Fimm þúsund tilkynningar til 112 vegna barna í vanda Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2015 08:17 MYND/ÓSKAR BIRGISSON Alls bárust Neyðarlínunni yfir fimm þúsund tilkynningar vegna barna í vanda fyrstu tíu heilu árin eftir að samstarf 112 og Barnaverndarstofu um neyðarsímsvörun vegna barnaverndar hófst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá 112. Þar segir að 112 sé helsti farvegur almennings til að koma að tilkynningum til barnaverndaryfirvalda um allt land. „Langflestar tilkynningar berast hins vegar frá lögreglu og ýmsum stofnunum innan velferðarkerfisins. Stór hluti málanna sem berst frá lögreglu á þó uppruna sinn í símtali til 112 þar sem aðstoðar er óskað vegna til dæmis heimilisofbeldis, kynferðisofbeldis eða annars ofbeldis." 112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna. Dagurinn er skipulagður í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og hyggst fjöldi viðbragðsaðila heimsækja grunnskóla landsins í dag til að ræða við nemendur um neyðarnúmerið, slysavarnir og skyndihjálp. Víða verður lögð áhersla á að kynna 112 sem barnaverndarnúmerið. Þá fræðir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins börn í 4. bekk um neyðarnúmerið, skyndihjálp og slysavarnir.Samstarfið hófst árið 2004 Samstarf Neyðarlínunnar og Barnaverndarstofu um símsvörun fyrir barnaverndarnefndir hófst árið 2004. Símtöl voru fá fyrsta árið. Aðeins bárust 221 tilkynningar 2005 en þeim fjölgaði síðan jafnt og þétt. Símtöl voru langflest á árunum 2009-2011, á sjöunda hundrað ár hvert. Þeim fækkaði síðan talsvert 2012 og 2013 en fjölgaði um 20 prósent í fyrra. „Nokkuð er um að börn hringi sjálf og leiti aðstoðar en algengast er að foreldrar og aðrir ættingjar hafi samband. Langoftast er tilkynnt um áhættuhegðun barna og ungmenna. Í því felst oft að barn hafi leiðst út í neyslu vímuefna, átök hafi orðið á heimilinu, barnið sýni óstjórnlega hegðun og strjúki jafnvel af heimilinu. Einnig er algengt að tilkynnt sé um ofbeldi og vanrækslu." Tilkynningar í gegnum 112 eru aðeins um sex prósent allra tilkynninga vegna barnaverndar en þær voru 8.893 í fyrra samkvæmt skýrslu sem birt hefur verið á vef Barnaverndarstofu, bvs.is. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir hins vegar að um afar mikilvæg tilfelli sé að ræðaAfar mikilvæg tilfelli „Sum þessara mála fengjum við jafnvel ekki inn á borð nema vegna samstarfsins við 112. Þessar tilkynningar berast yfirleitt þegar atburðurinn á sér stað sem gefur tilefni til að bregðast við um leið,“ segir Bragi.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.mynd/aðsend„Tilgangurinn með samstarfinu við 112 var að greiða fyrir því að almenningur gæti fullnægt tilkynningarskyldu sinni og að auðvelda fólki að koma á framfæri ábendingum og upplýsingum tafarlaust, hvenær sólarhringsins sem er. Samstarfið hefur reynst afar vel og hefur orðið öðrum þjóðum í Evrópu fyrirmynd,“ segir Bragi. Við athöfn í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð kl. 16 verða veitt verðlaun í Eldvarnagetrauninni 2014, neyðarverði ársins verður veitt viðurkenning, skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur og loks má nefna að ungum innhringjanda í 112 verður veitt sérstök viðurkenning. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp við athöfnina. Þá flytja Dr. Gunni og Friðrik Dór 112-lagið með aðstoð Viðbragðssveitarinnar en Dr. Gunni samdi lagið og frumflutti á Barnamenningarhátíð á síðasta ári. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Alls bárust Neyðarlínunni yfir fimm þúsund tilkynningar vegna barna í vanda fyrstu tíu heilu árin eftir að samstarf 112 og Barnaverndarstofu um neyðarsímsvörun vegna barnaverndar hófst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá 112. Þar segir að 112 sé helsti farvegur almennings til að koma að tilkynningum til barnaverndaryfirvalda um allt land. „Langflestar tilkynningar berast hins vegar frá lögreglu og ýmsum stofnunum innan velferðarkerfisins. Stór hluti málanna sem berst frá lögreglu á þó uppruna sinn í símtali til 112 þar sem aðstoðar er óskað vegna til dæmis heimilisofbeldis, kynferðisofbeldis eða annars ofbeldis." 112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna. Dagurinn er skipulagður í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og hyggst fjöldi viðbragðsaðila heimsækja grunnskóla landsins í dag til að ræða við nemendur um neyðarnúmerið, slysavarnir og skyndihjálp. Víða verður lögð áhersla á að kynna 112 sem barnaverndarnúmerið. Þá fræðir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins börn í 4. bekk um neyðarnúmerið, skyndihjálp og slysavarnir.Samstarfið hófst árið 2004 Samstarf Neyðarlínunnar og Barnaverndarstofu um símsvörun fyrir barnaverndarnefndir hófst árið 2004. Símtöl voru fá fyrsta árið. Aðeins bárust 221 tilkynningar 2005 en þeim fjölgaði síðan jafnt og þétt. Símtöl voru langflest á árunum 2009-2011, á sjöunda hundrað ár hvert. Þeim fækkaði síðan talsvert 2012 og 2013 en fjölgaði um 20 prósent í fyrra. „Nokkuð er um að börn hringi sjálf og leiti aðstoðar en algengast er að foreldrar og aðrir ættingjar hafi samband. Langoftast er tilkynnt um áhættuhegðun barna og ungmenna. Í því felst oft að barn hafi leiðst út í neyslu vímuefna, átök hafi orðið á heimilinu, barnið sýni óstjórnlega hegðun og strjúki jafnvel af heimilinu. Einnig er algengt að tilkynnt sé um ofbeldi og vanrækslu." Tilkynningar í gegnum 112 eru aðeins um sex prósent allra tilkynninga vegna barnaverndar en þær voru 8.893 í fyrra samkvæmt skýrslu sem birt hefur verið á vef Barnaverndarstofu, bvs.is. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir hins vegar að um afar mikilvæg tilfelli sé að ræðaAfar mikilvæg tilfelli „Sum þessara mála fengjum við jafnvel ekki inn á borð nema vegna samstarfsins við 112. Þessar tilkynningar berast yfirleitt þegar atburðurinn á sér stað sem gefur tilefni til að bregðast við um leið,“ segir Bragi.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.mynd/aðsend„Tilgangurinn með samstarfinu við 112 var að greiða fyrir því að almenningur gæti fullnægt tilkynningarskyldu sinni og að auðvelda fólki að koma á framfæri ábendingum og upplýsingum tafarlaust, hvenær sólarhringsins sem er. Samstarfið hefur reynst afar vel og hefur orðið öðrum þjóðum í Evrópu fyrirmynd,“ segir Bragi. Við athöfn í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð kl. 16 verða veitt verðlaun í Eldvarnagetrauninni 2014, neyðarverði ársins verður veitt viðurkenning, skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur og loks má nefna að ungum innhringjanda í 112 verður veitt sérstök viðurkenning. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp við athöfnina. Þá flytja Dr. Gunni og Friðrik Dór 112-lagið með aðstoð Viðbragðssveitarinnar en Dr. Gunni samdi lagið og frumflutti á Barnamenningarhátíð á síðasta ári.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira