Fríverslun og samkeppnisumhverfi Auður Jóhannesdóttir skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Um áramótin var aflögð sérstök skattlagning ýmissar munaðarvöru, s.s. ísskápa og eldavéla, þegar vörugjöldin voru felld úr gildi. Íslenskir neytendur höfðu þegar byrjað að njóta umtalsverðra kjarabóta á haustmánuðum í boði íslenskrar verslunar sem þjófstartaði á skattalækkunina þegar ljóst þótti að hún yrði samþykkt á Alþingi. Við kaupmenn erum almennt í skýjunum yfir þessari breytingu og jafnvel enn glaðari nú þegar óskattlagðar vörur eru byrjaðar að streyma til landsins, enda voru vörugjöldin ógegnsæ með eindæmum og skekktu verulega samkeppnisstöðu okkar við erlenda verslun. En það voru fleiri gleðileg tíðindi fyrir íslenska verslun og íslenska neytendur á síðasta ári því langþráður fríverslunarsamningur við Kína tók gildi og var kynntur með pompi og prakt og byggðar upp væntingar um bætta tíð hjá heimilunum og blóm í haga. En veruleikinn er ekki alveg jafn ljúfur því stærstur hluti þeirrar kínverskt framleiddu vöru sem seld er hér á landi kemur ekki frá kínverskum fyrirtækjum heldur evrópskum/alþjóðlegum og algengast er að vörur hafi millilendingu í evrópskum vöruhúsum áður en þær rata í íslenskar verslanir. Þá gildir fríverslunarsamningurinn einfaldlega ekki þar sem hann á einungis við ef vörur fara beina leið á milli samningslandanna og með þeim fylgi rétta sérprentaða eyðublaðið með rétta stimplinum. Nú má halda því fram að vel sé hægt að komast hjá millilendingu í Evrópu, og vissulega leyfa sumir framleiðendur slíkt þótt algengast sé að miðstýra allri vörudreifingu innan álfunnar, en þá kemur annað til, nefnilega smæð íslenska markaðarins því framleiðslulotur í Kína miðast iðulega við annan raunveruleika en flest verslunarfyrirtæki á örmarkaðinum Íslandi búa við og því verður beinn innflutningur seint fýsilegur nema hjá stærstu verslunarkeðjunum. Svo vörur sem koma til Íslands frá landi innan evrópska efnahagssvæðisins, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, framleiddar í Kína, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, bera enn tvöfaldan toll, fyrst inn í EES og svo aftur við komuna hingað. Lógískt ekki satt? En hver er þá lausnin? Einfaldast væri að leyfa séráritun framleiðanda á reikningi þar sem evrópskur seljandi ábyrgist uppruna vöru í Kína, líkt og gert er með vörur sem framleiddar eru á EES-svæðinu. Afnám þessarar tvítollheimtu er hagsmunamál fyrir íslenska verslun sem á í síaukinni samkeppni við útlönd og er á sama tíma að glíma við hressilega hækkun húsnæðiskostnaðar vegna endurskoðunar á fasteignamati og kröfu um almennar launahækkanir – og væri á sama tíma veruleg búbót fyrir íslenska neytendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Um áramótin var aflögð sérstök skattlagning ýmissar munaðarvöru, s.s. ísskápa og eldavéla, þegar vörugjöldin voru felld úr gildi. Íslenskir neytendur höfðu þegar byrjað að njóta umtalsverðra kjarabóta á haustmánuðum í boði íslenskrar verslunar sem þjófstartaði á skattalækkunina þegar ljóst þótti að hún yrði samþykkt á Alþingi. Við kaupmenn erum almennt í skýjunum yfir þessari breytingu og jafnvel enn glaðari nú þegar óskattlagðar vörur eru byrjaðar að streyma til landsins, enda voru vörugjöldin ógegnsæ með eindæmum og skekktu verulega samkeppnisstöðu okkar við erlenda verslun. En það voru fleiri gleðileg tíðindi fyrir íslenska verslun og íslenska neytendur á síðasta ári því langþráður fríverslunarsamningur við Kína tók gildi og var kynntur með pompi og prakt og byggðar upp væntingar um bætta tíð hjá heimilunum og blóm í haga. En veruleikinn er ekki alveg jafn ljúfur því stærstur hluti þeirrar kínverskt framleiddu vöru sem seld er hér á landi kemur ekki frá kínverskum fyrirtækjum heldur evrópskum/alþjóðlegum og algengast er að vörur hafi millilendingu í evrópskum vöruhúsum áður en þær rata í íslenskar verslanir. Þá gildir fríverslunarsamningurinn einfaldlega ekki þar sem hann á einungis við ef vörur fara beina leið á milli samningslandanna og með þeim fylgi rétta sérprentaða eyðublaðið með rétta stimplinum. Nú má halda því fram að vel sé hægt að komast hjá millilendingu í Evrópu, og vissulega leyfa sumir framleiðendur slíkt þótt algengast sé að miðstýra allri vörudreifingu innan álfunnar, en þá kemur annað til, nefnilega smæð íslenska markaðarins því framleiðslulotur í Kína miðast iðulega við annan raunveruleika en flest verslunarfyrirtæki á örmarkaðinum Íslandi búa við og því verður beinn innflutningur seint fýsilegur nema hjá stærstu verslunarkeðjunum. Svo vörur sem koma til Íslands frá landi innan evrópska efnahagssvæðisins, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, framleiddar í Kína, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, bera enn tvöfaldan toll, fyrst inn í EES og svo aftur við komuna hingað. Lógískt ekki satt? En hver er þá lausnin? Einfaldast væri að leyfa séráritun framleiðanda á reikningi þar sem evrópskur seljandi ábyrgist uppruna vöru í Kína, líkt og gert er með vörur sem framleiddar eru á EES-svæðinu. Afnám þessarar tvítollheimtu er hagsmunamál fyrir íslenska verslun sem á í síaukinni samkeppni við útlönd og er á sama tíma að glíma við hressilega hækkun húsnæðiskostnaðar vegna endurskoðunar á fasteignamati og kröfu um almennar launahækkanir – og væri á sama tíma veruleg búbót fyrir íslenska neytendur.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar