Innlent

BHM ætlar ekki að ganga harðar fram að svo stöddu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Verkfallsaðgerðir BHM hafa staðið yfir í um sex vikur.
Verkfallsaðgerðir BHM hafa staðið yfir í um sex vikur. vísir/pjetur
Bandalag háskólamanna hyggst ekki ganga harðar fram í verkfallsaðgerðum að svo stöddu, þrátt fyrir að telja fullt tilefni til þess. Vonast samninganefndin til að tekin verði sýnileg skref í átt að lausn deilunnar á næsta samningafundi við ríkið.

Lýst er yfir þungum áhyggjum í tilkynningu frá BHM. Viðræður hafi lítið þokast í dag og því hafi ákvörðun verið tekin um að leggja mat á aðgerðirnar. Það hafi verið mat samninganefndar að ganga ekki harðar fram.

Boðað hefur verið til nýs fundar á mánudag klukkan 13.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×