar hans Arnaldar.“ Arnaldur hóf rithöfundarferil sinn árið 1997 þegar hann sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu, Syni duftsins. Frá þeim tíma hefur hann gefið út eina bók á hverju ári. En segja má að hann hafi fyrst slegið í gegn, bæði hér heima og erlendis, með fjórðu skáldsögu sinni, Mýrinni, sem kom út árið 2000. Eftir útgáfu hennar hefur hver einasta bók hans orðið metsölubók og Arnaldur þar með verið langvinsælasti höfundur landsins. Vinsældir hans ná einnig langt út fyrir landsteinana og má finna bækur hans á áberandi stöðum í helstu bókabúðum erlendis. Á hinum Norðurlöndunum og í Þýskalandi eru þær gjarna á metsölulistum. Bækur Arnaldar hafa einnig verið þýddar yfir á framandi tungumál s.s. kínversku, tyrknesku, arabísku, katalónsku, króatísku og ungversku. Arnaldur hefur því svo sannarlega með starfi sínu og verkum borið hróður Íslands víða um heim og stuðlað að jákvæðu umtali um land okkar og þjóð.Um útflutningsverðlauninTilgangurinn með veitingu útflutningsverðlaunanna er að vekja athygli á þjóðhagslegu mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem hafa náð sérstaklega góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis.Útflutningsverðlaunin eru nú veitt í 27. sinn en þau voru fyrst veitt árið 1989. Meðal annarra fyrirtækja er hlotið hafa verðlaunin í gegnum tíðina eru Bláa lónið, Össur, Hampiðjan, Samherji og Ferðaskrifstofa bænda og á síðasta ári hlaut kvikmyndafyrirtækið Truenorth verðlaunin.Úthlutunarreglur kveða á um að Útflutningsverðlaun forseta Íslands skuli veitt fyrirtækjum eða einstaklingum, íslenskum eða erlendum, fyrir árangursríkt starf að útflutningi á íslenskum vörum eða þjónustu á erlendum markaði. Veiting verðlaunanna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum markaði, ásamt fleiru.Í úthlutunarnefndinni sátu að þessu sinni: Örnólfur Thorsson, frá embætti forseta Íslands, Runólfur Smári Steindórsson, frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Hreggviður Jónsson frá Viðskiptaráði, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, frá Alþýðusambandi Íslands og Vilborg Einarsdóttir frá Íslandsstofu, en Íslandsstofa ber ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verðlaunaveitinguna.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira