Hugmyndafræði hæfnieinkunna í skólum Gylfi Jón Gylfason skrifar 21. desember 2015 00:00 Vorið 2016 verða einkunnir nemenda sem ljúka 10. bekk grunnskóla gefnar í formi bókstafa í stað þess að vera á kvarðanum 1 – 10. Fyrirkomulag þetta á einkunnagjöf hefur staðið til frá því að ný aðalnámskrá grunnskóla var gefin út 2011. Vegna umræðu sem skapast hefur um nýjan einkunnakvarða og breytinguna frá þeim eldri, telur Menntamálastofnun brýnt að útskýra ástæðu þess og hvað ný einkunnagjöf þýðir fyrir nemendur.Gefur heildstæðari mynd Til að útskýra mun á nýju og gömlu einkunnakerfi þarf að skoða nánar eldra einkunnakerfið. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla frá 1999 höfðu skólar frelsi til að ákveða hvernig vitnisburður nemenda var settur fram. Eingöngu var tekið fram að hann skyldi settur fram á skýran og ótvíræðan hátt þannig að nemendur og foreldrar gætu skilið hvað átt var við. Nota mátti tölustafi, bókstafi, orð eða aðra framsetningu. Þannig voru engin skýr viðmið um hvað stóð á bak við lokaeinkunnir úr grunnskólum og lítið sem ekkert samræmi á milli skóla. Í nýja aðalnámskrá árið 2011 var sett ákvæði til að auka samræmi og gefa heildstæðari mynd af hæfni hvers nemanda á hverju námssviði við lok grunnskólanáms. Ákveðið var að nýi einkunnakvarðinn skyldi vera á formi bókstafanna A, B+, B, C+, C og D. Með nýjum reglum hefur verið komið á stöðluðum vitnisburði fyrir nemendur við lok grunnskóla og þar með ætti að vera komið í veg fyrir einkunnaverðbólgu sem tíðrætt hefur verið um. Flestar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa í námskrá ákvæði um að meta skuli hæfni nemenda. Hæfnin er sett fram stigvaxandi og metið er hversu vel nemandi sýnir hæfnina í verki en þar koma bókstafirnir til sögunnar. Til grundvallar hverjum bókstaf er lýsing sem segir til um hversu vel nemandi hefur tileinkað sér hæfnina sem stefnt er að, svokölluð matsviðmið í aðalnámskrá. Með hæfni er átt við hvernig einstaklingur notar þekkingu sína og leikni. Það er, hvað hann gerir með það sem hann veit og getur.Sömu hæfnilýsingar hjá öllum Hæfni sem nemandi á að hafa tileinkað sér við lok grunnskóla er lýst í matsviðmiðum sem sett eru fram fyrir hverja námsgrein, námssvið og lykilhæfni í aðalnámskrá grunnskóla. Matsviðmiðin lýsa hæfni á bókstafakvarða sem kallast hæfnieinkunn. Grunnskólum er nú skylt að nota þennan matskvarða við brautskráningu nemenda eins og fyrr segir. Það leiðir til þess að allir skólar miða við sömu hæfnilýsingu fyrir hverja einkunn sem eykur samræmi frá því sem áður var. Nemendur sem fá einkunnina A sýna framúrskarandi hæfni. Ekki eru sérstök matsviðmið fyrir B+ en nemandi sem fær þá einkunn hefur náð öllum eða því sem næst öllum viðmiðum fyrir B og stórum hluta þeirra viðmiða sem eru undir A. Þess má geta að B+ er ekki mitt á milli A og B heldur er það nær A í hæfni. Einkunnin B lýsir góðri hæfni og þeir sem ná þeirri einkunn geta hafið nám í framhaldsskóla á þrepi tvö. Einkunnin C+ skilgreinist með svipuðum hætti og B+ nema að nemendur þurfa að hafa náð hæfniviðmiðum fyrir C og stórum hluta hæfniviðmiða fyrir B án þess þó að uppfylla hæfniviðmið um B að öllu leyti. C lýsir sæmilegri hæfni. Þeir nemendur sem fá D hafa ekki náð hæfniviðmiðum sem lýst er í C. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vorið 2016 verða einkunnir nemenda sem ljúka 10. bekk grunnskóla gefnar í formi bókstafa í stað þess að vera á kvarðanum 1 – 10. Fyrirkomulag þetta á einkunnagjöf hefur staðið til frá því að ný aðalnámskrá grunnskóla var gefin út 2011. Vegna umræðu sem skapast hefur um nýjan einkunnakvarða og breytinguna frá þeim eldri, telur Menntamálastofnun brýnt að útskýra ástæðu þess og hvað ný einkunnagjöf þýðir fyrir nemendur.Gefur heildstæðari mynd Til að útskýra mun á nýju og gömlu einkunnakerfi þarf að skoða nánar eldra einkunnakerfið. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla frá 1999 höfðu skólar frelsi til að ákveða hvernig vitnisburður nemenda var settur fram. Eingöngu var tekið fram að hann skyldi settur fram á skýran og ótvíræðan hátt þannig að nemendur og foreldrar gætu skilið hvað átt var við. Nota mátti tölustafi, bókstafi, orð eða aðra framsetningu. Þannig voru engin skýr viðmið um hvað stóð á bak við lokaeinkunnir úr grunnskólum og lítið sem ekkert samræmi á milli skóla. Í nýja aðalnámskrá árið 2011 var sett ákvæði til að auka samræmi og gefa heildstæðari mynd af hæfni hvers nemanda á hverju námssviði við lok grunnskólanáms. Ákveðið var að nýi einkunnakvarðinn skyldi vera á formi bókstafanna A, B+, B, C+, C og D. Með nýjum reglum hefur verið komið á stöðluðum vitnisburði fyrir nemendur við lok grunnskóla og þar með ætti að vera komið í veg fyrir einkunnaverðbólgu sem tíðrætt hefur verið um. Flestar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa í námskrá ákvæði um að meta skuli hæfni nemenda. Hæfnin er sett fram stigvaxandi og metið er hversu vel nemandi sýnir hæfnina í verki en þar koma bókstafirnir til sögunnar. Til grundvallar hverjum bókstaf er lýsing sem segir til um hversu vel nemandi hefur tileinkað sér hæfnina sem stefnt er að, svokölluð matsviðmið í aðalnámskrá. Með hæfni er átt við hvernig einstaklingur notar þekkingu sína og leikni. Það er, hvað hann gerir með það sem hann veit og getur.Sömu hæfnilýsingar hjá öllum Hæfni sem nemandi á að hafa tileinkað sér við lok grunnskóla er lýst í matsviðmiðum sem sett eru fram fyrir hverja námsgrein, námssvið og lykilhæfni í aðalnámskrá grunnskóla. Matsviðmiðin lýsa hæfni á bókstafakvarða sem kallast hæfnieinkunn. Grunnskólum er nú skylt að nota þennan matskvarða við brautskráningu nemenda eins og fyrr segir. Það leiðir til þess að allir skólar miða við sömu hæfnilýsingu fyrir hverja einkunn sem eykur samræmi frá því sem áður var. Nemendur sem fá einkunnina A sýna framúrskarandi hæfni. Ekki eru sérstök matsviðmið fyrir B+ en nemandi sem fær þá einkunn hefur náð öllum eða því sem næst öllum viðmiðum fyrir B og stórum hluta þeirra viðmiða sem eru undir A. Þess má geta að B+ er ekki mitt á milli A og B heldur er það nær A í hæfni. Einkunnin B lýsir góðri hæfni og þeir sem ná þeirri einkunn geta hafið nám í framhaldsskóla á þrepi tvö. Einkunnin C+ skilgreinist með svipuðum hætti og B+ nema að nemendur þurfa að hafa náð hæfniviðmiðum fyrir C og stórum hluta hæfniviðmiða fyrir B án þess þó að uppfylla hæfniviðmið um B að öllu leyti. C lýsir sæmilegri hæfni. Þeir nemendur sem fá D hafa ekki náð hæfniviðmiðum sem lýst er í C.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar